Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 20
Hljómsueitin the BAND Nafn: Einar Jónsson (Einsi) Hljóðfæri: Bassi Aldur: 30 ára og alltaf að yngjast Önnur bönd: Heybaggabandið Frjáls eða fangaður: Frjáls Hæð: 178 Stjörnumerki: Bogamaður Mottó: Ekkert helvítis gos! Nafn: Böðvar Rafn Reynisson (Böddi) Hljóðfæri: Söngur og gítar Aldur: 28 ára Önnur bönd: Hunang og The Foghorns Frjáls eða fangaður: Fangaður Hæð: 190 CM OG ALLTAF AÐ STÆKKA Stjörnumerki: Krabbi Mottó: Nema Jónas! Nafn: Kristján Óli Pétursson (Kópur) Hljóðfæri: Trommur Aldur: 28 ára Önnur bönd: Lúðrasveit Þorlákshafnar og The Foghorns Frjáls eða fangaður: Frjáls Hæð: 186 cm Stjörnumerki: Fiskur Mottó: Ekkert Nafn: Daníel Freyr Gunnlaugsson (Danni) Hljóðfæri: Gítar Aldur: 27 ára Önnur bönd: Ég er ekki ótrúr ræfill eins OG HINIR STRÁKARNIR Frjáls eða fangaður: Fangaður Hæð: 183 Stjörnumerki: Vatnsberi Mottó: Ekki standast freistingarnar Touch Ljósmyndari: Birgir Freyr Birgisson Hljómsveitin Touch hefur haft i nógu að snúast seinustu tvö árin við að skemmta fólki með hressleika sínum og rokkuðum tónum. Þeir drengir hafa lokið upptökum á sinni fyrstu breiðskífu og eru á leiðinni til London að láta fullvinna hana. Þeir munu einnig nota tœkifœrið og halda nokkra tónleika á völdum stöðum i þeirri rómuðu borg. Böddi er helsti texta- og lagasmiður hljómsveitarinnar en Danni hefur þó samið nokkur lög sem landsmenn geta kynnt sér nánar þegar breiðskífan kemur út. Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti þá félaga rétt fyrir „gigg ” á Hressó og fékk að forvitnast um sögu og gengi sveitarinnar. Það kom berlega í ljós í byrjun VIÐTALSINS AÐ STRÁKARNIR í TOUCH ERU MIKLIR húmoristar og fara IÐULEGA ÓHEFÐBUNDNAR LEIÐIR - SÉST ÞAÐ BEST Á SVÖRUM ÞEIRRA ÞEGAR ÞEIR ERU SPURÐIR AÐ ÞVÍ HVERNIC BANDIÐ VARÐ TIL: Kópur: Við munum það ekki því við vorum svo fullir. Böddi: Það var árið 2001. Kópur hringdi í mig og spurði mig hvort að ég vildi spila með honum á Hvítasunnuballi á Hvammstanga, bróðir hans rak þá hótel þar. Ég sagði nei við hann því við værum ekki í neinni hljómsveit! Þegar Kópur sagði að það yrði frítt brennivín í boði ákváðum við að slá til og byggja hljómsveit í kringum þetta ball. Þá vantaði bara bassaleikara og annan gítarleikara, við höfðum áður spilað með Einari og fengum hann til liðs með okkur. Við redduðum svo öðrum gítarleikara á seinustu stundu og fengum félaga Einars hann Guðmar Pálsson til þess og þannig voru fyrstu drög að bandinu. Ballið heppnaðist þvílíkt vel þrátt fyrir litla sem enga undirbúningsvinnu. Við fengum okkur húsnæði á miðvikudegi, fyrsta æfing var á fimmtudegi og svo fórum við á Hvammstanga á föstudegi og spiluðum á Hvítasunnudegi 40 laga prógramm sem við vorum eins og fyrr sagði bara búnir að æfa í einn dag. Einar: Já þetta ball var þrusu skemmtilegtogbyrjunáskemmtilegum tíma - ákveðin tímamót í okkar lífi. Við kölluðum okkur Fyllikallana á þessu giggi og gerðum fyrst um sinn. Næsta nafn okkar var Sóló practice og tveimur nöfnum síðar duttum við niður á nafnið Touch og erum mjög sáttir við það nafn. Kópur: Við byrjuðum heldur ekki að spila fyrir alvöru fyrr en eftir að við fengum okkur nafhið Touch. Böddi: Svo að við höldum okkur við söguna um uppruna bandsins þá gerðum við ekki mikið eftir þetta Hvítasunnuball nema reyndar að spila í afmælum, brúðkaupum og þannig einkapartíum. Við lögðum aftur á móti mikinn metnað í að æfa okkar eigið efni. Guðmar hætti fljótlega í bandinu og fengum við Danna til liðs með okkur og small hann eins og flís í rass við restina af bandinu, smá blóð, smá gröftur en alveg ómissandi, enda er hann snillingur. Þegar Danni var kominn í bandið fórum við að vinna enn frekar í ffumsömdu efni sem ég haföi reyndar samið flest þegar ég bjó á