Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 4
Guðfræði Háskólakapellan okkar Háskóli Islands á svo stórt og mikilvœgt verkefni að vinna með þjóð vorri, að hann fær ekki dulist. Og nú hafa honum verið reist svo vegleg heimkynni að þau fá heldur ekki dulist. Islenska þjóðin á hér nú hið glœsilegasta musteri mennta og menningar. Hingað beinast vonir hinna vitrustu og bestu manna þjóðarinnar. „Borg, sem stendur uppi á fjalli fœr ekki dulist!" Þessi dagur er mikill merkisdagur í sögu islenskrar kristni og kirkju, er vígð er kapella í hinni fyrstu háskólabyggingu landsins. Fyrir mínum sjónum er hún tákn nýrrar dagsbrúnar - nýrrar dagrenningar í þjóðlífi voru. Það er merkilegt mál og mikið þakkarefni oss Islendinga, að vér skulum nú um þessar mundir hafa aöstöðu til þess að reisa nýtt musteri mennta- og menningarstarfa, þegar svo margar þjóðir horfa á hin miklu verðmœti, sem menning þeirra hefur skapað þeim, eydd og lögð i rústir. Kirkjur, háskólar og vísindastofnanir sem báru í sér skilyrði til þess að hefja þjóðir á æðra stig menningar og farsældar eru brend í eldi eyðileggingarinnar, sumstaðar, þar sem hin glæsilegustu tákn menningarinnar stóðu, stendur ekki steinn yfir steini. En hér hefir risið upp fögur borg - sem ekki fær dulist, glæsilegur háskóli, fegursta bygging landsins, og helgidómur hennar er vígður í dag. Mér finnst, að ég megi þakka í nafni allrar hinnar íslensku þjóðar forvígismönnum háskóla- byggingarmálsins fyrir það, að þeir gleymdu ekki að helga drottni stað í þessu húsi. Ef kapellan hefði gleymst, hefði byggingin orðið fátæklegri og þá hefði verið hér allt öðruvísi um að litast í dag. Þá hefði bæði verið kaldara og dimmara yfir húsinu. Nýtt Ijós er að renna uppfyrir mörgum ágœtustu andans og vísindamönnum heimsins: Trú og vísindi geta fylgst að og eiga samleið. Þessi kapella er tákn þess, að andlegir forystumenn Islands sem hér hafa verið að verki, líta svo á. Vísindastofhunin verður að standa á bjargi þeirra trúar, sem á að kjörorði orðin, sem letruð eru hér á altari kapellunnar: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. “ Kapella Krist í háskóla, það á vel við. Hann var hinn mikli kennari. Hér, i þessari kapellu, verður á ókomunum tímum staður til þess að leita guðs í bæn og tilbeiðslu. Hingað mun stúdentinn og háskólakennarinn leggja leið sína, og beygja kné sín. Hér verður heilagur friðarstaður. Vér þurfum á slikum stað að halda í þessum heimi háreistinnar og vopnagnýsins. Hinir mikilvœgustu hlutir í þessum heimi gerast venjulega ekki innan um fjöldann. Þar leysast ekki hin stóru viðfangsefni og vandamál. Það er á einverustundum sem Ijós fellur inn í mannshugann og yfir skilning mannsins... Mættuþeir, sem hérganga inn í þessa kapellu eiga hér stórar stundir og sjá sýnir sannleikans. Eg hygg, að þeir menn fagni (?) sem í framtíð ganga fram hjá kapellunni í þessu húsi. Mér finnst, að hún hafi eitthvað við sig sem laðar og kallar á mann, að hér verði að finna inni birtu og fegurð, sólskin andans, þegar vísindin ef til vill verða of einhliða, of þurr og köld. Þvi að það er satt, sem skáldið kvað, að: Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hartað ei með sem undir slœr. En trúin á hinn eilífa sannleik, er hjartsláttur vísindanna. Og þessi kapella skal vígð í trú á sannleikann, hinn eilífa sannleika, í trú á hann, sem er mannkyninu „vegurinn, sannleikurinn og lífið, “ í trú á guð föður - foður allra manna og allra þjóða. Ljósið í kapellunni, Ijós guðs, logi svo alla dag, alla tíma og dreifi geislum sinum, lýsi öllum, sem hér í þessu húsi eiga að vinna að vísindum og mennt og menning þjóðar vorrar. Vísindin efla alla dáð orkuna styrkja, viljan hvessa vonina glæða, hugann hressa fiarsældum vejja lýð og láð. Þar sem Ijós sannrar menningar skín yfir landið, þar er hamingjunnar land. Kapella háskólans, sem vér vígjum í dag er stórfögur. Hún er hið fegursta listaverk. Efniviðurinn er að mestu íslenskur og íslenskt hugvit, snilli og íslenskar hendur voru hér að verki. Mér finnst kapellan vera eins og fögur - hljóð bæn hinnar íslensku þjóðar guðs - á þessum viðsjárverðu tímum, þegar lífið á jörðinni er svo mörgum skuggum vafið, bæn til guðs um að þjóðin fái að lifa ifriði, fái að lifa menningarlífi, frjáls og i skjóli hins almátka. Ég vil svo nota þetta tœkifæri til þess að færa háskólanum, sem á morgun verður vígður, blessunaróskir íslensku kirkjunnar. Osk vor og bæn er sú, að Ijósið í kapellunni megi lýsa yfir sannleiksleit og vísindastarfsemi háskólans, að