Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 12
Menntamál
Samræmt námsmatskerfi fyrir
evrópska háskóla
Samevrópskt viðmið um
námsmarkmið eða námsmatskerfi
(e. European Qualification
Framework) fyrir háskóla eru
tilbúin hjá menntamálaráðuneytinu
og verða þróuð áfram ef tillögur
vinnuhóps á vegum ráðuneytisins ná
fram að ganga. Ferlið er upprunið
hjá Evrópusambandinu en er sett
upp með sambœrilegum hætti og það
sem birtist í tengslum við Bologna-
yfirlýsinguna árið 1999, ásamtsíðari
samþykktum. Þetta þýðir að unnið
er að sama markmiði á tveimur
vígstöðvum, s.s. i gegnum ESB og
Bologna-ferlið.
Fylgjendur viðmiða um námsmarkmið
segja það mikilvægasta framfaraskref
Evrópusambandsins í menntamálum
til þessa. Megintilgangurinn með
kerfinu er að gera menntun innan
Evrópu gagnsærri og auðveida
þannig samanburð á námi á Evrópska
efnahagssvæðinu.
Aðildarlönd ESB hafa forræði
yfir menntmálum hvert í sínu
landi og ákveða sjálf hvort þau
taka upp samevrópsk viðmið um
námsmarkmið eða ekki. Aðild Islands
að sameiginlegri menntastefnu í
Evrópu er til kominn í gegnum
EES-samninginn og þátttöku í
Lissabon-markmiðum ESB, þar sem
stefnt er að því að gera Evrópu að
framsæknasta þekkingarsamfélagi
heims. Jafhframt er ísland aðili að
viljayfirlýsingu sem undirrituð var í
Bologna á Italíu árið 1999 og fjallar
um viðmið eða námsmarkmið í
æðri menntun. Samtals hafa 45 lönd
skrifað undir viljayfirlýsinguna en
þau voru 29 í upphafi.
Kostir samræmds námsmatskerfis
fyrir íslenska framhalds- og
háskólanema er m.a. það að þeir geta
tekið hluta námsins í öðrum skólum
hér heima eða erlendis án þess að eiga
það á hættu að þurfa að endurtaka
námskeið sem hafa svipuð eða sömu
námsmarkmið.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagði í grein
í Morgunblaðinu í janúar 2006 að
„markmið Bologna-ferlisins um
námsfyrirkomulag í háskólum
miðist að verulegu leyti að því að
laga evrópska háskólasvæðið að
því fyrirkomulagi sem tíðkast í
Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar.“
Á grundvelli nýrra Iaga um háskóla
sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn
munu menntamálayfirvöld setja
fram viðmið um æðri menntun og
prófgráður fyrir háskólastigið.
Eins og að framan greinir stefnir
Evrópusambandið að því að gera
Evrópu að samkeppnishæfasta
og best búna þekkingarsamfélagi
heims árið 2010. Unnið er að þessu
markmiði með samræmingu aðgerða
í mennta- og rannsóknarmálum
álfúnnar. Samræmt flokkunarkerfi
fyrir námsmat í Evrópu er lykilatriði í
samræmingarferlinu en jafnframt það
atriði sem hefúr hlotið hvað mesta
gagnrýni.
NQFogEQF
Samkvæmt áætlun ESB er gert
ráð fyrir því að hvert aðildarland
taki upp samræmt fiokkunarkerfi
þekkingar og fæmi á landsvísu
- National Qualifications Framework
(NQF). Flokkunarkerfið verður
að hafa skírskotun til og tengingu
við samevrópskt flokkunarkerfi -
European Qualifications Framework
(EQF) en án þess verður hugmyndin
um samræmt námsmatskerfi í Evrópu
aldrei að veruleika.
Grundvallarhugsunin á bak við
flokkunarkerfin NQF og EQF er sú
að í stað hefðbundins menntunar
ílags (input) verður fyrst og fremst
lögð áhersla á affakstur (output).
Þessi kerfi gætu orðið gmnnur allrar
námskrárgerðar á Islandi hvort heldur
er í formlega skólakerfinu eða annars
staðar.
Flokkunarkerfið sjálft er tiltölulega
flókið og fráhrindandi, a.m.k. við
iyrstu sýn. Því er skipt í 8 þrep og
þrjá flokka; þekkingu, fæmi og hæfni.
