Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 28

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 28
Kosningar „Stúdentafáð cr e%Hi ncitt hcitt áh stádchtanna" RagnarFletcherMarkansettistniður með Kára Hólmari Ragnarssyni og rceddi við hann um mannréttindi, stúdentaráð og... göp. Kári situr i fyrsta sceti á lista Röskvu til Stúdentaráðs i komandi kosningum. „Ég er 22 ára, á þriðja ári í lögfræðinámi og mun ljúka B.A. gráðu þaðan í vor,“ svarar Kári þegar grunlaus blaðamaðurinn innir hann eftir grundvallarupplýsingum. „B.A. ritgerðin mín verður mjög spennandi. Hún ber titilinn „Rétturinn til menntunar" og fjallar um menntun sem mannréttindi. Ég ætla að leitast við að greina inntak þessara réttinda og kanna hvaða skyldur ríkið ber í þessu tilliti, en rétturinn til menntunar er skjalfestur í stjómarskránni. Þá finnst mér áhugavert að skoða íslenska túlkun og skilning á þessu ákvæði í alþjóðlegu samhengi.“ MannrétOndi 09 meðmæli Kári er enginn nýgræðingur á mannréttindasviðinu, en hann starfaði fýrir Amnesty Intemational síðastliðið sumar og hefur verið að sinna verkefnum á þeirra vegum samhliða námi síðan þá. Þá hefur hann verið virkur í karlahópi femínistafélagsins og þannig lagt jafnréttisbaráttunni lið. „Ég hef mikinn áhuga á allskyns mannréttindamálum - en ég hef líka sérstakan áhuga á réttindum námsmanna. Ég held að stúdentapólítíkin sé gríðarlega mikilvægur vettvangur fýrir réttindabaráttu stúdenta. Stúdentar geta - og eiga - að hafa áhrif á samfélagið sem þeir búa í, og með því að nýta sér stúdentaráð geta þeir verið mjög sterkur þrýstihópur." Finnst þér þá að stúdentaráð HAFI EKKI STAÐIÐ SIG NÆGILEGA VEL UNDANFARIN ÁR? „Nei, ekki endilega, en það má alltaf gera betur. Það hefúr vissulega margt gott gerst og ég hef séð margar góðar hugmyndir verða að vemleika. Mér fannst til dæmis mjög jákvætt að sjá á síðasta ári eins konar vísbendingu um það sem stúdentaráð gæti orðið, og á að mínu mati að vera. Hér er ég að tala um alla þá umræðu sem stúdentar stóðu fýrir og tóku þátt í um langmikilvægastahagsmunamálokkar stúdenta: fjárhagsstöðu Háskólans. Hápunktur þessarar umræðu var vitaskuld meðmæli stúdentaráðs; fjöldamótmæli á Austurvelli þar sem stúdentar sýndu þann kraft sem í þeim býr. Meðmælin sýndu hversu miklum árangri er hægt að ná með því að beita þrýstingi, enda hefúr rektor þakkað okkur stúdentum sérstaklega fýrir stuðninginn sem við sýndum skólanum og hjálpina við að ná fram þessari aukafjárveitingu upp á nokkra milljarða sem menntamálaráðherra er nýbúinn að lofa.“ Peníngarnír skili sér Hér vísar Kári til þeirra stórtíðinda sem urðu 11. janúar síðastliðinn, þegar menntamálaráðherra og rektor undirrituðu nýjan kennslu- og rannsóknarsamning sem felur m.a. í sér að ljárframlög til rannsókna og kennslu í Háskóla íslands muni stóraukast á næstu fimm árum. „Ég ætla að beita mér sérstaklega fýrir því að þeir fjármunir sem menntamálaráðherra lofaði muni skila sér í hús, skila sér til háskólans alls. Við skulum hafa í huga að þótt þessi samningur hafi verið byltingarkenndur að mörgu leyti þá er málið ekki í höfn ennþá. Alþingi á eftir að samþykkja samninginn, og svo má ekki gleyma því að þingið þarf að samþykkja fjárveitinguna sem hluta af fjárlögum á hverju einasta ári næstu fimm árin. Þá verður líka að tryggja að peningunum verði ráðstafað í samvinnu við stúdenta. Stúdentar eiga aldrei að þurfa að sætta sig við einhverjir utanaðkomandi aðilar taki ákvarðanir um þá án þess að þeir eigi fúlltrúa sem kemur að ákvarðanatökunni.