Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 10
Umhverflsmál Stern skýrslan og Björn Lomborg Sternskýrslan í október síðastliðnum skilaði breski hagfræðingurinn Sir Nicolas Stem skýrslu um kostnaðargreiningu á loftslagsbreytingum og almennri hlýnun jarðar. Gordon Brown fjármálaráðherra Bretlands hafði nokkru fyrr fyrirskipað um gerð skýrslunnar og em niðurstöðumar hennar vægast sagt slæmar. I skýrslunni kemur m.a. fram að of mikil bjartsýni hafi ríkt í umhverfismálum síðustu misseri en staðreyndin væri hins vegar sú að hætta væri á að efnahagur heimsins gæti tekið um 20% dýfu, komi ekki til aðgerða í loftslagsbreytingum - strax. Ennfremur kemur ffam að hitastig á jörðinni gæti hækkað um allt að 5°C. Sá hitamunur er jafnmikill og munurinn á síðustu ísöld og almennu hitastigi jarðar i dag. Afleiðingar þessarar hlýnunar, segir Stem, að séu meðal annars griðarleg flóð og miklir þurrkar. Yfirborð sjávar myndi ekki einungis hækka um nokkra sentímetra eins efasemdarmenn hafa haldið frarn, heldur um 5-6 metra. í kjölfarið, segir Stem að um 200 milljón manns gætu þurft að flýja heimili sín ásamt þvi að um einn af hverjum sex jarðarbúum hefðu ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Stem leggur til að alþjóðlega bindandi samningur verði gerður á milli allra landa í heiminum, líka þróunarlandanna, um aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Hann leggur því til að um 1% afþjóðarframleiðslu heimsins fari í aðgerðir gegn hlýnun jarðar. ikkl eingönau vandamál piounariannanna Stem heldur áfram og segir að Afríkuríkin fari ekki endilega verst út úr hlýnuninni eins og hingað til hefúr verið talað um, heldur má búast við flóðum í mörgum stórborgum beggja megin Atlantshafs. Enska tímaritið The Economist fjallaði um Stem skýrsluna og þá staðreynd að vesturlönd þyrftu að bregðast við sem fyrst vegna hennar. Blaðið heldur því einnig fram að mál sé til komið að krefjast frekari aðgerða vesturlanda hvað varðar loftslagsbreytingar. Þessi sinnaskipti blaðsins em merkileg þar sem tímaritið hefur verið brjóstvöm og jafnvel varðhundur kapítalískrar vísindahyggju í fjölda ára. Stem virðist því hafa hreyft við blaðinu þar sem rannsókn hans gekk út á að reikna kostnaðinn við loftslagsbreytingar miðað við hvenær yrði bmgðist við þeim. Stem fjallar einnig um mikilvægi Kyoto bókunarinnar en bendir jafhframt á að nú þurfi þjóðir heims að bregðast við sem fyrst vegna þess að bókunin rennur út árið 2112. Kyoto Kyoto sáttmálinn var undirritaður 1998, í dag hafa 160 forsætisráðherrar þjóða skrifað undir hann. Samingurinn var sögulegur á margan hátt enda var þetta í fyrsta skiptið sem svo mörg lönd skuldbundu sig til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. En undirskriftir ráðherra em ekki það eina sem þarf, heldur þarf að standa við gefin loforð. Um þetta leyti er Bretland eina landið sem hefúr nokkum veginn staðið sína plikt í Kyoto sáttmálanum. Flest önnur lönd skrifuðu undir að draga úr gróðurhúsalofttegundum um u.þ.b. 8- 10%. ísland tók þátt í gerð sáttmálans en var eina landið sem fékk að menga meira. Það er í raun mjög sérstakt þar sem innihald sáttmálans er að draga úr mengandi lofttegundum. Ætli Davíði Oddssyni hafi ekki liðið hálfkjánalega í undirskriftarveislunni þegar lönd bám saman markmiðabækur sínar um hvemig bjarga ætti jörðinni? We are going to increase our fossil fúel emissions by 10 percent(!) Þó svo að flestar þjóðir séu komnar langt út fyrir mengunarkvóta sinn og sú staðreynd að kvótar landa ganga kaupum og sölum í hnattvæddum heimi, em markmið samningsins mikilvæg. