Dýraverndarinn - 01.05.1980, Page 24

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Page 24
Á námskeiði í Noregi Viðtal við Þórarin Sniára Dagana 21.-25. febrúar í fyrra var haldið námskeið í snjóflóðavörn- um á vegum Norska Rauðakross- ins. Námskeiðið var haldið í Standal í Noregi. Björgunarsveitin Gerpir, Norðfirði, fór þess á leit við SVFÍ, að það kannaði mögu- leika á að senda mann utan til að njóta góðs af reynslu Norð- manna við björgun úr snjóflóð- um. Fyrir valinu varð Þórarinn Smári Steingrímsson úr björgunar- sveitinni Gerpi. Til að fjármagna ferðina gaf Gerpir út dagatal með styrktarauglýsingum, sem stóðu straum af kostnaði við ferðina, og bað Þórarinn Smári fyrir þakk- læti þeirra Gerpismanna til allra þeirra sem hlut áttu að máli. Þór- arinn Smári var eini íslendingur- inn, sem rók þátt í þessu nám- skeiði. Aðspurður sagði Smári, að á námskeiðinu hafi verið kennt um snjó, snjósöfnunarsvæði, ummynd- un á snjónum við margvísleg veð- urskilyrði, að meta skriðuhættu, taka snjósýni og ennfremur björg- un úr snjóflóðum. Við björgun úr snjóflóðum leggja Norðmenn höf- uðáherslu á að kalla til sérþjálf- aða hunda. Einnig eru notaðir svokallaðir leitarvinklar og leitar- kvistir og einnig hinar hefðbundnu stangir. 90% af hundum þeim sem Norðmenn nota í þessum tilgangi eru Scháferhundar. Einn velþjálf- aður hundur í hæsta gæðaflokki, svokallaður A-hundur, getur leitað í grófleit, allt að 2 m dýpi, svæði, 24 sem er 10.000 ferm. Þ. e. t. d. 50 m breiða skriðu og 200 m langa. Þetta mundi taka hundinn ca. hálfa klukkustund. Sama verk tekur 20 þjálfaða menn um 4 klst. og leita þeir þá með stöngum. Smári segir frá: „Meðan við nemendur á námskeiðinu vorum inni í fræðilegu einn daginn, kom fólk frá Rauðakrossinum úr ná- grannabyggðinni og það bjó til snjóflóð. í snjóflóðinu voru grafn- ar 3 manneskjur og ein brúða. Einum var komið þannig fyrir að hluti af honum var í sjónmáli. Einn var á hálfs meters dýpi, einn á 2 metrum. Brúðan var á 1,70 m. Nemendur voru síðan kallaðir út til björgunar. Gert var ráð fyrir því að hundurinn væri í öðrum landshluta og kæmi eftir 3 tíma. Nemendur hófu svo leitina með leitarvinklum, leitarkvistum og stöngum. Utslag fékkst á alla þá, sem grafnir voru, einnig brúðuna. Um leið og útslag hafði fengist, var kallaður til maður með leitar- stöng og staðfesti fundinn og síð- an var viðkomandi grafinn upp. í einu tilfelli fékkst ekki staðfest- ing með stönginni, en þá var beðið eftir hundinum og var hann fljót- ur að finna manninn, en það var sá sem var á 2 m dýpi. Sagði hann að leitarstöngin hefði farið svo sem 50 cm frá sér". Smári sagði það ýmsum erfið- leikum bundið að halda hund til leitar í snjóflóðum. Hann þyrfti mikla og stöðuga þjálfun. Fleira nefndi hann, svo sem líkamlegan ágalla, sem um 30% af þessum hundastofni er með, og kemur ekki í ljós fyrr en hundurinn er orðinn 12 mánaða. Er hér átt við of grunnar liðskálar. Smári vildi hins vegar alls ekki afskrifa þennan möguleika. Fullvíst taldi hann, að einhverjir hérna heima mundu nú þjálfa sig í notkun leitarvinkla og leitarkvista. Þessir vinklar og kvistir eru svo nákvæmir, að þeir gefa jafnvel útslag á stól, sem maður er staðinn upp úr fyrir nokkrum mínútum. Vonandi verða menn jafn fúsir til að meðtaka þá þekkingu, sem Smári sótti til Noregs, eins og hann er að miðla henni. Hann liggur ekki á liði sínu. „Austurland" - Á. J. DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.