Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 30

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 30
Merk uppfinning Einn góðan veðurdag árið 1957 vildi það einu sinni sem oftar til í nágrenni San Antonio í USA, að gríðar stór tarfur slapp frá fjórum kúrekum, sem þarna voru á ferð, án þess að þeir fengu rönd við reist. Næsta dag var ákveðið að gera tilraunir til að handsama bola, og kom þá einn leitarmanna, Har- old C. „Red" Palmer, með grip nokkurn, er í fljótu bragði virtist ofur venjulegur riffill. Hann bað hina að bíða sín og sagði: „Ég kem eftir nokkrar mínútur." Nautið hafðist við í skógi ein- um, og kom Red fljótlega auga á það. Hann lagði riffilinn að vanga sér og hleypti af. Ph-t-t-t kvað við eins og í loftriffli. Aflangt silfur- hylki hafnaði í lend bolans án þess að ganga inn í hana. Fjórum mínút- um síðar var skepnan lögst fyrir án þess að hræra legg eða lið. Red kallaði þá á hina kúrekana, sem voru mjög undrandi á þessu. Þetta var sögulegur viðburður í sögu nautgriparæktarinnar í Bandaríkj- unum. Bolinn var ekki dauður heldurhafðihannverið sefaður með aðstoð efna-innspýtingarbyssu. Silfurlita skotið úr byssunni var í rauninni sjálfvirk handsprauta. Efnið í sprautunni, sem var nicotin alkaloid, þrýstist sjálfkrafa úr henni, þegar hún lenti í lend bol- ans. Nokkrum mínútum síðar lagð- ist hann niður ljúfur sem lamb vegna áhrifa efnisins. Tveimur klukkustundum síðar voru svo á- hrifin úti og boli varð aftur eins 30 og hann átti að sér. Kostnaður við hvert slíkt skothylki nam aðeins 25 centum. Hundruð manna hafa síðan þetta gerðist reynt ágæti efna-innspýt- ingarbyssunnar á nautgripum, hundum, villidýrum, stærri fugl- um, fiski o. s. frv., og með þessum hætti náð dýrunum lifandi og ó- sködduðum á sitt vald. Byssan hef- ur einnig gert það óþarft með öllu að handsama dýr með ærinni fyrir- höfn til að framkvæma á þeim læknisaðgerðir. Nú er hægt að skjóta „penicillin'-skotum og öðr- um læknislyfjum í dýrin og firra þannig miklu umstangi. Hugmyndin um innspýtingar- byssuna er ekki ný af nálinni en þeir Red Palmer, ungur efnaverk- fræðingur í Atlanta, Jack nokkur Crolkford, dr. Frank A. Heyes, James H. Jenkins og S. D. Feurt., - þrír þeir síðarnefndu starfsmenn Háskólans í Georgíu, - gerðu drauminn að veruleika með smíði nothæfrar byssu. Síðan byssa þeirra félaga kom á markaðinn fyrir 22 árum hefur hún selst í þúsundatali. Tvær gerðir innspýtingar-byss- unnar hafa verið til á markaðinum. Er önnur þeirra svipuð 45 kalíbra sjálfvirkri byssu og hentug til notkunar í návígi. Hefur hún verið notuð til lækningar sjúkra dýra í dýragörðum með mjög góðum ár- angri. Hin gerðin er riffill, sem skjóta má úr í talsverðri fjarlægð frá skotmarkinu, nánar tiltekið allt að 50 stikna fjarlægð. Michael nokkur Grzimek, sonur dýralæknis hins mikla dýragarðs í Frankfurt í Þýskalandi notaði riff- ilinn til þess að ná 300 antilópum og gasellum. Frá Höfðaborg í Suð- ur-Afríku bárust fregnir þess efnis, að innspýtingar-riffillinn hefði gef- ist mjög vel við að veiða og lækna fíla. í dýragarðinum í Washington D. C. var og „penicillin-skotum" skotið í dýr til lækninga og reynd- ist það mjög vel. í Washington dýragarðinum var jafnvel spraut- að í kýli og útvortis meinsemdir dýranna með „innspýtingar-byss- unni" góðu. í Wyoming gafst innspýtingar- byssan mæta vel við að hafa hend- ur í hári villihesta. Dýralæknar í Cosper rannsökuðu hestana skömmu eftir að þeir voru „skotn- ir" og komust að raun um að þeir voru óskaddaðir og heilir heilsu. Hvarvetna að bárust svipaðar fregnir. Aðeins þar sem of stór lyfjaskammtur hafði verið í skot- unum eða byssunni hafði verið ranglega beitt, hafði tjón átt sér stað. Dýraverndarfélög hafa látið í ljós það álit, að notkun innspýt- ingar-byssunnar geti leitt til mann- útlegri meðferðar á skepnum við handsömun en hingað til hefur al- mennt átt sér stað. Þeir menn sem hafa þann starfa með höndum að handsama flækingshunda hafa not- að byssuna með góðum árangri. Hundar, sem grunur hefur leikið á að væru með hundaæði, hafa verið gómaðir með innspýtingar- DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.