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en viljinn var kannski ekki fyrir hendi annar en sá vilji til að vera með. Vilji til að vera með er annað en að leggja mengunartolla á fyrirtæki, minnka umferð með beinum aðgerðum o.s.frv. Að auki hafa verið uppi raddir að ástand jarðarinnar sé bara flnt og við þurfúm ekkert að bregðast við ofhlýnun. Erujapar Björns Lomborgs En hvers vegna hefúr ekki verið bmgðist við af meiri krafti á síðustu árum? Frá síðustu aldamótum hefúr efasemdarmönnum vaxið fiskur um hrygg.Þeirsemtrúaþvíaðþaðborgisig ekki að bregðast við loftslagshlýnun. Stjómmálafræðingurinn Bjöm Lomborg gaf út bók sína, Hið sanna ástand heimsins á ensku árið 2001, í þeirri bók leiðir Lomborg okkur í hin heilaga sannleika um hið sanna ástand heimsins. Sá heimur sem Lomborg sér í þeirri bók er nokkuð frábmgðin þeim sem við hin sjáum. í bókinni er allt í besta lagi, engin alvarleg vandamál steðja að og þá allra síst loftslagshlýnun. Afar fáir fræðimenn tóku undir með Lomborg en á hinn bóginn vom íhaldsmenn vestanhafs fljótir að tileinka sér vísindi hans. Helstu mengunarfúrstar heimsins buðu honum að halda fyrirlestra, hægri sinnaðir stjómmálamenn vitnuðu í hann og íhaldssamar rotþrær veittu honum verðlaun. í kjölfarið var hann kosinn einn af hundrað áhrifamestu mönnum ársins 2001 af tímaritinu lofts lagsbreytingum. Lomborg er stjómandi Hafnar- sáttarinnar eða Copenhagen Consensus stofnunarinnar sem gengur út á að hagfræðingar koma saman og reyna að forgangsraða, eftir flokkum, vandamálum heimsins. Hafnarsáttin tekst á við 40 vandamál, allt ffá hungri og vatnsskorti, til ffjálsra heimsviðskipta og loftslagsbreytinga. Til að byrja með er aðgerðum gegn hlýnun jarðar skipt upp í fjóra flokka. Kyoto bókunin er í 27. sæti og mismunandi útgáfúr af koltvísíringssköttum á einstaklinga og fyrirtæki em í sætum 38- 40 samkvæmt Hafnarsáttinni. Til samanburðar má nefna að ffjáls viðskipti em í níunda sæti sáttarinnar en þess ber að geta að allir helstu hagffæðingar Hafnarsáttarinnar teljast sitja hægra megin við miðju. Margir þeirra sem sátu hinum megin við, var ekki boðið að taka þátt og því má ætla að útkoma „sáttarinnar” sé ffemur pólitísk og hlutdræg. Allt gleypt hrátt í viðtalinu við Lomborg í þessu unga en annars ágæta blaði HR- inga kom ekki ffam nein gagnrýni á hann sjálfan. Lomborg fékk margar blaðsíður, óáreittur undir sinn einstefnumálflutning og var engu líkara en blaðamennimir hafi ekki skoðað almenna gagnrýni á stjómmálafræðinginn Lomborg og gleypt allt hrátt sem hann prédikaði. Lomborg ætlar sér að leysa allar hörmungar heimsins eingöngu með hjálp hagfræðinnar sem er ekki einu sinni hans fræðasvið. Þetta minnir um margt á þegar stjómmálafræðiprófessor einn í Háskóla íslands talar um hagfræði eins og það sé hans heimavöllur. Höfúndurefastekkium sannfæringu Lomborgs en það er ótrúlegt að sjá hvemig hann hefúr látið amerísk fyrirtæki og lobbýista notfæra sér rannsóknir sínar í vafasömum tilgangi. Á síðustu mánuðum hefúr hins vegar kveðið við nýjan tón í umræðunni um umhverfismál. Stjómmálamenn og jafnvel olíuforsetinn Bush hafa ýjað að því að Bandaríkjamenn fari nú að minnka koltvísýringsútblástur. Fram að því hafði ekki ríkt nein umhverfisstefna í Bandaríkjunum enda neituðu þeir að lögleiða Kyoto bókunina, þrátt fyrir að hafa skrifað undir hana, eftir að Lomborg sagði að það borgaði sig ekki. Vestanhafs hafa tólf ríki innan Bandaríkjanna