Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 6
Aukið fé til Háskólans
Fjölmennt í Hátíðarsal í tilefni dagsins.
Þann 11. janúar siðast liðinn
undirrituðu þær Þorgerður Katrin
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
og Kristín Ingólfsdóttir rektor
samning um stóraukna fjárveitingu
handa Háskóla Islands.
Undirritunin fór fram í hátíðarsal
Háskólans. Stemningin var
rafmögnuð og það var augljóst
að eitthvað stórt var í aðsigi.
Menntamálaráðherra, rektor og
formaður Stúdentaráðs tóku til
máls og slikur var eldmóðurinn í
rœðuhöldunum að blaðamanni leið
eins og íslenska handboltalandsliðið
vœri að sigra Svía. Af orðum
rœðumanna má draga þá ályktun að
nú se' íslenska menntakerfið loksins
komið í útrás, líkt og flest annað í
þjóðfélaginu.
Samningurinn felur í sér stóraukin
framlög til framhaldsnáms, kennslu
og rannsókna. Samingurinn er til
fimm ára, líkt og fimm ára áætlun
rektors um að koma Háskóla ísland
á topp 100 listann yfir bestu háskóla
í heiminum. I samningnum felst að
framlög til rannsókna verði þrefölduð
og stefnt er að því að margfalda fjölda
útskrifaðra meistara- og doktorsnema.
Alls má gera ráð fyrir að minnsta kosti
þriggja milljarða viðbótarframlagi til
Háskólans á næstu fimm árum sem
verður varið í eflingu meistara og
doktorsnáms.
Tímamótasamníngur
Flestir ættu að geta tekið undir
að samningurinn sé stórt skref í
framfaraátt og marki tímamót í sögu
skólans. Þó vekur það fúrðu að
menntamálaráðherra skuli hafa lagt í
þessa samningagerð, því samkvæmt
stefnu Sjálfstæðisflokksins á opinbert
fé sem veitt er til rannsókna og
tæknimála að vera í samkeppnissjóði
til að auka samkeppni milli skóla og
þar með hvetja þá sjálfa til skilvirkni
og gæðastjómunar.
Þessvegna kemur þessi
samingur svolítið á óvart. Hann
gengur augljóslega þvert á
stefnu Sjálfstæðisflokksins þar
sem menntamálaráðherra situr í
varaformannsstólnum. Tímasetningin
er einnig athyglisverð því nú styttist
óðfluga í kosningar og Háskólinn
hefur verið fjársveltur meira og minna
allt kjörtímabilið. Ráðherrann neitar
þó alfarið að þessi samningur sé liður
í atkvæðaveiðum fyrir kosningamar
og bendir á að samningur Háskólans
og ríkisins hafi verið útmnninn og því
heföi það verið brot á lögum ef hann
væri ekki endumýjaður.
Menntamálaráðherra hefúr
staðið í hnútakasti undanfarið
vegna samningsins. Hörð gagnrýni
kom fram á Alþingi. Þingmaður
Framsóknarflokksins benti á að
Háskólinn væri opinber stofnun og
því ætti að fara með fjármál hans á
Alþingi. Samfylgingin virðist hafa
skipt um skoðun enn eina ferðina úr
því að Þómnn Sveinbjamardóttir,
þingkona flokksins, ásakaði
menntamálaráðherra skyndilega um
að veikja samkeppnisstöðu annarra
háskóla með að veita fénu ekki í
samkeppnissjóði. Rök Þómnnar koma
úr furðulegri átt, því Samfylgingin
hefúr hingað til gefið sig út fyrir
að vera hlynnt öflgum ríkisreknum
háskóla.
Ef litið er á umræðu fjölmiðla um
samninginn ku hann marka tímamót í
sögu skólans.
Vinnan við samningin hófst sl.haust
og samkvæmt rektor var ákveðið
að gera þennan samning þannig að
hann nýttist í stefnumótun skólans
en myndi ekki gulna ofan í skúffú.
Samningurinn er árangurstengur
sem þýðir að Háskólinn skuldbindur
sig til fjölga nemum í meistara og
doktorsnámi svo og fjölga birtingum
vísindagreina í ritrýndum tímaritum.
Allt eru þetta þættir sem tekið er tillit
til þegar háskólum er raðað upp á
styrkleikalista.
Hvað varðar fjárhæðina sjálfa
er engum blöðum um það að fletta
að ef þessir peningar eru notaðir á
réttan hátt er ekki spuming um að
þeir fleyta Háskólanum upp um mörg
sæti á hinum alræmda lista þeirra
100 bestu í heimi. Hvort að þessi
samningur dugi til að koma skólanum
alla leið og hvort að hann leysi alfarið
fjárhagsvanda háskólans er hins vegar
annað mál.
Háskólinn Harfmelra
í ræðu sinni þann 1. desember
síðastliðinn sagði þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður
menntamálanefndar Alþingis,
Sigurður Kári Kristjánsson að
Háskólinn þyrfti um 4-5 milljarða á
ári ef hann ætlaði að standa jafnfætis
bestu háskólum í heimi. Að hans mati
em skólagjöld eina leiðin til að veita
þessu fjármagni inní skólann. Það
vekur upp spumingar hver stefna
Sjálfstæðisflokksins í menntamálum
sé í raun og vem. Er það vilji
flokksins að taka upp skólagjöld?