“ Stöðugendurnviun Hvers vegna valdirðu Röskvu? „Röskva er stór og breið fýlking einstakl inga sem hafa þá sameiginlegu hugsjón að stúdentar skipti máli og eigi að hafa áhrif. Ég hef séð að aðferðir Röskvu bera árangur - ég nefndi meðmælin sem dæmi hérna áðan - og ég vil tilheyra því afli sem kemur raunverulegri hreyfingu á hlutina. Röskva hefúr þorað að spyrja spuminga um hlutverk og eðli stúdentaráðs sem sýnir og sannar að um er að ræða fýlkingu í stöðugri endumýjun og endurskoðun. Spurningin um pólitísk afskipti stúdentaráðs hefur til dæmis verið áberandi síðastliðin tvö ár og löngu þörf. „Mín skoðun er sú að stúdentaráð sé ekki vettvangur fýrir persónuleg gæluverkefni eða persónulegar stjórnmálaskoðanir þeirra sem í ráðinu sitja. Þetta breytir því þó ekki að fjöldi mála sem virðast ekki snerta stúdenta með beinum hætti gera það engu að síður og að sjálfsögðu ætti stúdentaráð að hafa umboð til að beita sér í málum af því tagi.“ Nýtiðkosningaréttinn Geturðu nefnt dæmi um svona MÁL? „Ég er að tala um mál eins og nýsamþykkt lagafrumvarp um Ríkisútvarpið. Röskva ályktaði strax um lögin vegna þess að þau geta valdið umtalsverðri kjaraskerðingu hjá stómm hluta stúdenta og þeim sem minna mega sín, meðan stóreignamenn hagnast beinlínis á breytingunni. Tengslin milli RUV og stúdenta eru ekki augljós í fýrstu, en þetta dæmi sýnir hversu vakandi og víðsýnt stúdentaráð þarf að vera.“ Eitthvað að lokum? „Á undanfornum árum hefúr mér fúndist ég finna fýrir ákveðnu gapi á milli þeirra sem eru kjömir og þeirra sem stúdentapólitík á virkilega að snúast um: stúdentana; kjósenduma. Við í Röskvu höfúm fúllan hug á að breyta þessu. Við viljum að stúdentaráð snúist um stúdentana sjálfa. En til þess verðum við að hafa skýrt umboð og því er mjög mikilvægt að fólk nýti kosningarétt sinn í komandi kosningum. Við erum að biðja um tækifæri til þess að gera stúdentaráð sýnilegt, bæði handa stúdentum og í þjóðfélaginu, en við getum það ekki án ykkar hjálpar, án ykkar umboðs. Þegar allt kemur til alls þá er stúdentaráð ekki neitt neitt án þess að stúdentamir sjálfir séu með í ráðum. i freH RösGyu í I HcCstn GaráttumáC JiÖsQyn í túdentaráði HÍ 2006-20071 Stúdentaráði HÍ: lyhíMMmli l I «B8HaB K ÍjfJjfí IlJiri ■hSéBBbHhI hÍííbH KapMH . tSKlH* wiíMS ifnri • á 1 verði tekið upp kennara 11 kennara og prófessora \ lun HÍ verði fylgt eftir á réttum tíma lur verði tilbúnar í byrjun anna bókakost á bókhlöðunni engri opnunartíma bókhlöðunnar - sérstaklega um h ngri mætingarskyldu efíir lokun leikskóla samstarf við nemendafélög um hagsmunabaráttu innan ri mat á kaffistofur skólans lum umræðum um geðheilbrigði háskólanema föpunaríyrirtækja úr landi verði ienta við atvínnulífið - betri rirtækja í íjármögnun skó ítt á fullum atvinnuleysisbótum að loknu námi ■ -Roskva 281 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.