Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 30
Kosníngar
Vaka,félag lýðrœðissinnaðra stúdenta hefur íyfir 70 ár barist fyrir hagsmunum stúdenta. Vaka hefur
alla tíð lagt áherslu á framkvtemdagleði - að hugsa í lausnum en ekki vandamálum. Þessi stefna Vöku
og aðferðir hafa margoft sýnt sig vera best til þess fallnar að ná árangri. I samræmi við aðferðir Vöku
hefur félagið mjög skýra sýn á hlutverk Stúdentaráðs.
Vaka telur að hlutverk ráðsins sé að beita sér íhagsmunamálum stúdenta sem geta verið til staðar innan
skólans sem og utan hans. Stúdentaráð á ekki að beita sér ipólitiskum málum sem snerta hagsmuni
stúdenta ekki beint. Vaka telur að þeir fulltrúar sem kjörnir eru á lýðræðislegan hátt inn í ráðið séu
ekki kjörnir á þeim forsendum að beita sér í pólitískum málum, sem að snerta stúdenta ekki beint,
heldur til að vinna saman að hagsmunum stúdenta, óháð persónulegum stjórnmálaskoðunum sínum.
Vaka lítur einnig svo á að Stúdentaráð sjálft eigi að vera framkvæmdaafi. Vaka hefur alla tíð verið
alls kostar óhrædd við að taka á þeim málum sem þarfnast úrlausnar og finna lausnir á þeim. Mörg
mál sem þarfnast úrlausnar eru oft ekki áberandi í umræðunni og telur Vaka að Stúdentaráð eigi að
leita slík mál uppi og vinna úr þeim á skilvirkan hátt. Vaka býður stúdentum upp á skýran valkost i
komandi kosningum og er það ósk okkar að stúdentar sjái hag sinn iþví að veita Vöku atkvæði sitt í
kosningunum.
Elham Sadegh Tehrani, studies food science
in the Faculty of Science. For the past year
and a half Elham has been president of the
International Student's Association (ISA). Elham
is our candidate for the chair of the international
committee. If Vaka gets majority of the vote
Elham will be the first foreign student to chair a
committee in the Student Council.
r
lafur Páll Vignisson er 22ja ára
laganemi við Fláskóla íslands
og skipar 1. sæti á lista Vöku
til Stúdentaráðs í ár. Hann er tveggja
bama faðir og er því í öðrum sporam
en flestir jafnaldrar hans. Hann hefúr
því e.t.v. aðra sýn á Háskólann og
hagsmunabaráttu stúdenta en þeir.
Eins og gefur að skilja era málefni
fjölskyldufólks honum hugleikin.
Sunna Kristín Hilmarsdóttir er 22ja
ára spænskunemi við hugvísindadeild
og frambjóðandi Vöku til formanns
Stúdentaráðs í ár. Hún hefur gegnt
formennsku í alþjóðanefnd á
síðastiliðnu ári auk þess að sitja í
Stúdentaráði og í stjórn SHÍ. Hún er
því vel kunnug hagsmunabaráttunni
og ætlar sér að vera öflugur talsmaður
stúdenta nái hún kjöri sem formaður
SHÍ.
Nú hefur Háskólinn sett sér það
MARKMIÐ AÐ KOMAST I HÓP 100 BESTU
HÁSKÓLA í HEIMI. HVAÐ TELJIÐ ÞIÐ
MIKILVÆGAST AÐ BÆTA TIL AÐ ÞAÐ
MARKMIÐ NÁIST?
Sunna: Það er auðvitað af nógu
að taka innan Háskólans og margt
sem þarf að endurskoða ætli hann
sér að komast í þennan einvala hóp.
Lykilatriði í þessu öllu saman er þó
kennslan og gæði hennar, en skóli
sem ekki hefur á að skipa hæfustu
og bestu kennuranum hverju sinni á
að okkar mati ekki að komast í hóp
þeirra bestu. Allt innra gæðaeftirlit
með kennslu þarf að efla til muna í
Háskólanum og við teljum að taka
eigi tillit til kennsluþáttarins þegar
kennarar við skólann fá launa- og/eða
stöðuhækkun. Eins og staðan er í dag
er einungis horft í rannsóknaþáttinn
og þótt rannsóknir séu að sjálfsögðu
mikilvægar þá teljum við með öllu
ótækt að kennslan komi málinu ekkert
við. Þessu viljum við breyta.
Óli: í þessu sambandi má líka nefna
hugmynd sem mikið hefur verið
til umræöu innan Vöku en það er
svokallað umbunarkerfi fyrir kennara.
Það my ndi fela í sér að þeim kennuram
sem stæðu sig vel væri umbunað
fyrir störf sín. Þannig hefði kerfið
hvetjandi áhrif á allt starfslið skólans.
