Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 21
Hljómsveitin Einar: Eina sem við megum gefa upp varðandi útgefandann er að það er ekki hann Gísli skuldar. Böddi: Við höfum gefið út þrjú lög Justify, Face it og Fucking hypocrites sem öll hafa fengið góða útvarpsspilun. Face it var níu vikur á topp 20 lista Flass i04,5 og þar af tvær vikur í fyrsta sætinu. Danni: Justify fór einnig á safnplötuna Frjáls Palestína en við spiluðum einmitt á þeim tónleikum sem haldnir voru á Gauknum. Þrátt fyrir að við séum mjög uppteknir gefum við glaðir vinnu okkar þegar verðugt málefni þarf að sfyðja. Böddi: Við ætlum að halda áffam að semja okkar eigið efni og koma því á framfæri - jafht erlendis sem og hér heima. Annars held ég að við séum allir sammála um það að aðal málið er að hafa gaman að því sem við erum að gera og gera það vel. Tónlistin er áhugamál okkar allra og að sjálfsögðu væri gaman að geta lifað bara á tónlistinni. Er það ekki draumur hvers tónlistarmanns? STRÁKARNIR LEGGJA MIKINN METNAÐ í ALLT SEM ÞEIR GERA EN ÞRÁTT FYRIR AÐ TAKA TÓNLISTINA MJÖG ALVARLEGA TAKA ÞEIR SIG SJÁLFA EKKERT ALLTOF HÁTÍÐLEGA. BÖDDI HIKAR EKKI VIÐ AÐ VERA FRUMLEGUR Á TÓNLEIKUM MEÐ ÝMSUM FIMLEIKA TÖKTUM - GESTUM TIL MIKILLAR GLEÐI. ÞEGAR STRÁKARNIR ERU SPURÐIR HVORT AÐ EINHVERJIR SKANDALLAR HAFI ÁTT SÉR STAÐ Á TÓNLEIKUM HJÁ ÞEIM SPRINGA ÞEIR ÚR HLÁTRI OG KOMA MEÐ EFTIRFARANDI SÖGUR AF MEISTARA Bödda: Danni: Böddi heldur stundum að hann sé köttur og hafi þar af leiðandi níu líf. Böddi: Já ég er alltaf að reyna á þolmörk líkamans, á tónleikum hef ég meðal annars hangið öfugur á sperrum í loftinu og öðru sem hægt er að hanga í. Ég hef meðal annars þrotið rifbein og brákað mjaðmagrindina í þessum loftfimleikum mínum. Danni: Hann sem sagt rassbrotnaði í þriðja laginu þegar við vorum eitt sinn að spila á Gauknum og við áttum þó effir þriggja tíma gigg. Myndbandið okkar við Face it endar einmitt á þessum ósköpum. Böddi: Já þeir báru mig upp í herbergið á Gauknum og dældu í mig einhverjum verkjalyfjum og báru mig aftur niður og við héldum svo áfram að spila og kláruðum rúmlega þriggja tíma gigg. Ég rassbrotnaði samt ekki heldur brákaði mjaðmagrindina, blöðin greindu reyndar ekki satt og rétt frá þessu á sínum tíma - ætli það sé ekki meira krassandi að rassbrotna heldur en bráka mjaðmagrindina. Það er líka erfitt að rassbrotna þegar maður hefur engan rass. Með þessum orðum KVADDI BLAÐAMAÐUR StÚDENTABLAÐSINS hljómsveitarmeðlimi Touch ENDA KOMINN TÍMI Á ÞÁ TIL ÞESS AÐ HEFJA SPILAMENNSKU OG TRYLLA LÝÐINN Á HRESSINGARSKÁLANUM. TÓNLEIKARNIR VORU FRÁBÆRIR í ALLA STAÐI ENDA EKKI VIÐ ÖÐRU AÐ BÚAST ÞAR SEM HLJÓMSVEITIN ER SKIPUÐ TOPP MÖNNUM SEM ALLIR HAFA ÁRALANGA TÓNLISTARREYNSLU AÐ BAKI. Fjóla Einarsdóttir fjolae@hi. is Spurning? Berglind Ósk Filippíudóttir í HVAÐA NÁMI ERTU í HÁSKÓLA ÍSLANDS? Er á öðru ári í félagsráðgjöf. Ertu búinn að ákveða hvað þú ÆTLAR AÐ KJÓSA í STÚDENTARÁÐ? Nei, ég hef ekki velt því neitt fyrir mér að ráði, margt sem heillar mig hjá Vöku en einnig hjá Röskvu. Þannig að ég verð að leggja höfuðið í bleyti næstu daga. Ef það gengur illa þá enda ég með að velja bara þann flokk sem hefur fallegasta fólkið á lista. Myndir þú segja að HÁSKÓLANEMAR STUNDI ALMENNT OFTAR KYNLÍF EN ANNAÐ FÓLK? Já, klárlega-enda allur heimsins tími sem gefst í það....það er svo Ijúft að vera í háskóla og hafa þennan möguleika, ég hugsa að ég verði eilífðarstúdent við háskólann :). Birgir Freyr Birgisson í HVAÐA NÁMI ERTU í HÁSKÓLA ÍSLANDS? Er á þriðja ári í félagsráðgjöf. Ertu búinn að ákveða HVAÐ ÞÚ ÆTLAR AÐ KJÓSA í Stúdentaráðskosningunum? Nei, hef ekki hugmynd. Þarf að fara kynna mér hver er munirinn á milli þeirra. Er einhver munur? Myndirðu sofa hjá kennara til að FÁ HÆRRI EINKUNN? Þetta er nú einkennileg spuming, ertu virkilega blaðamaður frá Stúdentablaðinu? En svarið við þessari spuming er að mér þætti það afar ólíklegt. KAPÁÍL ck InclUdes g^-10 Guítar Amplit'er gItakól og NEGLUK GÍTARTASKA VALIJM 3 GÍl AttPAKKA OG KASSAPAKKA A 31.900- TONASTOim ALLi SIÍM VKlUiAMiI ltOIiKST.LAUXA I>AltF\\Si - í lii.MM PAKKA! Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími: 552 1185 • www.tonastodin.is

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.