Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 26
Kosningar
Háskólalistinn fagnar
Háskólalistinn fagnar því að vegna
oddastöðu í Stúdentaráði hafi
Röskva og Vaka nú unnið saman tvö
kjörtímabil í röð. Það er enn fremur
fagnaðarefni að nú er enginn
starfandi Stúdentaráðsliði sem þola
þurfti þá gömlu vondu daga þegar
nær helmingur Stúdentaráðs var
nœr áhrifalaus i minnihluta, slíkt
þekkja þau aðeins af afspurn. En
það ástand er gamall draugur sem
getur auðveldlega rumskað aftur
og eina leiðin til þess að svæfa
hann fyrir fullt og allt er að breyta
kosningakerfinu.
Breyttfyrirkomulag
kosninga
kosninga
Háskólalistinn vill vinna að
breytingum á fyrirkomulagi kosninga
til Stúdentaráðs Háskóla íslands,
Háskólaráðs og Háskólafundar.
Breytingum sem bæta möguleika
fólks til að bjóða fram krafta sína
til starfa í þágu samstúdenta sinna.
Einstaklingar eiga að geta boðið
sig ffam til Stúdentaráðs án þess að
hengja sig við pólitísk öfi og án þess
að þurfa að skilgreina stefnumál sín
til vinstri eða hægri. Lítum á eina leið
til þess að koma þessu í framkvæmd.
Klðsumbelntínefndir
Stærstur hluti starfs Stúdentaráðs fer í
raun ekki fram í ráðinu sjálfu heldur í
nefndum á vegum þess. Þessar nefhdir
eru mannaðar af Stúdentaráði eftir
samkomulagi. Eitt helsta vandamál
nefndarstarfsins er að alltof sjaldgæft
er að valið sé í þær eftir áhuga
eða sérþekkingu, mun algengara
er að þeim sé útbýtt sem peðum í
valdatafli. Sem dæmi má nefha að
það er undantekning frekar en regla
að meðlimir fjölskyldunefhdar eigi
böm og svo mætti lengi telja.
Háskólalistinn hefur undirbúið
tillögur sem ganga út á að í stað þess
að listar bjóði fram til Stúdentaráðs
þá geti einstaklingar boðið sig ffam
í nefhdir Stúdentaráðs. Þannig væri
hægt að tryggja að meðlimir nefnda
hafi brennandi áhuga á málefhunum.
Stjóm Stúdentaráðs væri síðan
skipuð formönnum nefndanna.
Formaður Stúdentaráðs væri aftur á
móti kosinn sérstaklega. Stúdentaráð
sjálft yrði samkvæmt þessum
hugmyndum skipað öllum meðlimum
fastanefndanna sjö. Þessi nýja útgáfa
Stúdentaráðs myndi aðeins koma
saman vegna stærri mála.
NúliggurfyriraðHáskóli íslandsmun
fljótlega sameinast Kennaraháskóla
íslands og í kjölfarið er hugmyndir
uppi um að deildarskipting skólans
verði stokkuð upp og skólanum verði
skipt upp í nokkra minni „skóla“ sem
yrðu töluvert færri en deildimar em
nú. I kjölfarið mætti hugsa sér að hver
skóli myndi tilnefna einn fullírúa í
hverja nefnd og þannig væri hægt að
tryggja áhrif allra hagsmunahópa sem
best.
Lagabreytingatillögumar verða
aðgengilegar á heimasíðu Háskóla-
listans, hlistinn.net.
Stúdentaráðer málsvari
hagsmunahops
Landsmálapólitík kemur Stúdentaráði
ekki við. Háskólalistinn er
framboð einstaklinga sem eiga
það sameiginlegt að vilja vinna
hagsmunum stúdenta gagn, óháð
öllum línum í landsmálapólitík.
Innan raða hans hefur starfað fólk
úr öllum stjómmálaflokkum sem og
óflokksbundið fólk.
lafnréttl tll náms
Háskóli íslands er menntastofnun
allra landsmanna og á að standa
öllum opinn. Háskólalistinn
hafnar alfarið skólagjöldum og
fj öldatakmörkunum.