Við fyrstu sýn ætti samningurinn
þó að ýta slíkum hugmyndum af
borðinu í bili. Staðhæfingar Sigurðar
um að Háskólinn þurfi að taka upp
skólagjöld til að komast á listann
em auk þess rangar. Á títtnefndum
100-best-í-heimi lista em nokkrir
skólar á Norðurlöndunum t.d
Kaupmannahafnarháskóli, háskólinn
í Lundi og nokkrir fleiri. Þetta em
allt saman ríkisreknir háskólar
sem innheimta ekki skólagjöld af
stúdentum sínum. Skólagjöld em þar
af leiðandi alls engin forsenda fyrir
því að Háskólinn nái takmarki sínu
og komist á listann.
Rektor leggur mikla áherslu
á að ríkisframlag til Háskóla
Islands sé sambærilegt því sem
gerist í nágrannalöndum og
menntamálaráðherra tekur í sama
streng. ísland hefur verið vemlega
aftarlegaámerinni í þessusamhengi en
með samningnum er ætlunin að bæta
úr því. Menntamálaráðherra sagði við
blaðamann Stúdentablaðsins að fyrir
undirritun heföi ffamlag ríkisins sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu verið um
miðbik miðað við önnur OECD lönd
en með tilkomu smaningsins ættum
við að komast nær þeim efstu.
Það ber töluvert á milli þeirri
fjárhæð sem Sigurður Kári nefnir,
4-5 milljarðar árlega og þeirri
upphæð sem samningurinn veitir
háskólanum, 3 milljarðar. Því er
ljóst að samningurinn leysir ekki
alfarið fjárhagsvanda Háskólans,
þó að hann sé vissulega skref í rétta
átt. Því er hægt að spyrja hvaðan
þeir fjármunir sem uppá vantar eigi
að koma? Rektor segir að 1/3 af
tekjum skólans komi með svokölluðu
sjálfsaflarfé og þarþurfi Háskólinn að
taka sig á. Sjálfsaflarfé kemur m.a. ffá
samkeppnissjóðum, bæði innlendum
og erlendum svo og ffá fyrirtækjum
sem styrkja rannsóknir og kennslu.
Rektor telur að samfara því sem gæði
kennslu og rannsókna aukist verði
auðveldari að sækja í rannsóknasjóði
og hún segist finna fyrir miklum áhuga
frá atvinnulífinu að taka þátt í starfi
innan skólans. Aðspurð að því hvort
að þetta þýði ekki að skólinn neyðistt
til að taka upp skólagjöld segir rektor
að skólinn eigi enn effir að marka sér
stefnu í skólagjaldamálum en tekur
skýrt ffam að skólagjöld muni aldrei
koma til með að leysa vanda skólans.
Henni finnst mikilvægast að láta
reyna á hækkun ríkisframlags áður en
farið væri að ræða um skólagjöld.
a!nmnart,,larlns,,»
Rektor segist almennt vera hlynnt
aukinni tengingu Háskólans við
atvinnulífið. Hún óttast samt ekki
að tengsl fyrirtækja inn í Háskólann
muni verða til þess að lögmál
markaðarins fari að stjóma kennslu og
Menntamálaráðherra og rektor brugðu á leik eftir að
samningurinn var undirritaður.
rannsóknum. Háskólinn sé ríkisrekin
stofhun og hafi fullt frelsi til að velja
og hafna þeim boðum sem hann fær,
auk þess sem skýrar reglur gilda
um kostaðar stöður kennara og svo
framvegis. Aukin þátttaka fyrirtækja
atvinnulífsins í starfi skólans mun
því ekki verða til þess að framboð og
eftirspum fari að ráða hvaða fög eru
kennd hverju sinni og hvemig.
Sajnningagerð og
studentar
Eflitið er áþátt stúdenta í samningagerð
sem þessari er Ijóst að áhrif stúdenta
em lítil sem engin þegar kemur að því
Háskólans er reyndar undarlegt
fyrirbæri. Einhverra hluta vegna
virðast stúdentar kljúfa sig í tvær
fylkingar eftir landsmálapólitíkinni.
Báðar fylkingamar segjast standa
vörð um hagsmuni stúdenta, en
hverjir þessir hagsmunir em er ekki
fyllilega ljóst. Fylkingamar virðast
frekar kjósa að eyða púðrinu í að naga
hælana hvor undan annarri frekar en að
standa í eiginlegri hagsmunabaráttu.
Stúdentar em, þegar öllu er á botninn
hvolft, nemendur í akademíu, fagfólk
og því væri eðlilegast að reyna að
hafa áhrif á skólann sem slíkt. Fyrst
að ekki er haft samráð við stúdenta
Mikilvæg undirskrift.
að semja um fjárhæðir. Samkvæmt
rektor kom enginn stúdent að þeirri
vinnu sem lýtur að fjárhæðunum sem
um var samið.
Hins vegar er ljóst að stúdentar geta
haft mikið að segja í stefnumótun
skólans. Innan deildanna var unnið
mikið starf vegna samningsins sem
bæði kennarar og stúdentar innan
skoranna tóku þátt í. Rektor segir að
rödd stúdenta sé skólanum mikilvæg
og leggur mikið uppúr því að stúdentar
taki sem virkastan þátt í stefnumótun
skólans.
Þaðerþvífurðulegtaðstúdentarkjósi
frekar að heyja sína hagsmunabaráttu
undir merkjum hægri og vinstri í stað
þess að koma fram sem fulltrúar sinna
deilda. Stúdentapólitíkin innan veggja
þegar fjárhæðir, eða samningar við
ríkið eru annarsvegar er fáránlegt að
hægri/vinstri tímaskekkja sé að hrjá
hagsmunabaráttu stúdenta.
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir
heh4@hi. is
Ljósmyndari: Birgir Freyr Birgisson
61 Stúdentablaðið