Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 15
Happdrætti Háskólans
mikla ábyrgð í sínum rekstri. Engin
vínsala eða bjórsala fer ffam í
spilasölum Háspennu. Aðgangur að
stöðum þeirra er miðaður við 20 ára
aldurstakmark þótt lögin miði við
18 ár og eftirlitsmaður er á hverjum
stað. Því var engin ástæða hjá HHÍ
að neita þeim um áframhaldandi
viðskipti. Háspenna fékk því vilyrði
fyrir vélunum með því skilyrði að
fyrirtækið fengi öll tilskilin leyfi ffá
borgaryfirvöldum. Háspenna aflaði
sér þessara leyfa sumarið 2006 og
réðst í breytingar á húsnæðinu. Þegar
þeim breytingum var nánast lokið
hófúst mótmæli við opnun salarins.
í nóvember fóru íbúasamtökin Betra
Breiðholt þess á leit við Happdrætti
Háskóla íslands að falla ffá áformum
sínum um opnun spilasalar í
verslunarkjamanum í Mjóddinni.
Fulltrúum Betra Breiðholts var gerð
grein fyrir þeirri staðreynd að opnun
þessa staðar væri ekki á vegum
Háskóla íslands eða Happdrættis
Háskóla íslands heldur á vegum
einkafyrirtækisins Háspennu ehf. Á
öðrum fúndi sem haldinn var síðar
með fúlltrúum íbúasamtakanna,
Happdrættisins og Háspennu ehf. voru
málin útskýrð enn frekar. Þau leyfi,
sem nauðsynleg eru til rekstrarins,
voru lögð fram og fúlltrúum Betra
Breiðholts bent á að borgaryfirvöld
hefðu veitt þessi leyfi.
Þann 21. desember var haldinn
fúndur í Borgarráði. í fúndargerð segir:
„Borgarráð tekur undir áhyggjur íbúa
í Breiðholti og hverfisráðs Breiðholts
sem hafa mótmælt rekstri svokallaðs
spilasalar á vegum Háskóla íslands
í Mjódd. Ráðið telur slíka starfsemi
ekki heppilega á þessum stað hvorki
fyrir verslunarmiðstöðina né hverfið
í heild. Borgarráð samþykkir að
skora á Háskóla íslands að hverfa ffá
áformum um starffækslu spilasalar í
verslunarmiðstöðinni í Mjódd.“ Mikil
umræða var í fjölmiðlum um málið í
kjölfar þessa og drógu Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og
íbúasamtökin Betra Breiðholt ítrekað
nöfn Háskólans og Happdrættis
Háskólans inn í umræðuna. Vandinn
var hins vegar sá að HHÍ átti ekkert í
staðnum en hafði gefið loforð um að
afhenda þangað vélar ef skilyrðum
borgaryfirvalda væri fúllnægt. Gefin
loforð á ekki að svíkja.
Deilan um spilasalinn í Mjóddinni
er nú komin í réttan farveg. Viðræður
milli borgaryfirvalda og fúlltrúa
Háspennu ehf standa yfir en enn er
óljóst um endalok málsins.
Spilagleöí og spílavandi
„Auðvitað er fólk að spila í vélunum
af því það hefúr af því ánægju. En
um þetta eru mjög deildar meiningar.
Sumir vilja meina að það séu bara
spilafíklar sem spila í vélunum
en það er ekki rétt. Fyrir ijórum
árum settum við gang rannsókn á
þessu fyrirbæri og fengum ungan
vísindamann, Daníel Ólason, sem
nú er lektor í félagsvísindadeild, til
að rannsaka þetta. Hann rannsakaði
umfang spilafíknar á íslandi og
líka meðferðarúrræði við spilafíkn.
Þar kom í ljós að um 0,5% eru í
áhættuflokki að verða spilafíklar og
geti ánetjast íjárhættuspili. Þetta er
lág tala miðað við það sem gengur
og gerist erlendis. Það er búið að gera
fjöldan allan af rannsóknum á þessu
sviði. Víðast hvar kemur það í ljós að
þeir sem séu haldnir spilafíkn séu á
bilinu 1 - 2%. Unglingar, sem lenda
í spilamennsku, eru í meiri hættu en
fúllorðnir. Við vildum láta rannsaka
umfang og eðli spilunar hér á landi
til þess að auðvelda aðgerðir til að
grípa á vanda henni samfara“ segir
Brynjólfur.
