Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 17
Ásta B. Þorsteinsdóttir var í stjóm Landssamtakanna Þroskahjálpar frá 1983 til 1995 og formaður frá 1987 til 1995. Hún starfaði í ýmsum opinbemm nefhdum, m.a. við endurskoðun laga um máleftii fatlaðra 1992 og 1996, neíhd um forgangsröðun í heilbrigðismálum 1997 og nefnd um skipulag framhaldsmenntunar fatlaðra. Hún var auk þess fulltrúi íslands í N ordiska Námden tor Handicap Frágor. Hún sat um árabil í stjórnum norrænna hagsmunasamtaka fatlaðra, þ.á m. norrænna samtaka foreldra fatlaðra og var m.a. varaformaður NFPU (Norrænu samtökin um málefni þroskaheftra) frá 1991 til 1997. Hún var varafomiaður Alþýðuflokksins frá 1996 og 1. varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi frá 1995 þartil í janúar 1998 er hún tók fast sæti á Alþingi. ber þessi tæki saman þá kann hún betur við rafmagnstækið því þar eru engar aukaverkanir. Hún segir sjálf að henni þyki vænt um tækið. Heym Ásdísar hefúr hrakað mikið á undanfomum ámm. Hún var orðin alveg heyrnarlaus á hægra eyra og heyrði lítið með því vinstra en árið 2003 fór hún í kuðungsígræðslu aðgerð í Stokkhólmi og bætti það heymina nokkuð. Sterk fjölskvlda Ástráður: „Mamma Ásdísar Jennu hét Ásta B. Þorsteinsdóttir. Hún var hjúkmnarfræðingur en lést árið 1998. Þegar við fluttum heim ffá Danmörku 1980-81 þá uppgötvaði hún að það vantaði ýmislegt hér í þjónustu við fatlaða og einnig í löggjöfina varðandi stuðning við fatlaða. Hún var mjög öflugur persónuleiki og fór að láta mjög til sín taka og var fljótlega valin til forystu. Hún var formaður Þroskahjálpar í mörg ár, var í stjóm í 10 ár en formaður í 8 ár og vann meðal annars að bættri löggjöf fyrir fatlaða. Að lokum gerði hún sér grein fyrir því að til þess að hafa meiri áhrif á bjargir og aðstöðu hjá fotluðum og öðmm sem minna mega sín i þjóðfélaginu þá yrði hún að ganga skrefi lengra. Hún fór því í pólitík og varð varaformaður Alþýðuflokksins og fór svo á þing 1995 eða 1996. Hún fékk krabbamein sem greindist í mars 1998 sem var þá orðið töluvert útbreitt, hún fékk ýmislega meðferð lyfja, geislameðferð og fór i skurðaðgerðir en allt kom fyrir ekki. Hún vann sem alþingismaður eins lengi og veikindin leyfðu, hún dó 12. október 1998. Hún var mjög dugleg kona. Eins og einhver sagði að þegar barist var fyrir að bæta kjör fatlaða var ekki um neina málamiðlun að ræða hjá henni, þetta var ekki bara barátta fyrir fatlaða heldur mannréttindabarátta.” Faðir Ásdísar hefúr verið stoð hennar og stytta frá fæðingu, það sést berlega hversu mikla virðingu hún ber fyrir honum og treystir á hann sem fóður og vin. Ástráður er menntaður læknir með sérmenntun í hormóna- og efnaskiptasjúkdómum. Hann starfar nú sem yfirlæknir göngudeildar sykursjúkra á Landspítalanum og hefúr gert i gegnum tíðina viðamiklar Vlðtal við Ásdísi iennu Ástráðsdóttur rannsóknir á sykursýki. Hann hefúr setið í hinum ýmsu nefndum og stjómum og barist hart fyrir réttindum dóttur sinnar og annarra í svipaðri stöðu - líkt og móðir hennar gerði. Hann er hógvær maður og gaf lítið upp um stöðu sína og affek en það fer þó ekki framhjá neinum hversu metnaðarfúllur og öflugur persónuleiki hann er. Ásdís á þrjú systkini, tvo bræður og eina systur. Eldri bróðir hennar heitir Amar Ástráðsson og er menntaður heilaskurðlæknir, hann hefúr starfað í