Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 1
Meðal efnis:
Fehrúar 2007
83. árgangur
1. tölublaó
Stofnað 1924
Kosningar
Happdrætti Háskólans
SlGRAR ÁSDÍSAR JENNU
Fjármál Háskóla Íslands
OG MARGT FLEIRA...
Stúdentaráð
Kosningar nálgast
Plakötin eru komin upp, nammið í skálarnar
og frambjóðendur komnir á stofugang til
að kynna sín baráttumál fyrir stúdentum.
Kosningar ti! stúdentaráðs fara fram 7. og 8.
febrúar og því ekki úr vegi að stikla á stóru
um mikilvægi þeirra og vinnu þeirra sem
koma að þeim.
Mikilvægarkosníngar
Stúdentaráði Háskóla íslands er ætlað það
meginhlutverk að standa vörð um hagsmuni
nemenda, tryggja þá og bæta. Ráðið á að
endurspegla samtakamátt stúdenta og sýna að
stúdentar séu hreyfiafl í samfélaginu. Því er
afar mikilvægt að stúdentar láti til sín taka í
kosningunum og noti kosningaréttinn.
Ef marka má kjörsókn undanfarinna ára,
er áhugi hins almenna stúdents á störfum
stúdentaráðs ekki mikill. Kjörsóknin hefúr
verið afar dræm síðustu árin og var aðeins
35% í fyrra. Á kjörskrá eru allir stúdentar
sem skráðir eru í Háskólann, eða um 10.000
manns, sem þýðir að um 6.500 stúdentar létu
kosningamar í fyrra fram hjá sér fara.
Þetta eru sláandi tölur ef hafl er í huga það
mikla hagsmunastarf sem stúdentaráð og
fastanefndimar sjö sem starfa undir því, sinna í
þágu allra stúdenta. Þar má nefna lánasjóðsmál,
rannsóknadaga stúdentaráðs, vefsíðuna www.
prof.is þar sem m.a. er birtur svartur listi yfir
þá kennara sem ekki virða skilafrest einkunna,
aðstoð við erlenda stúdenta sem hingað koma
í skiptinám, ódýran íþróttaskóla fyrir böm
háskólanema og uppeldisnámskeið fyrir
foreldrana, nýju stúdentakortin sem veita
aðgang að öllum byggingum hvenær sem er
sólarhringsins og ýmsa afslætti í fýrirtækjum
borgarinnar, og svona mætti lengi telja. Þetta
starf Stúdentaráðs og fastanefhdanna virðist
því miður fara framhjá mörgum.
Stúdentaráð er mikilvægur þrýstihópur og
formaður þess er talsmaður okkar út á við.
Stúdentaráð þarf að vera sýnilegt og sterkt og
endurspegla vilja stúdenta, sérstaklega þegar
um er að ræða mikilvæg málefhi sem snerta
okkur öll eins og upptöku skólagjalda. 35%
kjörsókn lýsir hins vegar ákveðnu andvaraleysi
meðal stúdenta sjálfra. Með því að nýta
kosningaréttinn lýsa stúdentar því yfir hvort þeir
séu ánægðir með hagsmunabaráttuna eða ekki.
Það er því afar nauðsynlegt að stúdenar myndi
sér afstöðu og láti hana í ljós í kjörklefanum.
Stúdentaráð og Háskúlafundur
í stúdentaráði sitja tuttugu manns og í raun er
aðeins kosið um tæpan helming þeirra í einu.
Úrslitin hvers árs ráða þó hvort fulltrúa tekst
að sitja bæði árin. Þannig er í raun einnig kosið
um lista fyrra árs. Hver einstaklingur situr
því tvö ár í Stúdentaráði. Að loknum hverjum
kosningum kemur i ljós hver hefur meirihluta
í ráðinu og stjórnar því næsta árið. Síðastliðin
tvö ár hefur verið oddastaða í Stúdentaráði,
sem þýðir að Röskva og Vaka hafa níu fulltrúa
hvor og Háskólalistinn tvo. Kosið er um
18 stúdentaráðsliða en auk þeirra sitja tveir
fulltrúar Háskólaráðs fundi ráðsins.
í ár er einnig kosið um fulltrúa á Háskólafund en
það er gert annað hvert ár. Á háskólafundi eiga
stúdentar 16 fulltrúa afþeim 80 sem þar sitja en
þar sitja m.a. rektor, forsetar deilda Háskólans
og menntamálaráðherra. Háskólafundur kemur
saman tvisvar á ári og markar stethu Háskólans
auk þess sem mál er varðar Háskólann eru
rædd. Háskólafundur þarf að taka afstöðu til
allra stórra mála sem snerta háskólasamfélagið,
áður en háskólaráð tekur svo ákvörðun. Þetta
ætti t.d. við um upptöku skólagjalda.
Kosning um fulltrúa í háskólaráð fer einnig
fram samhliða Stúdentaráðskosningum annað
hvert ár. 1 háskólaráði eiga stúdentar tvo
fúlltrúa og er ráðið æðsti ákvörðunaraðili innan
Háskólans.
Þetta akademíska lýðræði sem við búum við
í Háskóla Islands er dýrmætt. 1 einkareknum
háskólum hafa stúdentar enga fulltrúa innan
stjómskipulagsins og því er full ástæða fyrir
okkur sem búum svo vel, að láta þessi mál
okkur varða og nýta kosningaréttinn.