A seinustu áram hefur skólinn misst
marga af sínum færastu kennuram til
samkeppnisskólana og erþað auðvitað
óviðunandi. Einnig er það hversu
erfitt það er fyrir Háskólann að losa
sig við þá sem standa sig illa í starfi en
ástæðan fyrir því er sú að starfsmenn
skólans eru opinberir starfsmenn og
það er hægara sagt en gert að leysa
þá frá störfúm. Með því að umbuna
þeim kennuram sem standa sig vel má
leiða líkum að því að Háskólinn hafi
alltaf á bestu kennurunum að skipa á
hveijum tíma.
En af hverju Vaka?
Óli: Af því það er ákveðin jákvæðni
og framkvæmdagleði sem einkennir
félagið. í stað þess að ýta sífellt á
aðra og bíða eftir því að einhver annar
klári málin gengur Vaka í verkin og
sýnir þannig fram á þau séu gerleg.
Það hefur margsýnt sig í gegnum árin
að aðferðir Vöku virka þegar kemur
að því að keyra mál í gegn. Góð
dæmi um það era Rannsóknadagamir
og það þegar Vökuliðar komu
prófasafni Háskólans á netið. Prófin
vora skötínuð inn í sjálfboðavinnu og
þegar skólayfirvöld sáu
hversu einföld aðgerðin
var og hve mikil þörf
væri fyrir prófasafnið
tók Háskólinn verkefnið
yfir.
Sunna: Hvað varðar
Rannsóknar-dagana þá
era þeir mikilvægur
vettvangur fyrir
skólann til þess að
kynna rannsóknarvinnu
sína. Fulltrúar Vöku í
atvinnulífsnefnd SHI
tóku verkefnið upp á
sína arma og fengu í
lið með sér góðan hóp
af Vökuliðum. Einnig
kom fúlltrúi H-listans
í atvinnulífsnefnd
að skipulagningu og
vinnu við dagana. Þetta
framkvæði sem Vaka sýndi þama og
þrotlaus vinna þeirra sem komu að
Rannsóknadögunum skilaði sér í því
að þeir vora einstaklega glæsilegir í
ár.
Nú hefur Vaka verið í samstarfi
með Röskvu undanfarið ár. Skiptir
einhverju máli hvaða fvlking er í
meirihluta?
Óli: Vaka vill leióa Stúdentaráð með
því að ganga á undan með góðu
fordæmi.
Þrátt fyrir að flestir séu sammála um
markmið í hagsmunabaráttu stúdenta
þá era ekki allir sammála um það
hvaða aðferðum er beitt. Við teljum að
aðferðir Vöku séu best til þess fallnar
að ná árangri og þvi viljum við leiða
ráðið með jákvæðni, samstarfsvilja
og framkvæmdagleði að leiðarljósi.
Til að gefa stúdentum skýra sýn á
það hvemig við munum leiða ráðið
bjóðum
við fram sérstakt formannsefni. Við
teljum það lýðræðislega mikilvægt
að
stúdentar viti hvem þeir era að kjósa
sem formann Stúdentaráðs þegar þeir
kjósa.
Sunna: Vaka hefúr leitt ráðið
undanfarið ár og við viljum halda því
áffam enda teljum við að samstarfið
undir forystu okkar hafi gengið
vel. Gott dæmi um að samstarf
í Stúdentaráði skilar árangri era
Meðmælin sem haldin vora í október
sl. Þá fýlktu stúdentar liði niður á
Austurvöll og mæltu með menntun,
og má segja að það hafi heppnast vel.
Við höfum lagt áherslu á að góðar
hugmyndir séu góðar hugmyndir,
sama hvaðan þær koma.
Hvaða málefni brenna helst á
VKKUR PERSÓNULEGA?
Óli: Sem faðir tveggja lítilla kríla
skiptafjölskyldumálinmigóneitanlega
miklu máli. Ég tel margt við Háskóla
íslands beinlínis óíjölskylduvænt
og mun ég leggja áherslu á það á
komandi starfsári að bæta aðstæður
fjölskyldufólks sem stundar nám við
Háskóla íslands. Mér finnst mjög
mikilvægt að skólinn myndi sér
heildarstefnu í fjölskyldumálum. Slíkt
kæmi ekki aðeins stúdentum til góða
heldur einnig kennuram og starfsfólki
sem hafa ekki síður skyldum að gegna
gagnvart fjölskyldum sínum.
Sunna: Bætt aðstaða nemenda
skiptir okkur öll máli, en stórt skref
var stigið þegar Stúdentakortin
vora tekin í gagnið fyrir tæpu ári.