Kaupmannahöfn en er í ieyfi og vinnur við rannsóknir í Boston þar sem hann rannsakar ígræðslur á ffumum í heila. „Það er mér að kenna að hann hefúr svona mikinn áhuga á heilaskurðlækningum” segir Ásdís og hlær. Yngri bróðir hennar heitir Þorsteinn Hreiðar Ástráðsson er einnig læknir og vinnur sem deildarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landsspítalans. Ásdís stríðir iðulega bræðrum sínum og föður með því að kalla þá læknamafiuna. Hálfsystir Ásdísar er 7 mánaða og heitir Ása María, hún er ekki enn orðin læknir en faðir hennar hlær og segir að hún sé svolítið efnileg. Ásdís tekur undir hlátur föður síns en segir svo að sú stutta verður kannski kennari því hún er svo forvitin. m og ann Heimkom; unglings; Ásdís: „Ég var hamingjusöm lítil stelpa í Danmörku, mér leið vel þar og fólk tók mér eins og ég er. Ég var 10 ára þegar ég flutti heim og fékk menningarsjokk í kjölfarið. Umhverfið var allt annað og sama með viðhorf fólks til fotlunar minnar. Viðhorfið til mín. Ég upplifði mig sem öðruvísi.” Ástráður: „Þegar hún kemur heim til Islands á hún fúllt af frænkum á sama aldri sem hún þekkti ekki áður, þær eru hlaupandi út um allt og þá kom upp mótþrói í hana og hún vildi bara ganga og alls ekki vera í hjólastól. Hún lá í rúminu eða á gólfinu og neitaði að vera í hjólastól - hún vildi bara vera eins og frænkur sína.” Ásdís: „Verstu árin mín var þegar ég var unglingur. Ég gat ekki sætt mig við að vera fötluð og vildi ekki viðurkenna hjólastólinn sem hjálpartæki. Eitt sumarið neitaði ég alveg að nota hann og bað þess að guð myndi gera kraftaverk á mér. Hann heyrði ekki bænir mínar og þá missti ég trúna á Guð. Ég veit að þetta var erfitt tímabil fyrir foreldra mína. Þetta lagaðist þegar ég fór að byrja að tala við vini mína um fötlunina og tjá þannig tilfinningar minar og þá fór ég einnig að semja ljóð. Ég var erfiður unglingur. Ég var ekki sátt við fötlunina á þeim tíma. Ég byrjaði að kalla fotlunina apaköttinn og geri enn í dag.” Með því að kalla fötlunina apaköttinn aðskilur hún sitt eigið sjálf ffá fötluninni. Hún talar um að dælan sem dælir inn vöðvaslakandi lyfjunum sé búin að slökkva á apakettinum en sökum slappleika vill hún minnka lyfin og fá meiri kraft í líkamann - meira af apakettinum. Þegar rætt er um fordóma varðandi fotlun Ásdísar sagði móðir hennar í viðtali sem tekið var við hana 1993: „í dag þá erum við hætt að taka eftir því en við erum auðvitað orðin þroskaðri að takast á við umhverfið, hvort að umhverfið bregðist jákvætt eða neikvætt við hennar fötlun. Þegar okkur fannst fólk bregðast við með tómlæti, láta sem hún væri ekki til, fannst okkur mjög særandi. Við höfúm lært að lifa með þessu núna.” Menntermáttur Ásdís tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð á fjórum og hálfú ári, hún tók 20 einingar seinustu önnina og fór létt með það. Þar sem Ásdís getur ekki notað hendumar tók hún mörg próf munnlega eða krossapróf en aðstoðamaður hennar ritaði fyrir hana þau próf sem hún varð að taka skrifleg. Ásdís: „Hagffæðiprófin og stærðffæðiprófin voru munnleg próf, ég gat ekki tekið stærðffæðina í bekknum og fékk því sérkennslu í stærðfræði.” Ástráður: „Hún fékk mjög fínan stuðning í MH, var með mjög góða námsráðgjafa, Sölvínu Konráðsdóttur og Ágústu Gunnarsdóttur. Þær voru alveg ffábærar og góður stuðningur við