Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 19
Fjármál Háskólans á að framhaldsnám skólans sé tiltölulega veikburða og að núverandi fjárhagsstaða geti komið í veg fyrir að skólinn fái að þróast sem öflugur rannsóknarskóli. Skólinn hefúr mætt rýmandi framlögum til kennslu á nemanda með því að auka aðrar tekjur (t.d. HHÍ), og með aðhaldsaðgerðum. Niðurskurður í rekstri hefúr leitt til þess að skólinn er ódýr í rekstri. Það hins vegar þýðir að fámenn námskeið hafa verið felld niður, að endurtekningarpróf eru einungis þreytt einu sinni á ári, að skráðir nemendur á hvem starfsmann er hátt, hlutfall stundakennara hátt og fleira mætti telja upp. Ingjaldur segir „að skólinn hafi alltaf þurft að sýna aðhald í rekstri”, en hann segir þróunina síðustu ár ekki hafa haft alvarlegar afleiðingar á gæði skólans. fremstu Þann 11. janúar var undirritaður samningur um kennslu og rannsóknir við Háskóla íslands fýrir árin 2007 til 2011. Samningurinn felur í sér að 300 milljóna króna hækkun verður á ríkisframlagi til skólans árið 2007, rannsóknarframlag muni síðan hækka árlega um 640 milljónir króna á ári á tímabilinu 2008 til 2011. Að auki er gert ráð fýrir að framlag til háskólastigsins aukist árlega um 3,5% vegna fjölgunar nemenda. Samningur þessi er frekar viljayfirlýsing eða kosningarloforð núverandi ríkisstjómar fýrir hið umrædda tímabil. Það er ljóst að núverandi ríkisstjóm hefúr í dag ekki umboð til að ákveða fjárlög fýrir árin 2008 -2011. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla íslands, sagði síðastliðið vor að stefna skólans sé að koma honum í hóp 100 bestu háskóla í heiminum á næstu 10-15 ámm. Gæði háskóla em aðallega mæld m.t.t. gæða *—Á hvern nemendc —Alls Ríklsframlag tíl Hf sem hlutfall af ríkisútgjöldum á föstu verðlagi. rannsóknarstarfsemi og sagði rektor að „Ein kröftugasta birtingarmynd vísinda innan veggja háskóla verður til þegar saman koma [...] doktorsnemar og metnaðarfúllir leiðbeinendur”. Útskrifaðir doktorsnemar voru 13 árið 2005 við HÍ og er stefnt að því að fimmfalda þann fjölda næstu fimm árin. Kristín sagði að rauntekjur þyrftu að aukast um 65-70% næstu 5 árin til að markmiðið geti náðst. Undanfarin ár hefur ríkisframlag til rannsókna staðið í stað að raunvirði en framlag til kennslu aukist. Allt lítur út fýrir að ríkisframlag til rannsókna muni stóraukast næstu árin og em stjómvöld að koma til móts við óskir rektors. Tvennt er þó enn óljóst varðandi stefnu stjómvalda en það er afstaða til skólagjalda og (jöldatakmarkana við Háskóla íslands. Langtímastefna stjómvalda í þessum málefnum háskólastigins hefúr ekki komið fram og er ekki ljóst hvert stefnir í þeim málefnum. Arnaldur Sölvi Kristjánsson askl@hi.is „Vinir mínir fengu mig til að skipta“ Ungur viðskiptavinur SKO segist hafa verið undir mikilli pressu frá vinum sínum að gerast viðskiptavinur SKO. „Ég borga miklu minna fyrir símann núna,“ segir hann, en vill ekki láta nafns síns getið. Dæmi eru um stóra vinahópa þar sem allir em skráðir í SKO. Eldri borgarar taka Ber að neðan-deginum fagnandi Ber að neðan- dagur vinsæll Til að halda geðheilsunni í svartasta skammdeginu hefur starfsfólk fyrirtækja oft bmgðið á það ráð að gera sér dagamun með þematengdum föstudögum. Hver man ekki eftir „gallabuxnaföstudögum" og „bannað að setja svefnlyf í kaffivélina-föstudögum"? En það sem er að slá í gegn á vinnustöðum landsins í dag em svokallaðir „ber að neðan-föstudagar“. Fátt er betra til að losa um spennu í amstri dagsins en að sjá vinnufélagana nakta að neðan. Og fyrir þá sem óttast stífan yfirmanninn þá eru ber að neðan-föstudagar eins og ferskur andblær. „Þetta var alger himnasending fyrir mig persónulega," sagði starfsmaður í ónefndu stórfyrirtæki. „Áður var ég svo feiminn við yfirmann minn að ég átti í erfiðleikum með að horfa framan í hana. Núna, á hverjum föstudegi, þori ég ekki að horfa neitt annað en þráðbeint í augun á henni. Ég hvet alla til að prófa ber að neðan-föstudaga. Sjón er sögu ríkari.“ m Ánægður eigandi stúdentakorts SKOog Stúdentakortið - hin fullkomna blanda? Allir viðskiptavinir SKO sem em með stúdentakortið geta fengið 500 kr. inneign á mánuði út skólaárið og því um stórfenglega kjarabót að ræða. Ungur stjómmálafræðinemi sem mætti í vísindaferð til SKO komst svo að orði: „Ég hef varla þurft að kaupa mér inneign síðan ég skráði mig í SKO. Þetta er einfaldlega hin fullkomna blanda - svona eins og kók og prins!“ Tala meira | Borga minna. ur jafngoða GiSM-pjonustu og nin sima Eini munurinn er læqra verð! Það kostar EKKERT að færa ímanúmerið til SKO. Þú skráir þig í þjónustuna á www.sko.is.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.