Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 14
Happdrætti Háskólans Hvers vegna og fyrir hvern? Vidtal vid Brynjólf Sigurðsson forstjóra Happdrættis Háskóla íslands Brynjólfur Sigurðsson, forstióri HappdrætUs Háskóla íslands. Ljósmyndari: Birgir Freyr Birgisson árum um að menn voru að spila fyrir fé. I dag er einnig verið að ræða um að fé fari úr landi vegna spilunar á Netinu,“ segir Brynjólfur. í byrjun síðustu aldar var orðið þó nokkuð algengt að íslendingar væru að spila í happdrætti í Danmörku og í Hamborg þannig að fólk var byrjað að taka þátt í happdrættum. Þar að auki var spilað upp á peninga í heimahúsum. Því var ofarlega í hugum manna sú spuming hvort ekki væri betra að reyna að halda fjármagninu og vinningunum hér heima frekar en að hleypa því úr landi. MprkpiíðJappdrættis Haskola íslands Markmið Happdrættis Háskóla íslands hefur verið frá upphafi að stuðla að uppbyggingu mannvirkja á Háskólasvæðinu. „Lögin segja að hagnaði megi verja til að reisa ný hús, til að viðhalda byggingum og til að kaupa rannsóknartæki. Allur hagnaður skal því renna til Háskóla íslands og það má ekki verja honum til annarra hluta en þessara þriggja" tekur Brynjólfúr fram. Fyrir fé sem komið hefur frá Happdrættinu hafa verið byggð þau hús sem em hvað mest einkennandi fyrir Háskólann og Háskólasvæðið. Þar er helst að nefna Aðalbyggingu, Arnagarð, Lögberg, Háskólabíó, Odda, VR I, II og III að ógleymdri Öskju sem er nýjasta byggingin á svæðinu. Enn fremur er viðhald húsa Háskólans kostað af fé HHÍ. Þróun Happdrættis Haskolans Fyrst um sinn bauð HHÍ aðeins upp á það sem enn þann dag í dag er kallað flokkahappdrætti. Á árunum eftir stríð jókst samkeppnin á happdrættismarkaðinum. í því sambandi má nefna SIBS, DAS, Getraunir, söfhunarkassa Rauða krossins, Lottó og upp á síðkastið spilun á Netinu. Árið 1987 varð þróun í vöruframboði happdrættisins og á markað kom svokallað skafmiðahappdrætti sem gengur undir nafninu Happaþrenna. Árið 1993 varð svo enn frekari þróun í möguleikum til tekjuöflunar fyrir Happdrættið þegar happdrættisvélar komu á markaðinn. í desember þetta ár hóf Gullnáman starfsemi sína og stendur nú undir meira en helmingi tekna Happdrættisins.„Happdrættisvélarnar eru í raun bara ein tegund happdrættis, nýjung og þróun á hinu hefðbundna happdrættisformi. Munurinn á þeim og gamla flokkahappdrættinu er sá, að það líður styttri tími þar til þú færð að vita, hvort þú hafir hlotið vinning. Hins vegar er munurinn á því að spila í happdrættisvél og að spila upp á peninga með spilum, hvort sem það er póker eða eitthvað annað, að það er takmarkað í happdrættisvélinni hvað hægt er að leggja mikið undir í einu. Þú getur ráðið hve hárri upphæð þú veðjar í hvert skipti en hámarkið er 300 kr. Mér virðist að sumt fólk líti happdrættisvélarnar homauga vegna þeirrar staðreyndar að fólk getur ánetjast þessu formi. Rannsóknir sýna að fólk getur einnig ánetjast öðrum formum spilamennsku." Fyrirkomulagið sem HHÍ hefur á rekstri þessara happdrættisvéla er þannigaðHappdrættiðrekurekkisjálft neina spilasali heldur leigir vélamar til rekstaraðila. Þessir rekstraraðillar eru 29 í heildina og eru staðirnir 34. „Það hefur verið þróun víðast hvar í heiminum að flokkahappdrætti hafa staðið í stað. Fólk vill fá að vita sem fyrst hvort það hafi hlotið vinning eða ekki“ segir Brynjólfúr. Ströng aldursmörk Heildarfjöldi happdrættisvéla á landinu er 970. Þar af eru 390 frá Happdrætti Háskóla íslands en hinar, eða 580 vélar, rekur íslandsspil sem er rekstrarfélag í eigu Rauða krossins, SÁA og Landsbjargar. Allur hagnaður af rekstri íslandsspila skilar sér í mannúðar- og hjálparstarfi félaganna þriggja. Það rennur því allur hagnaður af rekstri happdrættisvéla á íslandi til samfélagsins aftur, hvort sem það eru kassar á vegum HHÍ eða íslandsspila. Fjölgun véla á síðustu tveimur árum hefúr verið aðeins um 4% en ekki 100% eins og hefúr komið fram í fjölmiðlum undanfarið. „Það hefur alla tíð verið forgangsatriði hjá Happdrættinu að hafa vélamar þar sem unglingar eiga ekki aðgang. Þess vegna em staðimir tvenns konar. Það em annars vegar spilasalir