Dýraverndarinn - 01.05.1980, Síða 29

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Síða 29
Börnin skrifa Bréfdújur Þér finnsr þú sjálfsagt vera mik- ill maður, þegar þú stendur uppi í háum turni. Þér finnst allt vera lít- ið, sem þú sérð á jörðu niðri. En dúfan, sem situr uppi á turninum hefur ástæðu til að vera merkileg með sig, því að hún sér 20 sinnum lengra en við mennirnir. Og hún er miklu ratvísari en þú og flýgur með meiri hraða en hraðlest. Já, bréfdúfan er stórmerkilegur og virðingarverður fugl og ekki hvað síst var hún það, þegar hvorki var til sími, ritsími eða útvarp. En þeir góðu gömlu dagar voru samt ekki betri en það, að þá voru styrjaldir ekki síður en nú, og þá reyndust bréfdúfurnar oft flestum boðberum betri. Kæmi það t. d. fyrir að borg lenti í umsátri, svo að ekki væri sjáanlegt að íbúarnir mættu verjast umsáturshernum, þá var ágætt að senda bréfadúfu til að biðja um hjálp, því að ekki var hægt að senda menn. Þær báru bréf með hjálparbeiðni í. Það var alltaf talið öruggast að senda marg- ar, því að ef fjandmennirnir komu auga á dúfurnar, slepptu þeir rán- fuglum, sem vandir höfðu verið á að veiða slíkar dúfur. Á mynd a sjáið þið dúfnafálka hremma dúfu, sem er á ferð með bréf. í þá daga tóku sjóferðir langan tíma. Þegar sjómennirnir höfðu haft margra mánaða útivist og nálguðust heimkynni sín, sendu þeir stundum bréfdúfur heim til DÝRAVERNDARINN þess að boða komu sína. Mynd b sýnir seglskip í rúmsjó, áhöfnin er að sleppa bréfdúfum. Það er e. t. v. mörgum dögum áður en þeir fá landsýn, en dúfurnar eru vissar um að rata. Þegar ritsíminn fannst héldu margir vitrir menn, að bréfdúfur væru gagnslausar. En þar skjátlaðist þeim. Bréfdúfur eru ennþá notaðar, einkum við herþjónustu. Þær þykja góðar, ef símalínur eyðileggjast, eða menn óttast, að óvinirnir kom- ist yfir skeytin. Sérstaklega eru þær notaðar af njósnurum, sem sendir eru til að fá vitneskju um óvinina. Séu þeir hræddir um að verða tekn- ir til fanga, sleppa þeir dúfunum, svo að þær fljúgi til herstöðvanna, sem farið var frá. Á mynd c sjáið þið körfu, sem dúfunum er stung- ið inn í þegar farið er í njósna- ferð. í fremri enda er op, svo að dúfan sjái umhverfið, svo að hún rati fljótt heim. Komið hefir fyrir að njósnarar hafi skipt um dúfur, stolið dúfum óvinanna, en sett sínar í staðinn. Hafa þá þær, sem voru þannig sett- ar í staðinn, oft flogið með mikils- verð skilaboð í hendur andstæðing- anna, en þær stolnu hafa verið send með fölsk skilaboð. En svona brögðum er líklega ekki liægt að ko'ma við í nútíma hernaði. 29

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.