Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 22
Skáld „Aldrei fengið annan eins hroll og við lestur á Völuspá” Kveðskapur verdur ekki mikið betri en þad Ljóðskáld er mikilvœgur hópur fólks sem leitast við að auðga lif okkar og stuðla að bættum skilningi meðalmannsins á veruleikanum. Skáldin sjálf geta hins vegar verið eins ólík og þau eru mörg en hvert og eitt þeirra er þó ávallt vopnað sínum eigin persónulega stíl, inntaki og boðskap. Tveir stúdentar við Háskóla Íslands, þau Kristín Svava Tómasardóttir ogArngrímur Vídalín Stefánsson hafa á undanfórnum árum getið sér góðs orðspors í Ijóðalistinni, en seint á síðasta ári gaf sá síðarnefndi út sína fyrstu Ijóðabók, Endurómun upphafsins. Stúdentablaðinu lék forvitni á að vita hvernig dagur í lífi Ijóðskálds er, svo og burðarspurningunni um hvað einkenni gott Ijóðskáld. Innblástur á fylleríí Fyrsta spumingin lítur að heldur persónulegum högum, þar sem grundvallarþekking okkar ræðst af einkennum, innblæstri og eigin lýsingu skáldanna tveggja á verkum þeirra. Það er Amgrímur sem tekur af skarið: „Ég er áreiðanlega versta heimild sem til er um eigin stíl, enda ættu skáld í lengstu lög að forðast að skilgreina sjálft sig innan tiltekinna skóla eða stefna - það eru tiktúrur sem lesendum skal best leyft að eiga í friði. Að sama skapi ætti ég erfitt með að skilgreina ramma utanum allt sem ég skrifa, og í raun og veru er engin ástæðu fyrir mig heldur að reyna. Hugðarefiiin em margs konar og koma úr afar ólíkum áttum. Innblásturinn kemur víða að, hvort sem hann er hugðarefni sem ég hef velt vöngum yfir til langs tíma eða stemning gripin á lofti. En í heildina litið má segja að hugmynd grípi mig fyrirvaralaust, hvar svo sem rætur hennar liggja, og ég er ekki í rónni fyrr en ég hef Kristín Svava Tómasdöttlr Ljósmyndari: Birgir Freyr Birgisson komið henni frá mér, þótt vissulega sé afraksturinn misgóður. Sumt ratar aldrei niður á blað, annað þarf að bíða síns tíma, en oftast kemur fyrir að hugmyndir brjótist út fullskapaðar og fyrirvaralaust með stríðsöskri eins og Aþena úr höfði Seifs. Þá biður maður og vonar að penni leynist í vasanum.” Kristín sem hingað til hefur setið hógvær og hlustað bætir nú við: „Það er auðvitað ákaflega erfitt að svara því sjálfur hvað einkennir ljóðin manns. Það er hins vegar auðvelt að svara því hvað maður vildi gjaman að einkenndi þau eða einkenndi þau ekki, það er annað mál hvort svo sé. Innblástur sæki ég einfaldlega í allt í kringum mig; fólk og fyllerí, bækur, sjónvarp, tónlist, slúðurdálka og minningargreinar Morgunblaðsins.” Heiðarlelklnn heillar En hvað þarf gott ljóðskáld að hafa og hvemig skilgreinið þið flott ljóð? Að þessu sinni er það Kristín sem tekur fyrst til máls: „Sem betur fer get ég ekki skilgreint gott ljóð, þá væri ég löngu búin að skrifa það og hætt þessu rugli. En það sem heillar mig persónulega í ljóðlist er til dæmis heiðarleiki, orðkynngi og fífldirfska.” Eftir talsverða umhugsun bætir Amgrímur svo við: „Eg gæti svo sem þulið upp einhvem fjölda lýsingarorða en það myndi hljóma eins og atvinnuauglýsing í matvörubúð: „Vantar frjóa og hugmyndaríka, hæfilega athyglissjúka og velþenkjandi (að eigin