Árið 2001 var kannað hve miklum
ijárhæðum fólk væri að tapa í
fjárhættuspilum á ári á íslandi. Að
meðaltali tapaði fólk mestu þegar það
tók þátt í leikjum á Netinu 1.730 kr.
en minnstu í spilakössum eða 287 kr.
Það er minna en í Lottói en þar tapaði
fólk að meðaltali 455 kr. (heimild:
www.spilafikn.is)
„I umræðunni um spilafíkn kemur
alltaf upp sú stóra spuming hvort
rétt sé að banna happdrætti. Það er
ákvörðun sem stjórmálamennimir
þurfa að taka. Hins vegar má reikna
með því að spilamennskan finni
sér aðra farvegi ef happdrætti yrðu
bönnuð“ bætir Brynjólfúr við.
Happdrættlsmál í Evrópu
„Evrópusambandið byggir sína
starfsemi á Rómarsáttmálanum.
Samkvæmt honum á að vera frelsi
til að flytja vörur, þjónustu, fjármagn
og vinnuafl á milli landa. Mjög sterk
öfl eru í Evrópu sem vilja að þetta
gildi líka um happdrætti. Það mundi
þýða að happdrætti erlendis frá gætu
komið inn á íslenska markaðinn.
Nú em í gangi málaferli bæði fyrir
Evrópudómstólnum (European Court
of Justice) og Efta-dómstólnum út
af happdrættismálum. Fyrir Efta-
dómstólnum eru mál tengd Noregi.
Þar er annars vegar um að ræða að
norska ríkisstjómin samþykkti 2003
að allir spilakassar skyldu vera í
umsjón ríkishappdrættisins Norsk
Tipping. Þar í landi ráku einkafyrirtæki
spilakassa og þau fyrirtæki fóru í mál
gegn Norska ríkinu vegna þessarar
lagasetningar. Eftirlitsstofnun
Efta ályktaði að lagasetningin
samræmdist ekki lögunum um
Evrópska efnahagssvæðið og stefndi
norska ríkinu fyrir Efta-dómstólnum.
Við gerum okkur grein fyrir því
að niðurstaðan úr þessu máli getur
haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir
happdrættismál hér á landi. Þess
vegna tókum við þá ákvörðun að taka
þátt í þessum málaferlum fyrir Efta-
dómstólnum til stuðnings Noregi.
Hitt málið sem er í gangi í Noregi er
að veðmálafyrirtæki í Bretlandi hefúr
óskað eftir því að fá að setja upp útibú
í þar í landi. Norsk stjómvöld neituðu
fyrirtækinu um leyfi og því fór
fyrirtækið í mál við norsk stjómvöld.
Með úrskurðum Efta-dómstólsins og
Evrópudómstólsinsræðsthvorteinstök
ríki á Evrópska efnahagssvæðinu ráði
happdrættismálumsínum. Þaðerstóra
spumingin sem verið er að glíma við í
Evrópu. Fari svo að einstök lönd glati
sjálfstæði sínu í happdrættismálum
verður markaðurinn í uppnámi“ segir
Brynjólfúr.
Háskóli íslands reiðir sig að miklu
leyti á hagnað Happdrættis Háskóla
íslands til uppbyggingar og viðhalds
húsnæðis á Háskólasvæðinu.
Ríkisframlög hafa verið lítil sem
engin í því mikla uppbyggingarstarfi
sem farið hefúr fram undanfarin ár og
áratugi á svæðinu.
„Ef dómar Evrópudómstólsins og
Efta-dómstólsins fara á þann veg
að erlend happdrætti eiga greiðan
aðgang að íslenska markaðnum
þurfa stjómvöld að huga að því til
hvaða aðgerða þurfi að grípa“ segir
Brynjólfúr að lokum.
Laufey Kristín Skúladóttir
lksl@hi.is
Stuflningur
Háskólanemar styrkja götubarnaheimili I Afríku
Irá styrktartflnlelkum Samfélagslns.