hann verði Ijósstöð íslenskrar menningar. Borg sem stendur á fjalli og ekkifær dulist. Ræða flutt af Sigurgeiri Sigurðssyni við vígslu Háskólakapellunnar 16. júní 1940 Kapella Háskóla íslands Ljósmyndari: Birgir Freyr Birgisson Ég byrja þessa grein á brotum úr ávarpi hr. Sigurgeirs Sigurðssonar biskups. Ég tel það vera holla lesningu fyrir okkur stúdenta til að fá tilfinningu fyrir þeim aðstæðum og hugsunarhætti sem var ríkjandi um það leyti þegar Háskóli okkar var að byggjast upp. Þessi grein á fyrst og fremst að vekja athygli á Háskólakapellunni. Hún býður upp á þann möguleika að nemendur geti sest þar inn og notið friðsældar fjarri skarkala skólalífsins. Nemendur og kór guðfræðinnar halda uppi starfsemi í kapellunni og oft er þar eitthvað um að vera, enda er þetta undirbúningsvettvangur þeirra. Bænastundir eru á hverjum virkum morgni og messað er á fimmtudögum kl. 10. Þá geta nemendur Háskólans gengið þar í bæ og lagst auðmjúkir á bæn. Kapellan er staðsett í Aðalbyggingu var tekin aftur í notkun 27. nóvember sl. eftir að gerðar voru á henni endurbætur. Ekki vita allir stúdentar af kapellunni en þegar ég fór á stúfana við undirbúning greinarinnar jókst áhugi minn á að kanna hvaða forsendur voru að baki því að kapella var frá upphafi hluti af Aðalby ggingunni. Þegar nýbygging Háskóla íslands var tekin í notkun árið 1940 hafði Guðjón Samúelsson verið byggingarmeistari ríkisins um nokkurra ára skeið og hann því maðurinn sem bar ábyrgð á hönnun og byggingu Aðalbyggingarinnar. Byggingin er friðuð þannig að ekki hefúr mátt breyta ásýnd hennar að utan eða innan. Guðjón ber einnig ábyrgð á öðrum merkum byggingum sem risu í Reykjavík svo sem Hallgrímskirkju og Þjóðleikhúsinu. Hann var trúrækinn og því áhugasamur um trúmál og fannst sjálfsagt að gera ráð fyrir kapellu í Háskólanum. Þannig er það eins og áhrifa hans gæti enn í Aðalbyggingunni og öðrum ífægum byggingum allt fram á daginn í dag. En er það ástæða þess að ennþá er kapella í Háskólanum? Slíkt þekkist nánast ekki lengur í öðrum háskólum í Skandinavíu. í háskólum nágrannalanda okkar svo sem í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er það svo til óþekkt í dag að þar finnist kapella sem tilheyri háskóla, nema um sé að ræða herbergi sem beri nafn sem ekki tengist beinlínis trú. Segja mér fróðir menn að ástæðan hafi ekki verið sú að þeir háskólar séu ótengdari guðfræðinni en hér á landi, heldur hafi skólamir í flestum tilvikum verið reistir nálægt dómkirkjum og því notast við þær til guðfræðikennslu. Ég spurði Pétur Pétursson prófessor í guðfræði nánar út í þetta. Hann telur að áhrif frá Skandinavíu eða öðrum löndum hafi í rauninni ekki verið svo gífúrleg þegar tekin var ákvörðun um að hafa kapellu í skólanum. Hugmyndirnar hafi fremur komið frá Guðjóni sjálfum og þeim ráðamönnum sem komu að uppbyggingu Háskólans. Ávarp hr. Sigurgeirs hér að ofan sfyður þá kenningu að svo hafi verið. Hr. Sigurgeiri var mjög annt um að trú og vísindi gætu farið saman og í ávarpinu má merkja að hann leit á kapelluna sem sönnun þess. Með tilveru hennar batt hann vonir við að tengsl vísinda og trúar gætu eflst hér á landi. Er þetta bein vísun í sterka vísindahyggju sem töluvert bar á innan háskólanna í Skandinavíu á þessum tíma og varð síðar ein af aðalástæðum þess að trúartákn voru fjariægð úr háskólum í nágrannalöndum okkar. Byggingarfræðilega séð er kapellan byggð í stíl sem var mjög vinsæll í Skandinavíu. Stíllinn er undir mjög sterkum kalvíniskum áhrifúm sem sjást best í látlausum skreytingum og myndum í kapellunni. í gegnum tíðina hafa það helst verið stúdentar sem hafa haft áhrif á breytingar á kapellunni þó þær hafi ekki verið miklar. I dag er hún aftur komin í upprunalegt horf eftir breytingar og er þess helst að merkja af stóru rafmagnskertunum sem nú standa á ný á altarinu. Stúdentar á síðari hluta 20. aldar munu hafa fundist það of framúrstefnulegt í kapellu að hafa rafmagnsljós og skiptu þeim út fyrir lifandi ljós. Nú heíúr á ný náðst sátt um að hafa gömlu rafmagnsljósin, þau tilheyra jú sögu Háskólans og endurkoma þeirra er tákn um áhrif stúdenta og virðingu fyrir hefðum okkar. Guðfræðin notar kapelluna til praktískrar kennslu innan Háskólans. Er það m.a. gert í þeim tilgangi að efla deildina sem og leggja aukna áherslu á trúarbragðakennslu innan skólans. Það eitt og sér ætti að vera nægileg ástæða til að viðhalda kapellu Háskóla íslands. Kristín Rut Kristjánsdóttir krkl@hi.is 41 stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.