mati) hugsjónamanneskju í fullt starf á afgreiðslukassa. Þarf að vera tilbúin til að sæta talsverðri gagnrýni, illa borgað með litlum möguleikum á farsæld í starfi". Raunin er vitanlega sú að skáld falla utan allra nema fagurfræðilegra skilgreininga; að mér vitandi hefur aldrei verið til það skáld sem átti sér ekki að minnsta kosti einn aðdáanda, og ef það skáld væri lélegt samkvæmt skilgreiningu væri aðdáandinn smekklaus samkvæmt sömu skilgreiningu. Ég held að fáir hætti sér inn á þá braut. Að sama skapi höfða skáld og ljóð þeirra til mín á svo víðu sviði að ég treysti mér ekki til að alhæfa forsendumar fyrir að eitt ljóð sé gott yfir á þau öll. Ég gæti sagt að Bikarinn eftir Jóhann Sigurjónsson sé gott ljóð af eins mörgum smekksástæðum og mér sýndist - þulið upp einhverjar klisjur um þunglynda rómantíukerinn sem allt hefur á homum sér. Að sama skapi gæti ég tekið Að frelsa heiminn eftir Eirík Öm Norðdahl og sagt að það sé gott ljóð, af þeirri ástæðu einni að það er fyndið. Steinn Steinarr, eins og líklega flestum, þykir mér frábært skáld. En hann var enginn rómantíkur, og hann var heldur ekkert sérlega fyndinn. En Ijóð þeirra allra fjalla um eitthvað. Það er kannski heila málið. Gott ljóð þarf að hafa innihald, en lengra kemst ég ekki í skilgreiningu.” Peningarúrkynjalistina í svona viðtali er varla komist hjá því að spyrja um framtíðarmöguleika skáldanna ungu og eðli málsins vegna yfirvofandi fjárhagsáhyggna. Hvemig em atvinnutækifærin í list sem felur í sér verðlagningu? Eða með öðmm orðum, er hægt að komast af fjarhagslega sem ljóðskáld? Lifa aðeins þeir fæmstu af eða er á annað borð grundvöllur að greina list á slíkan hátt? Það er augljóst mál að umræðan er alls ekkert ný á nálinni og Amgrími síður en svo orða vant: „Þetta snýst allt um peninga! Útgáfufyrirtækin skirrast við að gefa út ljóð af hagkvæmnisástæðum, og fólk kaupir þau heldur ekki og líklega einmitt þess vegna og þar komum við að helsta ókostinum við að verðleggja list: Verðlagning gengisfellir listina. Þegar bókmenntastofhunin ákveður að ljóð séu óæðri bókmenntir verður það óhjákvæmilega til þess að fyrirtækin gefa út færri bækur en útgáfan færist yfir á hendur skáldanna sjálfra. Fjöldi útgefinna verka hefur raunar fjölgað sem best ég veit en sifellt færri skáld vekja athygli fyrir þau. Hins vegar prísa fyrirtækin þær fáu bækur sem þau gefa út - nema hvað - þar af um eitt ungskáld á ári þegar best lætur, enda þótt kanónan sé sjaldnast athyglisverðari en grasrótin. Niðurstaðan er sumsé þessi: Skáld eyða háum fjárhæðum í útgáfu eigin verka fyrir markað sem vill ekki sjá þau. Fráleitt er það til marks um listrænt gildi þeirra og erfitt er að halda því fram að þeim frambærilegustu reiði best af. Öðrum þræði eru það um sex ljóðabækur á ári, ranglega framreiddar sem rjómi íslenskrar ljóðlistar það árið, sem afla höfundum sínum viðurkenningar. En lítilla ef nokkurra tekna.” Kristín tekur í sama streng og svarar yfirvegað: „Það er ósköp einfaldlega ekki hægt að lifa af ljóðlist einni saman, hvorki þeir færustu né hinir geta það. En það er engin ástæða til að kvarta, heldur bretta upp ermamar. Svöngu bömin í Afríku deyja áður en þau ná