Ásdísi. í MH var skiptibekkur á klósettinu og sérherbergi fyrir hana til þess að læra í, kennaramir vom mjög hjálplegir í alla staði þegar hún þurfti Ásdís: „Þegar ég kom aftur heim til íslands fór ég í félagsfræði í Háskóla íslands. Ég náði prófúnum en fannst þetta ekki eiga við mig og hætti eftir fyrsta árið. Svo fór ég í uppeldisffæði, síðan í dönsku og þá í guðffæðina en fann mig að lokum í táknmálsff æðinni. Þegar ég ffétti að byijað væri að kenna táknsmálsffæðina þá ákvað ég að drífa mig í hana og hefúr gengið mjög vel í henni og mim útskrifast í júní.” Ásdís hefúr fengið mikla aðstoð ffá Háskóla íslands til þess að geta stundað nám sitt en það hafa komið upp ýmis vandamál varðandi aðgengi en einnig góðir lausnir við þeim. Ásdís: „Aðstaðan er aðeins betri en það er enn langt í land. Mig dreymir um að Háskólinn hafi miðstöð fyrir fatlaða nemendur sem þeir geta leitað til. Það væri gott að hafa herbergi til þess að geta lært í og farið á almennilegt klósett með skiptibekk RÓSIN, hvatnirtgarverðlaun í ntinningu Ástu B. ntóðir Asdisar voru ifyrsta skipti veitt þann 12. janúar síðastliðinn. Rannveig Traustadóttir, prófessor i Uppeldis- og menntunarfrœðiskor Háskóla Islands fékk verðlaunin þetta árið fyrir frantúrskarandi störf sín. Verðlaunitt ntunu verða veitt árlega einstaklingi, félagasamtökum eða stofnun fyrir framúrskarandi störf, sem stuðla að þátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra á íslandi. á aðstoð þeirra að halda.” Aðspurð að því hvort að Ásdís hafi verið með ffjálsa mætingu svarar hún því neitandi, hún mætti í alla tíma með aðstoðarmann með sér sem var nemandi í bekknum hennar. Augu hennar skína þegar rætt er um skólaárin í MH, hún var mjög hamingjusöm þar. Hún útskrifast 1992 ffá MH og fór árið eftir í Lýðháskóla í Danmörku. Það var í fyrsta skipti sem hún bjó ekki hjá foreldrum sínum. Ástráður: „Háskólinn var rétt hjá Árósum þar er töluvert af fotluðum einstaklingum en einnig ófotluðum, þeir sem eru ófatlaðir vinna íyrir skólavistinni með því að hjálpa þeim sem eru fatlaðir. Hún bjó á herbergi þama með öðrum nemendum sem hjálpuðu henni, fóru með hana á klósettið, klæddu hana, gáfú henni að borða og böðuðu hana. Það voru 3-4 einstaklingar sem aðstoðuðu hana og voru líka nemendur í skólanum. Alveg ffábærir krakkar. Þama eignaðist hún góða vini. Hún lærði ýmsa ósiði þar, lærði bæði að reykja og drekka bjór. Mamma hennar vandi hana af þessu þegar hún kom heim. Hún var komin með sígarettu munnstykki á hjólastólinn, þú veist hvemig Danir voru á þessum tíma - meira og minna með Carlsberg i annarri og sígarettu í hinni. Ásdís var bara hluti af þessu og það er flott, þetta var alveg yndislegt fólk sem tók henni eins og hún er.” Hún var hálft ár í skólanum á fjölmiðlabraut en lærði einnig mikið á tölvur. Aðspurð að því hvort að það hafi ekki verið erfitt að fara frá íjölskyldunni þennan tíma þá segir hún þvert nei, glottir til pabba síns og hlær. og lyftu. Það er ekki nóg eins og það er í dag, það þarf að hafa lyftu fyrir svona mikið fatlaða nemendur eins og mig.” Ástráður: „Menntaskólinn í Hamrahlíð réð sjúkraliða til þess að skipta á henni en það kom fyrir að stundum þegar hún kom úr Háskólanum var hún alveg gegnsósa af pissi og flestir aðrir nemendur myndu ekki sætta sig við að vera pissublautir í tímum og hún á