ásamt stómm fyrirtækjum, einstaklingum og samtökum tekið sig saman og kært alríkisstjómina fyrir hæstarétt landsins fyrir vanrækslu í umhverfismálum eða fyrir aðgerðaleysi í því að draga úr áhrifúm gróðurhúsalofttegunda. Niðurstöðu er samt ekki að vænta á næstu mánuðum. Útaf fyrir sig er þetta mjögf'merkilegt að ríki innan Æandaríkjanna kæri alnVsstjórnina og verður forvitnilegt að fylgjast með. Mörg þessara rt'kja hafa sem belur fer teiknað upp sína.eigin. sfefhu, í anda Kyoto bókunarinnar, t.a.m. hefúr tortímandinn Schwartzenegger tekið upp umhverfisvæna stefnu fyrir Kalifomíuríki. í Bretlandi hefúr íhaldsflokkurinn hoppað upp á umhverfislestina og er því spáð að umhverfismálin muni ráða miklu í næstu þingkosningum þar í landi. Að vísu hefúr íhaldsflokkurinn verið sakaður um popúlisma en það er sama hvaðan gott kemur. Fyrirtækin eru líka með Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa líka verið að taka við sér á síðastu árum, fyrirtæki eins og Toyota, Archer Daniels Midlands, Sharp, British Petrolium, General Electric og fleiri em að þróa umhverfisvænni farartæki og orkugjafa. Auk þess hafa fjárfestingar aukist gríðarlega í orkufyrirtækjum sem sérhæfa sig í hreinni orku eins og sólarorku og vindorku. Fjárfestingar tvöfolduðust til að mynda í þessum iðnaði ffá árinu 2005 til 2006 og hafa u.þ.b. tífaldast frá 1998. Markaðurinn var mjög seinn að taka við sér en á endanum gerði hann það. Samkvæmt spá, munu fjárfestingar í hreinni orku aukast til muna á þessu ári. Efasemdarmennimir hafa í rauninni frestað aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að sá fræi efans í huga þeirra sem valdið hafa, stjómmálamannanna. Nú hefúr verið sleginn nýr tónn í umræðuna því það er engu líkara en efasemdarraddir í anda Lomborgs séu smátt og smátt að þagna. Ofhlýnun jarðar virðist vera orðin beinhörð staðreynd. Bförnlomborg myndar Gore er sú að verði ekki brugðist við hlýnun jarðar innan 20 ára sé það einfaldlega orðið of seint. Háskólablaðið kemur því nokkuð seint inn í umræðuna um umhverfismál og hafa því miður misst af lestinni vegna þess að almenningur og þá sérstaklega stjómmálalmenn em einfaldlega hættir að hlusta á Lomborg. Hann frestaði umræðunni um nokkur ár en nú virðist vera að renna upp tími aðgerða frekar en umræðu. Hins vegar virðast stjóm- málin oft háð almenningsáliti og stjómmálamenn koma og fara. Stefna er oft háð duttlungum einstaka stjómmálamanna og getur tíska oft ráðið för. Það verður því spennandi að sjá umhverfisstefnu mengunarflokkanna tveggja, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í kosningunum í vor, hvort þeir setji á sig grímu umhverfisvemdar eða komi til dyranna eins og þeir em klæddir. Heímlldir: www. copenhagenconsensus. com The Economist, nóvember og desember 2006 North Power, Clean Edge, The Clean Tech Market Authority www. wikipedia. org/wiki/Kyoto_ Protocol Sir Nicolas Stern: Review on the Economics of Climate Change, (www. hm-treasury.gov. uk) Pétur Ólafsson skrifar frá Bretlandi Times. Jákvæðni. óraunsæi eða taugaveiklað brosP í desember sl. kom út stúdenta- blað Háskólans í Reykjavík, Háskólablaðið. I blaðinu, sem átti að vera með jákvajðum undii (kannski öfúgUvlð Stúdentabláðið7) var viðtaj ,vtð Bjöm Lomborg. I viðtali þéirra HR-jnga kom fram að við þyrftum engaráhyggjur að hafa af Vísln skýrslan rðist mikil heim [íildamynd A1 Inconvenient Truth. uðP á haft allan, sem Gore, An Niðurstaða 101 stúdentaUaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.