Ljósmyndari: Sigurður Gunnarsson
Samfélagið, félag framhaldsnema
við félagsvísindadeild
Háskólans, stóð fyrir tónleikum
á Stúdentakjallaranum 18. janúar
síðastliðinn. Tónleikamir vom til
styrktar Venancius Rukero AIDS
Orphans and Vulnerable Children
Foundation sem er götubamaheimili
í Windhoek höfúðborg Namibíu.
Böðvar Rafn Reynisson var hægri
hönd Samfélagsins í skipulagningu
tónleikanna og sá m.a. um öll
samskipti við hljómsveitimar.
Hljómsveitimar Touch, Andrúm,
Endless Dark, Ground floor og
trúbadorinn Svavar Knútur úr
hljómsveitinni Hraun fognuðu því
að tónleikar til styrktar götubömum
væm haldnir á háskólavettvangi og
gáfú fúslega vinnu sína til styrktar
þessu verðuga málefni. Hljóðkerfi.
is létu ekki sitt eftir liggja og lánaði
hljóðkerfið ásamt því að borga sig inn
á tónleikana líkt og flestir meðlimir
hljómsveitanna. Að borga sig inn á
eigin tónleika sýnir glögglega hversu
náungakærleikurinn í garð götubama
var mikill þetta magnaða kvöld.
Hulda Guðrún Gunnarsdóttir, fyrmm
starfsnemi Iceida í Namibíu, hélt
tölu um Venancius Rukero áður
en hljómsveitimar stigu á stokk.
Framsagan var um fortíð hans,
nútíð og baráttu fyrir hagsmunum
götubama í Windhoek. Rukero bjó á
strætum Windhoek ffá sex ára aldri
- bamæska hans einkennist af ofbeldi,
vímuefnum, misnotkun, vændi og
hungri. Hann greindist með alnæmi
aðeins 18 ára gamall, hafði þá stundað
vændi sér til bjargar í rúmlega 6 ár
og var orðin vemlega veikur við 29
ára aldur. Það var þá árið 2004 sem
hann ákvað að stíga upp úr eymdinni
og hjálpa öðmm til þess að hjálpa
sér sjálfum. Með ótrúlegum dugnaði
og hugrekki tókst honum að koma
götubamaheimili á laggimar. Heimilið
gekk mjög rlla fyrstu mánuðina sökum
peningaleysis en Rukero lét það ekki
stöðva sig og biðlaði til allra sem á
hann vildu hlusta um aðstoð til hjálpar
götubömum. M.a. styrkir Iceida,
útibú Þróunarsamvinnustofnunar
Islands í Namibíu, heimilið með
mánaðarlegum matargjöfúm og hefur
gert seinasta árið.
Nú á dögum em 7 böm sem eiga
fast aðsetur á heimilinu og er yngsta
barnið aðeins nokkra mánaða gamalt.
Önnur götuböm koma þangað af
og til, aðallega til þess að fá heitan
mat og svefnstað þegar illa viðrar.
Framtíðarsýn Rukero er að koma á
sjálfbæmi, þ.e.a.s. að þetta heimili
muni starfa eftir hans dag.
Tónleikamir heppnuðust einstaklega
vel og söfnuðust rúmlega 50 þúsund
krónur sem gjaldkeri Samfélagsins,
Lilja Amlaugsdóttir sendi út til
Namibíu. Stjóm Samfélagsins ákvað
að láta Rukero ekki vita af því að
verið væri að halda tónleikana fyrr
en daginn eftir að þeir fóm- ffam
og varð hann afskaplega ánægður
þegar hann fékk fréttimar. Hans
eigin orð eftir að hann fékk fféttina
um fjárstuðninginn vom: Iceland is
very cold but the people there have a
warm heart as well. Please tell them
we really appreciate the financial
contribution. The school started last
week and some of our kids don’t even
have school uniforms and no money
for their school fees as well and we
are in dire need of money now.
Fjóla Einarsdóttir
jjolae@hi. is
Venancius Rukero
Ljósmyndari: Guðrún Helga Jóhannsdóttir
Stúdentablaðíð 115