sem em undir ströngu eftirliti og hins vegar staðir sem hafa vínveitingaleyfi og unglingar eiga þar með ekki aðgang að. Við höfum alla tíð lagt mikla áherslu á þetta og kom fmmkvæði að 18 ára aldurstakmarki í lögum frá Happdrætti Háskóla íslands" segir Brynjólfúr. Spilasalurinn í Mjódd Málefni Happdrættis Háskóla íslands komust í hámæli þegar fyrirtækið Háspenna ehf. hugðist opna spilasal í Mjóddinni þar sem ÁTVR var áður til húsa. Upphaf þess máls má rekja til vorsins 2006 þegar fúlltrúar frá Háspennu ehf. fóm þess á leit við forsvarsmenn HHÍ að fá leigðar frá þeim happdrættisvélar fyrir þennan spilasal sem fyrirhugað var að opnaði í Mjóddinni. Fyrirtækið Háspenna ehf. er eitt hinna 29 fyrirtækja sem leigja happdrættisvélar af HHÍ. Háspenna hefur verið traustur viðskiptavinur HHÍ í 13 ár og sýnt Þegar málefni Happdrætíis Háskóla Islands og Reykjavíkurborgar báru hvað hæst á liðnum vikum kviknuðu spurningar um Happdrættið sem blaðamaður Stúdentablaðsins ákvað að leita svara við. Happdrætti Háskólans er mjög veigamikil stofnun fyrir háskólasamfélagið og hefur staðið fyrir ótrúlegu uppbyggingarstarfi á háskólasvæðinu í gegnum árin en er þó ekki áberandi í þjóðfélaginu. Fæstir vita í raun og veru í hvað peningar Happdrættisins fara eða á hvaða forsendum Happdrœttið starfar. Blaðamaður Stúdentablaðsins fór þess vegna á stúfana til að leita svara við þessum spurningum og ræddi við forstjóra Happdrættisins, Brynjólf Sigurðsson. Brynjólfur hefur gegnt starfi forstjóra Happdrættis Háskóla Islands siðustu fimm árin. Hann starfaði áður sem kennari við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands og voru aðalkennslugreinar hans markaðsfræði en einnig rekstrarhagfræði. Hann starfaði hjá Háskólanum frá 1969,fyrst sem stundakennari en var skipaður lektor árið 1971. Hann varð prófessor árið 1984. Upphafið Upphaf Happdrættis Háskóla íslands má rekja til ársins 1933 þegar Alþingi Islendinga setti lög sem veittu Háskóla íslands leyfi til að reka happdrætti. Sama ár var Happdrætti Háskóla íslands stofnað og er það enn þann dag í dag rekið sem sjálfstæð stofnun. Stjóm Happdrættisins er skipuð af Háskólaráði. Fyrsti útdráttur í Happdrættinu átti sér stað 1934 og aðeins þremur ámm síðar var fyrsta húsið, sem byggt var fyrir happdrættisfé, vígt. Húsið var kallað Atvinnudeildarhús og síðar Jarðfræðahús. Næsta hús sem byggt var fyrir happdrættisfé var Aðalbygging Háskólans og var hún vígð árið 1940, sex ámm eftir fyrsta útdrátt í Happdrættinu. Vinsældir flokkahappdrættisins vom strax mjög miklar sem kristallaðist í hröðu uppbyggingarstarfi á fyrstu árum Happdrættisins. Húsnæðisvandi Háskólans Frá stofnun Háskólans árið 1911 var skólinn til húsa í Alþingishúsinu en árið 1932 hafði nemendum fjölgað það mikið að finna þurfti skólanum annað húsnæði. Ákveðið var að byggja hús yfir skólann en mjög erfiðlega gekk þó að fá fjárframlög til byggingarinnar frá þinginu. Það þurfti því að leita annarra ráða þar sem húsnæðisskortur stefndi frekari uppbyggingu Háskólans í voða. Guðjón Samúeisson, húsameistari ríkisins, mun hafa fyrstur fengið þá hugmynd að að afla fjár fyrir háskólabyggingu með happdrætti og Jónas Jónsson frá Hriflu, Magnús Jónsson prófessor og Ólafur Thors börðust hvað mest fyrir málinu í þinginu. Málið rann þó ekki í gegnum þingið áfallalaust. Miklar umræður og skiptar skoðanir vom um frumvarpið en á endanum var það samþykkt með breytingartillögu þess efhis að happdrættið greiddi 20% af nettóárshagnaði í ríkissjóð. Saganendurtekursig „Það er athyglisvert þegar lesnar em umræður sem voru á Alþingi fyrir 100 ámm um happdrætti að þær em í rauninni hliðstæðar því sem þær em í dag. Það vom umræður á Alþingi um happdrættismál 1905, 1912 og 1926 þegar fyrstu lögin um happdrætti vom sett. Þessar umræður vom annars vegar um hættuna á spilafíkn og hins vegar að fjármagn rynni úr landi ef ekki væri til happdrætti á Íslandi. Spilafikn var orðið þekkt hugtak í þá daga og í raun hefúr hún fylgt mannkyninu frá örófi alda. Það em til dæmi frá því fyrir 5.000 HAP HHUHjranaHMHM m 141 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.