Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 9
Fílagsstarfssmi pínulítill dónakall Annars árs læknanemar hafa staðið fyrir forvamar- og fræðslustarfi í framhaldsskólum landsins undanfarin ár á vegum Ástráðs, félags sem veitir ráð trm ástina, sem var sett á laggimar fyrir sjö árum síðan. Félagið kennir æsku landsins meðal annars hvemig eigi að forðast kynsjúkdóma og unglingaþunganir. Þeim hefur strax orðið ágengt en klamydíusmitum og unglingaþungunum hefur fækkað vemlega síðan fyrstu fyrirlestramir voru haldnir. En betur má ef duga skal, enda er draumur Ástráðsliða að ráða bug á klamydíusmitum hér á landi, að sögn Ómars Sigurvins, formanns Ástráðs. Daglega greinist um 10 manns á íslandi með klamydíu og töluvert fleiri séu einkennalausir og viti ekki af því að þeir séu smitaðir. Ómeðhöndluð klamydía getur líka leitt til ófrjósemi og er í dag ein algengasta ástæða fyrir ófrjósemi ungra kvenna. Sjúkdómurinn ætti ekki að þurfa að vera svona stórt vandamál, þar sem hægt er að koma í veg fyrir smit með því að stunda ömggt kynlíf. Greiningin er líka auðveld, einungis þvagpmfu þarf til og hægt er að fara í ókeypis „tékk“ á Húð- og kyn, Þverholti 18. Þar sem klamydían er baktería, ólíkt mörgum öðmm kynsjúkdómum sem em veimr, er meðferðin líka auðveld, í langflestum tilfellum er nóg að taka tvær sýklalyfjatöflur. Öll vinna sem læknanemar legga á sig, þjálfún, ferðalög og kennsla er unnin í sjálfboðavinnu og ekki em gefnar einingar fyrir. Ástráður er mikilvæg viðbót við menntun læknanema segir Ómar. Með þátttöku öðlist nemendur mikilvæga þjálfún í samskiptum, hvemig eigi að ræða viðkvæm málefni við sjúklinga og segja hluti eins og fyppi, píka og fleira án þess að verða vandræðaleg, enda þurfa læknar að geta tjáð sig afdráttarlaust. Ástráður leggur áherslu á að fara í fyrstu bekki framhaldskóla landsins, þar sem þeirra er óskað og ná þannig til 95% ungs fólks. Ástæðuna fyrir því segir Ómar að grunnskólar landsins séu svo margt um fleiri heldur en framhaldskólamir og því sé það spuming um að komast frekar til allra framhaldskólanna heldur en að hafa 2 ára biðtíma í grunnskólana. Einnig fara Ástráðsliðar í þá grunnskóla sem þess óska og töluvert í félagsmiðstöðvar, ásamt því sem þeir kenna á námskeiðum í Háskóla unga fólksins á sumrin. Á síðasta ári fómm við í langflesta ffamhaldsskóla landsins, égj man bara eftir tveimur sem við fómm ekki í og það vom Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Menntaskólinn á Egilsstöðum, segir Ómar. Peningamir sem Ástráður er rekið fyrir koma aðallega frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Menntamálaráðuneytinu en einnig hafa ýmis fyrirtæki og bæjarfélög styrkt verkefnið. Mikill metnaður er innan Ástráðs, reynt er að fara á ráðstefhur á vegum samstarfsverkefna N-Evrópuríkja og Norðurlandanna og mikið er horft til reynslu annarra þjóða við kynfræðslu. Það sem er næst á döfinni hjá okkur er að setja á stofn símalínu, þar sem ungt fólk getur hringt inn með fyrirspumir um ky nlíf og annað því tengt, auk þess sem okkur langar mikið að fara í stærri verkefni á þessu sviði, t.d. plakatagerð um hættur á kynsjúkdómasmitum við munnmök og fleira. Við emm opin fyrir öllu, það vantar bara að finna peninga í þessi verkeíni, segir Ómar. Hægt er að senda Ástráði fyrirspumir á leyndo@astradur.is en einnig er félagið með heimasíðu www.astradur. is. Sunna Gunnars Marteinsdóttir sgml@hi.is ðmar Siguruin, f ormaður Ástráðs. Ljósmyndarí: Birgir Freyr Birgisson Nýir tímar - nýjar hugmyndir Umhverfis- og orloirannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur Sendu inn umsókn um styrk Markmið Umhverfis- og orkurannsóknasjóðs OR er að veita vísindamönnum og öðrum sérfræðingum á sviði umhverfis- og orkumála tækifæri til að hrinda góðum rannsóknahugmyndum í framkvæmd. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til rannsóknaverkefna. g Við fyrstu úthlutun úr sjóðnum verða um 100 miljónir króna til ráðstöfunar. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, úthlutunarregluntilhögun umsókna og skilyrði, sem 3 umsækjendur verða að uppfylla, eru á vef sjóðsins, i www.oris/uoor u Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2007. Veittir eru styrkir í tveimur fiokkum. í opnum flokki ræður þitt hugarflug ferðinni. í lokuðum flokki höfum við sérstakan áhuga á að styrkja eftirtalin verkefni: • Niðurdæling CO^ • Nýting vetnis í samgöngum • Gasvinnsla úr skólpi - hagkvæmniathugun • Nýting háhita til örverurannsókna • Ahrif skógræktar á vatnsból og vatnsgæði • Uppgræðsla með hálendisgróðri • lllgresiseyðing með heitu vatni • Nýting skiljuvatns til rafmagnsframleiðslu - hagkvæmniathugun • Samanburður á háspennulínum og jarðstrengjum Nánari upplýsingar um verkefnin eru á heimasíðu sjóðsins. Orkuvelta Reykjavíkur • Bæjarhálsi I I 10 Reykjavík • www.or.is

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.