Formannsefni framboða
kynni
Háskólalistinn mun fyrir kosningar
kynna fulltrúa sinn til formennsku
í Stúdentaráði. Það hlýtur að vera
krafa stúdenta við Háskóla íslands
að hafa fyrirfram vitneskju um hver
komi til með að vera þeirra helsti
talsmaður á komandi kjörtímabili.
Formannsefni Háskólalistans í ár er
Fjölnir Guðmannsson, oddviti listans
á síðasta ári.
Þjónustavlðstúdenta
Háskólalistinn leggur áherslu á
að skrifstofa Stúdentaráðs sé vel
mönnuð hæfu fólki til að þjónusta
stúdenta sem best. Því leggur listinn
áherslu á að aftur verði horfið
til þess fyrirkomulags að ráða
ffamkvæmdastjóra Stúdentaráðs á
faglegan hátt, ólíkt því sem gerðist í
fyrra.
Fjölskylduvænn Háskóll
Stór hluti Háskólanema eiga böm.
Þau eru háskólanemar framtíðarinnar
og því mikilvægt að búa þeim og
foreldrum þeirra sem bestar aðstæður
á meðan þau stunda hér nám. Enda á
Háskólinn auðvitað að vera ein stór
íjölskylda!
Sanngjöm námslán
Stór hluti nemenda er á námslánum
og ættu án þeirra ekki kost á að stunda
nám sitt. Jákvæðar breytingar urðu á
málefnum lánasjóðsins þarsíðasta
vor en enn er mikið verk óunnið.
Námslánin em enn of lág, fjölmargir
háskólastúdentar myndu kjósa að
vinna mun minna með námi en þeir
gera en hafa hreinlega ekki efni á
því. Þetta kemur niður á náminu og
getur jafnvel gengisfellt það. Þá vill
Háskólalistinn að Stúdentaráð beiti
sér fyrir því að endurgreiðslubyrði
námslána verði frádráttarbær frá
skatti.
iskólasamfelag
Efla þarf samvinnu milli Stúdenta-
ráðs, nemendafélaga og annara
félaga innan Háskólans til að auka
fjölbreytni og menningu innan
Háskólans. Skemmtunin verður líka
mun skemmtilegri ef hún er ekki á
vegum stjómmálaafls sem þú færð
móral yfir að sníkja veitingar hjá án
þess að kjósa.
Að lokum leggur Háskólalistinn það
til að einstaklingskosningar verði
teknar upp.
Hvoð er að
elnstakílngskosnlngumP
Helst þetta: þær ýta undir klíkuskap og
spillingu, litlu deildimar verða undir,
þær bjóða uppá lýðskrum, aðeins
fallegt fólk kæmist í Stúdentaráð og
aðeins efnuðustu einstaklingar hafa
efni á kosningabaráttu. Þá myndi
auðvitað allt félagslíf Háskólans deyja
út. Svo em þær vafalítið verkfæri
djöfulsins.
Eftirfarandi em fyrst og fremst
órar, órar þeirra fylkinga sem vilja
ómögulega missa það tangarhald
sem þær hafa á Stúdentapólitíkinni
í gegnum meingallað kosningakerfi.
Rétt er þó að taka fram að oftast veigra
þær sér við að svara spumingunni og
ég skal ekki fullyrða að síðastnefndi
gallinn hafi birst á prenti áður þó ég
efist ekki um að einhver hafi hugsað
þetta eftir kosningaúrslitin í fyrra.
En reynum örstutta draumráðningu
á þessa óra, hvað þýða þeir í
raunvemleikanum:
Klíkuskapur: Lítil klíka innan
Vöskvu raðar niður 18 manna hóp
og ef þeirra 18 manna hópur á fleiri
vini en 18 manna hópur Röku þá
stjóma þeir öllu í Stúdentaráði. Eftir
að einstaklingskosningum verður
komið á þá sitja í Stúdentaráði
fulltrúar úr öllum mögulegum áttum
Háskólans sem eiga ekki aðra klíku
sameiginlega en þá að vilja beita sér
að hagsmunabaráttu stúdenta.
Spilling: Vald getur spillt, hvort sem
um er að ræða einstaklinga eða hópa.