Eftir því sem nemendur komast á
hærra þrep því meiri kröfúr em gerðar
til þeirra um þessi þrjú meginatriði.
Þrep 1-5 eiga við gmnnskóla,
framhaldsskóla og starfsmenntaskóla
en þrep 6-8 eiga við um háskóla. Þrep
6 samsvarar fyrstu gráðu í háskóla
(BA og BS), þrep 7 samsvarar gráðu á
meistarstigi og þrep 8 samsvarar námi
á doktorsstigi.
ísland takí upp NQF í,
framahalds- og haskolum
Sexmanna vinnuhópur á vegum
menntamálaráðuneytisins kynnti
nýlega niðurstöður sínar um NQF
þar sem lagt er til að ísland innleiði
kerfið. Tillagan er rökstudd með því
að það auðveldi samanburð milli
landa, tengi saman ólík lærdómsform
ásamt því að gera þekkingu og fæmi
gagnsæja. I skýrslu vinnuhópsins
segir að undirbúningsvinna taki um
3 ár en að þeim tíma liðnum verði
hægt að innleiða kerfið formlega
og setja um þau lagaákvæði,
reglugerðir og/eða reglur sem
vinna á efitir. Vinnuhópurinn lagði
megináherslu á framhaldsskólastigið
og fúllorðinsfræðslu í umfjöllun sinni
um málið en í hópnum vom fúlltrúar
framhaldsskóla og atvinnulífs.
Hins vegar fjallað vinnuhópurinn
ekki sérstaklega um háskólastigið í
skýrslunni þar sem nú þegar er unnið
að því að koma fram með slík viðmið
í tengslum við Bologna-yfirlýsinguna.
Sýnilegur árangur þeirra vinnu sést
m.a. í nýsamþykktum lögum um
háskóla sem er reyndar sambærilegt
við vinnu ESB að EQF um
háskólastigið.
Þau lönd sem lengst hafa gengið í
því að taka upp NQF em Skotland,
Danmörk, Frakkland, írland og
Bretland. Við undirbúning og upptöku
kerfisins í þessum löndum var þess
gætt að það samræmdist kröfum ESB
um EQF sem þýðir að þeim er ekkert
að vanbúnaði að taka það upp hjá sér.
Stúdentar þekkja evrópska ECTS-
einingakerfið (European Credit
Transfer System) af góðu einu en því
er ætlað að mæla vinnuálag nemenda
í námskeiðum í evrópskum skólum.
Annað framfaraskref er samræming
vinnuframlags nemenda sem gildir
fyrir hverja prófgráðu. Stefnt er að því
að BA og BS gráða taki allsstaðar 3 ár
og meistaragráða 2 ár og doktorspróf
3 ár. Hvom tveggja em dæmi um
jákvæðar breytingar fyrir stúdenta og
mikilvægur hluti áætlunar ESB um
samræmingu náms í Evrópu.
Þeir sem mæla NQF segja það til
vemlegra bóta fyrir nemendur.
Menntamálaráðherra hefúr m.a. sagt
að „markmið Bologna-samstarfsins
sé að gera nemendum, kennurum
og fræðimönnum auðveldara að
nema og starfa utan heimalands
síns. Mikil áhersla er lögð á að
gæði háskólamenntunar séu tryggð
þannig að nemendur geti treyst því að
prófgráður, sem þeir afla sér, standist
alþjóðlegar gæðakröfúr, bæði til
frekara náms og á vinnumarkaði.
Innleíðing NQFog EQF
Ný lög um háskóla tóku gildi 1. júlí
2006 en þau veita menntamálaráðherra
heimild til þess að innleiða samræmt
námsmatskerfi í háskólum sbr.
þrep 6-8 í NQF. í 5. grein segir:
„Menntamálaráðherra gefúr út
formleg viðmið um æðri menntun og
prófgráður. Viðmið um æðri menntun
og prófgráður eru kerfisbundin lýsing
á prófgráðum og lokaprófúm þar sem
lögð er áhersla á almenna lýsingu
á þeirri þekkingu, hæfni og fæmi
sem námsmenn eiga að ráða yfir við
námslok.“
Menntamálaráðuneytið hefur nú þegar
samið lýsingu á fæmi-, þekkingar og
hæfnimarkmiðum fyrir háskólastigið
(NQF/Iceland) sem samræmist
viðmiðum Bologna-ferilsins og er
sambærilegt þeim viðmiðum sem ESB
leggur fram. Þessi viðmið sem taka
með almennun hætti til þekkingar-
og fæmi sem aflað er með námi.