að koma saman einu einasta kvæði. Alltaf laus störf á Póstinum fyrir dugmikil ljóðskáld.” Firrlng nútímamannsins Hvað tilgang og boðskap Ijóðanna varðar liggja skáldin ekki á skoðunum sínum og telur Amgrímur ástæðuna einfaldlega sprottna af eðlislægri þörf til að skrifa: „En auk þess að gæla lítið eitt við smásagnaformið orti ég talsvert á menntaskólaárunum. Restin gerðist næsta sjálfkrafa, áður en ég vissi af hafði lítið kver litið dagsins ljós, Suttungamiði skilað, útgáfan eignuð félaginu. Bókina prentaði ég heima hjá mér og seldi vinum og vandamönnum. Þessu fylgdi fljótlega folsk tilfinning um að þetta væri á einhvem hátt óekta og tæpu ári síðar var ég farinn að vinna í nýju handriti. Ég ásamt KáraPáli Óskarssyni og Emil Hjörvari Petersen freistuðum þess að endurstofna bókaútgáfuna Nykur, sem og við gerðum með fulltingi Davíðs Stefánssonar. Allt vatt þetta stórlega upp á sig, félagið stækkaði, og eftir hálfgert upplestrarmaraþon hins nýja Nykurs vítt og breitt um borgina var nýja bókin, Endurómun upphafsins, loks tilbúin. Bókinni mætti á einn hátt lýsa sem ferðalagi gegnum sköpunarsöguna og þróun samfélagsins til endaloka þess, og hvemig nútímamaðurinn smámsaman firrist eftir því sem á líður. Á annan veg mætti segja að hún lýsi heimi þar sem allt sem á að mæla reynist vera mælitækið sjálft, en þetta em bara yfirborðslýsingar. Túlkunin og þá endanlega boðskapurinn liggur óhjákvæmilega hjá lesendum. Fólk hefur komið að mér við ólíklegustu tækifæri til að spjalla um bókina og hvemig það túlkaði hana, og enn sem komið er hafa skýringamar verið eins ólíkar og lesendumir em margir, sama hvað öllum yfirborðslýsingum líður.” Kristín hefur hins vegar aldrei gefið út ljóðabók en viðurkennir að vissulega sé löngunin auðvitað til staðar: „Þegar að því kemur, verður það aftryllingslegri löngun til að dreifa boðskap mínum um heimsbyggðina. Það er enginn boðskapur falinn í þeirri bók, honum er miklu frekar nuddað framan í lesendur. En þeir verða að kaupa bókina til að komast að honum, ég ætla ekki að fara að slengja honum ArngrímurVídalín Ljósmyndari: Birgir Freyr Birgisson fram hér.” Úráðinframtíð Framtíðin er að sjálfsögðu óráðin, líkt og hjá okkur stúdentunum flestum. Sjálfúr segist Amgrímur vera vinna með nokkrar góðar hugmyndir sem enn sé of snemmt að segja til um hvort rati i bók eður ei. „I öllu falli stefni ég að því að halda áfram að skrifa eins og ég hef alltaf gert og að sjálfsögðu standa mig sem allra best í íslenskudeildinni ffarn að útskrift. Hvað gerist þar á eftir er með öllu óráðið.” OgKristínsérframáóbreyttástander einkennist einna helst í áframhaldandi verndun votlendissvæða og uppgang kúluskítsins í Mývatni. „Líf mitt einkennist einna helst af því að sofa yfir sig, bera út póst í grenjandi rigningu, taka við eintómum skít frá yfirmanninum, hverfa heim til drykkfelldrar ástkonu á blettóttum undirkjól sem er búin að spæla egg, drekka sig svo í rúmið undir morgun. Svona er mitt líf allavega og mér líkar það bara vel. En auðvitað ætla ég að halda áfram að vera dugleg að læra líka, svona þegar ég hef tíma.” íris Hauksdóttir irh3@hi.is 221 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.