Þetta snýst um það að hafa sterk bein,
ekki flokksskírteini. Þó eru rætur
spillingar venjulega þær að tveir
ósamrýmanlegir hagsmunir togast
á - ef hagsmunir fylkinganna - sem
alltof oft em þeir að halda völdum
- og stúdentanna sem þær eiga að
þjóna haldast ekki í hendur þá bíður
það upp á spillingu.
Litlu deildirnar: Litlu deildimar verða
undir núna. Tvær samsæriskenningar:
1) Listamir reyna að hafa fulltrúa
úr stómm deildum ffekar en litlum
því þeir telja að atkvæðin liggi
þar. 2) Þeir raða á listana eftir
því hverjum þeir treysta best. Við
höllumst að seinni kenningunni - og
eins því að kjósendur muni hugsa
eins. En þó er ekkert innbyggt í
kosningakerfinu sem kemur í veg
fyrir að fyrri kenningin geti staðist.
Það væri hins vegar hægt að gera
með einstaklingskosningum - þær
mætti vel útfæra á þann hátt að hver
deild ætti sinn fulltrúa í Stúdentaráði
rétt eins og þingkosningar tryggja
hverjum landshluta sína fulltrúa á
alþingi.
Lýðskrum: Að gefa frían bjór í von
um atkvæði og hringja heim til fólks
og biðja það um að kjósa. Þama eiga
einstaklingar einfaldlega ekki séns í
fylkingamar.
Fallega fólkið: Lítið á alþingi
heimsins, einræðisherra heimsins og
forsetaheimsins. LítiðáGeirH. Haarde
og Ólaf Ragnar Grímsson, George
W. og Kim Jong-Il. Ekkert einasta
kosningakerfi í veröldinni virðist
hygla fallegu fólki neitt sérstaklega
enda hefur aldalangt emveldi
úrkynjaðra konungsfjölskyldna orðið
til þess að oftast treystir fólk helst
einhverjum gömlum karlfauskum
til þess að stjóma sér. Enda lífseig
samsæriskenning að fegurð
Háskólalistans hafi lengi staðið
honum fyrir þrifúm.
Aðeins efnuðustu einstaklingar hafa
efni á kosningabaráttu: Auðvitað
hafa litprentuðu bæklingamir og allt
fría góssið sem fylkingamar dreifa
engin áhrif á atkvæði fólks og auðvitað
kostar þetta ekki neitt. Auðvitað skiptir
það engu máli f kosningabaráttunni
að Háskólalistinn hefur augljóslega
minna fé á milli handanna en
fylkingar með meint tengsl útum allar
koppagrundir. Fjárhagur einstaklinga
skiptir aðeins máli ef við gemm
einstaklingskosningar þannig úr
garði að peningar skipti mestu máli.
Við getum líka tryggt þeim sem taka
þátt ákveðið tækifæri til þess að ná
til fjöldans - vefsvæði þar sem öllum
upplýsingum um ffambjóðenduma
og kosningamar er haldið til haga,
sameiginlega kosningabæklinga,
reglulega fúndi og ýmislegt fleira.
Þetta þarf ekki að kosta mikla
peninga - við höfum val um hvemig
kosningabaráttu við viljum.
Félagslífið: Fylkingamar standa
fyrir ágætis félagslífi. En er það
æskilegt að fólk þiggi bjór af Vöku
og keppi í spumingakeppni á vegum
Röskvu og fái svo móral yfir að
kjósa Háskólalistann sem gaf þeim
bara vatn? Nei, því þá gæti skapast
grundvöllur fyrir því að þiggja bjór
og keppa í skemmtilegum keppnum
án þess að einhverjar ósýnilegar
skuldbindingar liggi að baki.
Ópólitískt félagslíf er einfaldlega
skemmtilegra en pólitískt því þá snýst
það alfarið um skemmtunina en ekki
hver stendur að baki henni.
Verkfæri djöfulsins: Verkfæri
djöfulsins er múgurinn. Hjarðeðlið.
Manneskja með sjálfstæðar skoðanir
sem býður sig fram útaf eigin
sannfæringu er hins vegar illa séð
þama niðri - hún gæti jafnvel tekið
upp á því að lækka í hitanum.