Viðmiðin hafa verið kynnt háskólum
og munu birtast opinberlega á næstu
vikum.
Verði viðmið frá ESB tekin upp hér á
landi munu þau koma til með að ná
til allra skólastiga frá og með lokum
gmnnskóla, þ.e.a.s. framhaldsskóla-
og háskólastigs. Jafnframt þarf að
semja vinnureglur, matsaðferðir og
gæðaviðmið í óformlegu námi, sem
fullorðinsfræðsluaðilar geta byggt
á þannig að nám utan hefðbundna
skólakerfisins fáist metið sem hluti
náms á framhaldsskólastigi.
Huað er til fyrirstöðuP
Innleiðing NQF krefst þess að
námskeið, námsbrautir og prófgráður
sé hægt að bera saman og meta á milli
þátttökulanda. Gagnrýnendur segja að
ferlið sé hluti alþjóðavæðingarinnar
sem leiði til einsleitni, þ.e.a.s. minni
fjölbreytileika námsframboðs og
að allir nemendur komi til með að
verða steyptir í sama mót. Og þar
af leiðandi verði kerfið dragbítur
fyrir framsækin og nýjungagjöm
fýrirtæki sem sækjast eftir starfsfólki
frá skólum sem em fljótir að tileinka
sér námsefni og kennslu sem fellur að
síbreytilegum kröfúm og væntingum
vinnumarkaðarins á hverjum tíma.
Gagnrýnendur benda líka á að hætt sé
við að fólk með takmarkaða formlega
menntun fái starfsreynslu metna í
stað formlegrar menntunar. Þetta
þýði í raun að verið sé að rýra gildi
menntunar með því að gera fólki með
minni menntun jafnhátt imdir höfði
á vinnumarkaði og þeim sem leggja
það á sig að mennta sig til ákveðinna
starfa. Og þeir segja að þessi ráðagerð
sé ekkert annað en gengisfelling
náms. Þessi gagnrýni á e.t.v. rétt á sér
vegna þess að NQF er ætlað að brúa
bilið milli formlegrar og óformlegrar
menntunar en framvæmd þess er
óljós. Kerfið er árangursmiðað,
þ.e.a.s. kerfinu er ætlað að mæla hvað
nemendur kunna en ekki hversu lengi
þeir hafa stundað nám.
Háskólakennarar og prófessorar
hafa áhyggjur af upptöku samræmds
evrópsks námsmats. Þeir benda á að
þeir fái minna svigrúm til þess að
hafa áhrif á innihald náms og kennslu
og að framlag þeirra komi til með
að líkjast verksmiðjuvinnu. I þessu
sambandi óttast þeir að það dragi
verulega úr sjálfstæðum rannsóknum
háskólamanna en þess í stað verði
þeim skaffað kennsluefni frá vísinda-
elítu í hverju fagi.
Gagnrýnendur segja að kerfið komi til
með að festa sig í sessi. Þeir benda á
að því lengur sem það verður við lýði
- því erfiðara mun reynast að losna
undan því. Þetta þýðir að ef kerfið er
slæmt getur Evrópa setið uppi með
það í langan tíma.
Nái tillögur íslenska vinnuhópsins
um samræmt námsmatskerfi fyrir
framhalds- og háskóla fram að ganga
mun það krefjast stórkostlegrar
viðhorfsbreytingar til náms og
kennslu. Sú viðhorfsbreyting kemur
til með að birtast í kennslulýsingum,
námsefnisgerð, kennsluaðferðum
og prófagerð sem allt verður
afrakstursmiðað (outcome based).
Þess verður skammt að bíða að
íslenskir framhaldsskólanemar,
háskólastúdentar, kennarar og
prófessorar finni kosti og galla
kerfisins á eigin skinni. Hvort
kerfið þjónar tilgangi sínum og
geri Evrópu að samkeppnishæfasta
þekkingarsamfélagi heims árið 2010
á eftir að koma í ljós.
Stefán Helgi Valsson
valsson@centrum. is
Háskóli íslands slegínn gyiitum Ijóma.
Ljósmyndari: Stefán Helgi Valsson
121 Stúdentablaðið