Flórída árið 2000. Það var svo fyrir svona tveimur til þremur árum sem við fórum að spila á skemmtistöðum og öðrum samkomum, núna erum við að spila nánast hverja helgi og jafnvel mikið á virkum dögum - topparnir eru 6-7 sinnum á viku. Danni: Já við höfúm spilað á flestum stöðum borgarinnar og mikið út á landi. Einar: Til dæmis þjóðhátíð seinustu þrjú árin og munum halda því áfram, alveg hreint frábært að spila þar. Böddi: Við erum mjög oft að spila á Hressó, vorum oft að spila á Gauknum þegar hann var og hét og höfum ósjaldan spilað á Broadway og fleiri stöðum um borg og bý. Við tökum líka enn að okkur að spila í brúðkaupum, skilnuðum, árshátíðum, afmælum og öðrum jarðarförum en gerum reyndar minna af því núna því við erum alltaf svo uppteknir á skemmtistöðunum. Til þess að ferja okkur á milli staða á sem einfaldastan hátt þá splæstum við í hljómsveitarrútu, það er Ford Ecoline af stærstu gerð - skráður fyrir 14 manns. Kópur: Já það er mikill munur eftir að við keyptum svona stóran bíl, auðveldar okkur að ferja allt þetta drasl sem fylgir okkur. Böddi: Allt annað heldur en að vera að fá mann og annan til þess að ferja okkur á milli eða troða öllu í bílana okkar, alltof mikill bensínkostnaður að vera á mörgum bílum. Það fer nefnilega rosalega mikill kostnaður í okkar helsta áhugamál sem er bara ekki birtingar hæft, það er ástæða fyrir því að við spilum ekki í leikskólum. Einar: Stærsta giggið okkar til þessa er þegar við hituðum upp fyrir BloodhoundGangíLaugardalshöllinni 5. september sfðastliðinn. Böddi: Það var samt pottþétt stysta giggið okkar því við spiluðum bara fjögur eða fimm lög þama. Hægt er að sjá myndir af því á heimasíðunni okkar www.touch.is eða http:// myspace.com/touchtheband og þar er einnig hægt að heyra nokkur lög sem við höfúm nú þegar gefið út. Danni: Já og svo má ekki gleyma því að við héldum tónleika í New York og tókum upp myndbandið okkar þar. Böddi: Sú ferð var alveg mögnuð, við spiluðum meðal annars á stað sem meistari Jeff Buckley spilaði alltaf á í denn. Fórum líka á Hooters en að sjálfsögðu bara til þess að borða kjúklingavængi, ekkert að horfa á stelpumar. Nema kannski Kópurinn og Danni. Danni: Já þessi ferð var frábær en það besta við Touch að mínu mati held ég að sé hversu góður vinir við erum, við erum algjör vísitölu fjölskylda. Það kemur þó alltaf upp smá fjölskyldurígur en eins og allir vita þá rífast íjölskyldur. Böddi: Kópur er frekja og ég er frekja, já that’s about it! Danni: Það er heldur ekkert pláss fyrir fleiri frekjur, ég og Einar erum ljúfir sem lömb og höfum alltaf verið. Böddi: Þeir em samt báðir húðlatir og hlusta ekki á það sem þeim er sagt. Danni: Þegiðu Böddi. Fjölskyldan Touch hefur ekki EINGÖNGU VERIÐ AÐ HALDA UPPI STUÐINU Á SKEMMTUNUM, ÞEIR HAFA EINNIG GEFIÐ ÚT NOKKUR LÖG, GERT MYNDBAND OG ERU AÐ VINNA í FYRSTU PLÖTUNNI SINNI. ÞEIR HAFA ÁKVEÐINN STÍL ÞEGAR KEMUR AÐ EIGIN EFNI EN SPILA ÞÓ ALLT Á MILLI HIMINS OG JARÐAR Á BÖLLUM ÚT Á LANDI. ÞEIRRA SKILGREINING Á TÖNLISTARSTEFNU HLJÓMSVEITARINNAR ER EFTIRFARANDI: Danni: Varðandi tónlistarstílinn þá spilum við popp/rokk fyrir allskonar fýllibyttur. Böddi: Okkar eigið efni er allt frá popp/rokk ballöðum upp í nokkuð hart millivigtar rokk, ball draslið okkar er mismunandi en oftast tökum við góða slagara sem flestir þekkja. Þegar við vomm að túra í New York spiluðum við aftur á móti eingöngu frumsamið efni og sama munum við gera þegar við förum til London. Dagsdaglega höfúm við verið mikið í stúdíó að taka upp fyrstu plötuna okkar, það er verið að mixa hana þessa dagana og svo fömm við í febrúar og masterum hana í London. Við erum að vinna núna í frontinu á henni, það er jafnmikið leyndarmál og útgáfumálin. 201 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.