Aðstaðan mun svo batna enn ffekar
þegar Háskólatorg verður tekið í
notkun en ég tel þó langt í land og
þá sérstaklega í minni eigin deild,
hugvísindadeild. Aðstöðuleysi hefur
lengi hrjáð deildina og er til að mynda
engin lesaðstaða fyrir hendi, hvprki í
Aðalbyggingu né í Árnagarði aúk þess
sem þráðlausa netið í Aðalbyggíngu
virkar takmarkað. Núverandi oddviti
Vöku í Stúdentaráði, og formaður
ráðsins, Sigurður Öm Hilmarsson,
hefúr í vetur talað fyrir því að 3ju
hæðinni verði bætt ofan á Háskólatorg
II, og að hún verði nýtt undir
lesaðstöðu nemenda og aðstöðu fyrir
hugvísindadeild. Tillögur þessar era
nú inn á borði hjá Reykjavíkurborg
og mun ég að sjálfsögðu fylgja því
eftir að komið verði til móts við þessa
næststærstu deild Háskólans.
Er eitthvað sem þið viljið koma á
framfæri að lokum?
Óli: Já, við viljum bara hvetja
stúdenta til að taka afstöðu í
komandi kosningum og nýta sér
kosningaréttinn. Því fleiri sem kjósa,
því sterkara verður Stúdentaráð.
Sunna: Við viljum einnig hvetja
alla til að kíkja á heimasíðuna okkar,
vaka.hi.is, en þar má nálgast allar
mögulegar upplýsingar um Vöku,
málefhin og fólkið sem starfar
innan félagsins. Einnig bendum við
fólki á kosningablaðið okkar sem
er afar glæsilegt í ár en þar má t.d.
sjá niðurstöður könnunar sem við
gerðum á meðal stúdenta við HI nú í
upphafi vorannar.
r
Ivetur hafa allir nemendur skólans getað sótt um stúdentakort, en
þau veita sólarhringsaðgang að byggingum skólans. Kortið er
auðkenniskort stúdenta og gegn framvísun þess fæst afsláttur af
ýmsum vöram og þjónustu. Kortið býður upp á mikla möguleika á að
tryggja stúdentum hagstæð kjör sem víðast í samfélaginu.
Við höfum lengi barist fyrir því að stúdentar fái sólarhringsaðgang að
byggingum skólans. Það var svo komið að tæplega 10 ár vora liðin frá
því að fyrst heyrðust raddir um aðgangskort að byggingunum þegar
Andri Heiðar Kristinsson, þáverandi formaður hagsmunanefndar SHÍ
og núverandi formaður Vöku fór á fund háskólans og bauðst til þess
að stúdentar tækju að sér framkvæmd kortanna gegn því skilyrði að
Háskólinn myndi fjármagna þau. Eftir að það samkomulag náðist
liðu einungis nokkrir mánuðir þar til að kortin vora komin í hendur
nemenda.
Við munum að sjálfsögðu halda áfram að þróa kortin og eram
komin í samstarf við Félagsstofhun stúdenta með það að leiðarljósi að
stúdentakortið verði einnig greiðslukort.
Isíðustu kosningum lögðum við áherslu á
að endurvekja þyrfti Réttindaskrifstofú
Stúdentaráðs. Þó það sé mikilvægt að
Stúdentaráð hugsi um stóra málin, er ekki
síður mikilvægt að ráðið aðstoði þá nemendur
skólans
sem lenda í vandræðum gagnvart kennuram eða
stjómvöldum skólans.
Það var því eitt af okkar fyrstu verkum að
efla og kynna þessa þjónustu fyrir stúdentum.
Sigurður Öm Hilmarsson, formaður SHÍ og
laganemi hefúr
sinnt ótal málum fyrir nemendur skólans á
undanfömu ári. Sem dæmi má nefna mál er
varða rétt nemenda til að skoða gömul próf,
einkunnaskil kennara, einelti og margt fleira.
yívnO'OMf
Undanfarna mánuði hafa Vökuliðar unnið
hörðum höndum að stofnun nýsköpunar- og
framkvöðlasetur fyrir nemendur við Háskóla
Islands. Nafnið Innovit varð fyrir valinu en það er sett
saman úr enska orðinu innovation og íslenska orðinu
hugvit. Þetta nafn þótti tilvalið þar sem það er lýsandi fyrir
starfsemina, en InnoVit er ætlað að efla tengsl Háskólans
við atvinnulífið og þannig skapa spennandi starfsvettang
fyrir stúdenta. Vökuliðar hafa í þessu verkefni sem og
öðrum sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur látið verkin
tala og þegar hefúr starfshópur Vöku skrifað ítarlega
og greinargóða viðskiptaáætlun og einnig stofhað
undirbúningsfélagið formlega. Mjög spennandi verður að
fylgjast með þessu glæsilega Vökuverkefni á næstunni.
301 Stúdentablaðið