Ölíkar fylkíngarP
Fylkingamar sem em í framboði í ár eiga
það sameiginlegt að berjast fýrir hagsmunum
stúdenta á einn eða annan hátt. Hagsmunimir
felast m.a. í góðum lánakjörum, við viljum
engin skólagjöld, góða aðstöðu og kennslu,
rúman opnunartíma Þjóðarbókhlöðu, svo
eitthvað sé nefnt. Þessi mál hafa öll framboðin
sett á oddinn og er það vel.
Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um
að listarnir þrír séu annað af tvennu, of
uppteknir við að eigna sér heiðurinn af sömu
áföngunum eða atburðunum, eða stefni
markvisst að því að láta leggja sig niður.
Hörðustu gagnrýnendur hafa haft orð á því
að framboðin þrjú tengist hinum og þessum
stjómmálaflokkum í landsmálapólitíkinni
og að háskólapólitíkin sé ekkert annað en
undirbúningur fýrir þingmennsku. Vissulega
svipar háskólapólitíkinni að ýmsu leyti til
landsmálapólitíkurinnar en það má líka teljast
eðlilegt að þeir sem hafa áhuga á að berjast
fýrir hagsmunum stúdenta, hafi einnig áhuga
á að berjast fýrir sínum pólitísku hitamálum
þegar háskólanámi lýkur. Það er hins vegar
ekkert rúm fýrir hægri-vinstri skiptingu í
háskólapólitík, því við tilheyrum öll einum og
sama hópnum og höfum öll sömu hagsmuna að
gæta.
En hvað sem allri gagnrýni líður, er ljóst
að í sameiningu hafa fýlkingamar þrjár unnið
mikið og gott starf innan Stúdentaráðs. Það
er því í höndum hvers og eins að kynna sér
málefni þeirra og gera það upp við sig hvert
atkvæðinu skal beint.
Starf Kjörstjórnar
Það er ekki lítið verk að setja saman eitt stykki
kosningar fýrir samfélagið okkar hér í 107,
enda um 10.000 manns á kjörskrá. Kjörstjóm
sér um að skipuleggja kosningamar og vinna að
þeim og er hún skipuð af Stúdentaráði ár hvert.
1 kjörstjóm sitja tólf manns og formaðurinn er
sá þrettándi. Leitast er við að fúlltrúar komi
úr öllum deildum og mega þeir að sjálfsögðu
ekki vera í Stúdentaráði, háskólaráði, fúlltrúar
á háskólafúndi, eða í framboði. Faglega er að
öllum málum staðið. Reiknistofnun Háskólans
sér kjörstjóm fýrir forriti sem notað er til að
halda utan um kosningu, kjörkassamir em
fengnir að láni frá Reykjavíkurborg og þeir
síðan innsiglaðir af lögreglunni eftir fýrri
kjördag. Eins og í sveitastjómar-, Alþingis-
og forsetakosningum, er í boði að kjósa
utankjörfundar í kosningum til Stúdentaráðs,
sjái fólk fram á að komast ekki á kjördag.
Kosning fer þá fram á skrifstofú Stúdentaráðs
í þrjá virka daga fýrir kosningar. Sú hugmynd
hefur verið rædd að gera skiptinemum erlendis
og fjamemendum kleift að nýta sitt atkvæði
þrátt fýrir fjarlægð en til þess þyrfti mikinn
undirbúning, samstarf við sendiráð og formleg
leyfi. Sökum knapps tíma sem kjörstjóm hefúr
haft til undirbúnings í ár, var ekki hægt að
vinna að þessu fýrir kosningamar. Kjörstjóm
hefur þó ákveðið að fúnda um þetta mál eftir
kosningar og reyna að koma þessu skipulagi á.
Elín Ósk Helgadóttir, formaður kjörstjómar,
segir þetta vera kost sem þarf að skoða vel, því
að sjálfsögðu hafi íslenskir nemar erlendis og
fjamemar, sama rétt til að kjósa og þeir sem
stunda staðamám.
Kjörstjóm vinnur í sjálfboðavinnu og
þarf að leggja mikið á sig til að skipuleggja
kosningamar. Halda þarf námskeið um
tölvukerfið, hver nefndarmeðlimur ber ábyrgð
á einni byggingu á meðan kosningamar fara
fram og þarf að fá sjálfboðaliða til að standa
vaktina með sérá kjördögum. Svo þarf auðvitað
að telja atkvæðin og samræma kjörskrá við
utankjörfundaratkvæðin. Þetta er því mikið
og göfúgt starf en er því miður ósýnilegt fýrir
alltof mörgum.
Ferntíboði
I ár em fjórir valmöguleikar í boði í
kosningunum; Háskólalistinn, Röskva, Vaka
og sá fjórði, að skila auðu. Autt atkvæði
í kosningum sýnir ákveðna afstöðu og er
valkostur sem þeir sem annars ekki myndu
kjósa, ættu virkilega að skoða. í eins litlu
samfélagi og Háskólinn okkar er, hefúr hvert
og eitt atkvæði mikið vægi og því enn meiri
ástæða fýrir hvert og eitt okkar að nýta sinn
rétt, koma sinni skoðun á framfæri og kjósa.
Að kvöldi seinni kjördags er svo hefð fýrir
því að hver fýlking haldi sina kosningavöku,
kosningaröskvu eða kosningaandvöku, allt
eftir orðasmekk manna. Þar er tilvalið fýrir
stúdenta að koma saman, teiga veigar með
frambjóðendum og sýna stuðning í verki allt
þar til úrslit em ljós.
Kosningamar fara fram í tólf byggingum
víðsvegar um háskólasvæðið dagana 7. og 8.
febrúar og ættu ekki að fara framhjá neinum.
Sérstaklega er fjallað um kosningamar í
blaðinu á síðum 26-31.