ekki að gera það heldur. Utan við þetta hefúr námsráðgjöf Háskólans hjálpað henni mikið. Námsráðgjafinn hennar, hún María Dóra Bjömsdóttir, hefúr reynst henni frábærlega vel. Háskólinn ræður fólk til þess að aðstoða hana. Hún er ánægð með það og hafa þau sýnt henni mikla tillitsemi. Þetta fólk sem hefúr verið að hjálpa henni við lesturinn hefúr yfirleitt verið fyrsta flokks fólk sem hefúr reynst henni vel og aðstaðan er alltaf að batna.” Ásdis: „í táknmálsffæðinni hafa krakkamir einnig verið yndislegir við mig og hef ég eignast góða vinir þar sem margir hverjir vinna sem táknmálstúlkar í dag. Sumir hafa komið og aðstoðað mig við að túlka, ég á vinkonu sem þekkir mig mjög vel og kemur stundum með mér til læknis og túlkar fyrir mig ef læknirinn skilur mig ekki og eða ég hann.” Langarímeistaranám Ásdís hefúr mörg áhugamál, meðal annars hefúr hún áhuga á ljóðagerð og gaf út ljóðabókina Ég hugsa eins og þið árið 1988 sem seldist vel, hún er með annað handrit í smíðum. Hún hefur alltaf verið dugleg að afla sér verkefna og hefúr meðal annars unnið fyrir Samskiptamiðstöðina. Ásdís: „Það er meiriháttar vinnustaður, þar hef ég unnið við þýðingar ffá táknmáli yfir á íslensku og er að bíða eftir fleiri verkefnum núna. Mér finnst gaman að vinna við eitthvað sem reynir á heilann.” Ástráður: „Hún var einu sinni með sumarvinnu á Ámagarði og var þá að tölvusetja rímur, það fannst henni ekkert sérstaklega áhugavert en siimti starfi sínu vel, að ég held, þótt hún væri mjög sein að skrifa.” Ásdís: „Mín helstu áhugamál em Intemetið, tölvan, ljóðagerð, vinimir og mér finnst rosalega gaman að fara á kaffihús og svoleiðis. Ég hef einnig farið á nokkrar ráðstefnur. Ég fór á ráðstefnu fyrir heymarlausa árið 2002 í Bandaríkjunum í Washington, sem var haldin í tengslum við Gallaudet háskólann, eins elsta og ffægasta heymleysingjaskóla í heimi. Ráðstefiian hét Deafway, þar var fullt af fyrirlestrum og heymarlausum einstaklingum. Það var mjög mikil upplifún að fara á svona stóra ráðstefnu. Ég var líka ánægð með að pabbi skildi betur líf heymarlausra,” en Ástráður hélt utan með henni og sat alla ráðstefnuna. Ástráður: „Tveir strákar sem bjuggu á sveitabæ rétt hjá buðu til veislu eitt kvöldið, allir sem mættu þangað vom heymarlausir eða táknmálstúlkar nema ég. Þegar allir voru að tala saman og hlæja um kvöldið sat ég úti homi og skildi ekki umræðumar. Þá var það ég sem var þessi fatlaði, utangáttar. Þama skildi ég hvemig það var.” Ásdís: „Mig langar í meistaranám í fotlunarfræði og vinna í málefnum heymarlausra og fatlaðra í tengslum við samskipti þeirra. Ég var að tala við Valgerði forstöðumann Samskiptamiðstöðvarinnar um daginn og athuga hvort að það væri eitthvað að gera fyrir mig þar. Ég vil efla samskipti við aðra en bara heyrnarlausa þar, til dæmis fólk sem getur ekki talað vegna óvirkra talstöðva eða raddbanda og notar því táknmál.” Ásdís Jenna hefúr unnið hvem sigurinn á fætur öðrum síðan hún fæddist. Hún er einstaklega hress og kraftmikill kona með sterkar skoðanir á málefnum fatlaðra og öðrum mannréttindamálum. Viðhorf hennar til lífsins er aðdáunarvert og endurspeglast í lokaorðum allra tölvupósta sem hún sendir frá sér - faith, hope and love. Never give up! Fjóla Einarsdóttir Jjolae@hi. is Stúdentablaðið 117

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.