Oddvltinn frá Bæf aralandi
Christian Rainer Rebhan er tuttugu
og eins árs gamall mastersnemi í
Alþjóðasamskiptum. Hann er þýskur,
uppalinn í Miinchen í Bæjaralandi og
stundaði þar nám í stjómmálafræði
sem og á írlandi. í frístundum
spiiar hann á píanó, ferðast og lærir
tungumál, en hann talar þýsku,
ensku, frönsku, íslensku og smáræði
í færeysku. Þá hefúr hann tekið þátt
í starfi MUN-samtakanna (Model
United Nations). Hann langar til að
bjóða sig ffarn til stúdentaráðs sem
einstaklingur. Hann má það ekki.
msm*
„Ég er einstaklingur en ekki hjarðdýr.
Ég vil vinna með fólki útfrá þeirra
eiginforsendum, ekki listabókstafnum
bak við það. Ég vil ekki vera bundinn
stjómmálaflokkum, ég vil vinna með
mismunandi fólki en ekki deila út af
flokkslínum sem engu skipta.
Mig langar að bæta skólann. Við
erlendu nemamir höfúm einstakt
tækifæri til þess að skoða skólann
utanfrá með augum aðkomumannsins
og komum því auga á hluti sem þarf
að laga, hluti sem aðrir taka ef til vill
ekki eftir. Þess vegna er mikilvægt
að okkar raddir fái að heyrast,” segir
Christian. Þá væri mjög dýrmætt
fyrir erlenda nema að fá fúlltrúa í
Stúdentaráði og ég vona sannarlega
að ég komist inn.
En mál erlendra nema em alls ekki
eina baráttumál mitt. Háskólalistinn
hefur alltaf einbeitt sér að málefnum
skólans í stað þess að stilla sér upp
til hægri eða vinstri eins og vill
stundum einkenna hinar íylkingamar.
Ég vil leggja mitt að mörkum til
þess að Háskólinn geti komist í hóp
hundrað bestu háskóla heims og
þessu mikilvæga markmiði getur
Stúdentaráðið bara sinnt ef það talar
sem ein rödd.
Vlnnan hefstnúna
Það er ástæða til þess að gleðjast
- og jafnvel reka upp húrrahróp
- yfir því að ráðherra menntamála
hafi loksins ákveðið að hætta að halda
Háskólanum í gíslingu fjársveltisins.
En nú íyrst hefst vinnan. Fylkingar í
Stúdentaráði hafa allar verið duglegar
við að krefjast betri aðstöðu og betri
fjárhags en við höfúm stundum
gleymt að krefjast betri kennslu. Þótt
aukið fjármagn hjálpi auðvitað til þá
er það fyrst og ffernst aukið hugvit
sem getur komið skólum í fremstu
röð. Það ætti að vera eitt aðalhlutverk
Stúdentaráðs að leita endalaust nýrra
leiða til þess að virkja það hugvit,
bæði innan ráðsins og utan þess.
Við þurfúm að tryggja að málefni
Háskólans verði kosningamál í næstu
kosningum og öllum þeim kosningum
sem á eftir koma. Það gerum við
best með því að sýna fram á það
mikilvæga starf sem hér er unnið og
ekki síður hvaða möguleikar eru fyrir
hendi með auknum krafti og skýrari
sýn í menntamálum þjóðarinnar.
Eins er ástæða til að brýna aukna
samstöðu og samstarf á milli
Háskólans og framhaldsskólanna. Þeir
eru jú háskólanemar framtíðarinnar
og málefni menntunnar á landinu er
ástæða til þess að skoða í samhengi.
Háskólinn verður aldrei öflugur nema
hann fái fólk með góða menntun til
sín úr framhaldsskólunum.
En fyrst og fremst þarf Stúdentaráð að
verða vettvangur þar sem þekking og
menntun er dýrmætasta veganestið,
en ekki pólitískar uppeldisstöðvar
stjómmálaflokka landsins. Þeir hafa
flestir ungliðahreyfingar til að sinna
því starfi.
261 StúdentaMaðiA