Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 24
Kennarinn Lætur ekki þagga niður I sér tengist líka því sem ég hef verið að gera áður. Breytingar á megingerðum þjóðfélagsins,atvinnulífi,efhahagslífi, stjómmálum, lífskjörum og velferð eru meðal eíhis bókarinnar. I þessu er umfjöllun um þróun tekna, kjara og breytingar á tekjuskiptinunni, sköttum og skattlagningu," segir Stefán. fill eggin í álkörfu Stefán segist hæstánægður með nýlegan samning menntamálaráðherra við Háskóla íslands. „Menn halda að ég geri ekkert annað en að gagnrýna stjómvöld, en ég vil nota tækifærið til að hrósa þeim sérstaklega fyrir þetta. Þama finnst mér stjómvöld hafa stigið afar stórt skref og mikilvægt,“ segir Stefán. „Margar þjóðir í kringum okkur hafa tekið þetta skref fýrr, einmitt í þeim tilgangi að flýta fyrir þróun þekkingarhagkerfisins og ég sé mikinn ávinning af þessu, bæði fyrir Háskóla íslands og þjóðfélagið allt. Þama hafa stjómvöld sýnt mikla framsýni og djörfung. Menn eiga að hrósa því sem vel er gert, en einnig horfast í augu við það sem hefur farið afvega, þó margt sé í góðu lagi.“ Stefán segir mikilvægt fyrir kjósendur í vor að horfa á stefiiu stjómmálaflokkanna með gagnrýnum augum og skoða hvað skiptir máli. „Það blasir við að rétta þurfi kúrs þjóðarskútunnar, bæta hag þeirra sem hafa setið eftir. Fólk ætti að horfa til framtíðar á þessi nýmæli í heiminum, þróun þekkingarhagkerfisins og hnattvæðingarinnar. Það er mikilvægt fyrir íslendinga að taka þátt í þeirri þróun," segir Stefán. „ Við eigum ekki að leggja öll okkar egg í álkörfur og málmbræðslur. Það er atvinnugrein fortíðarinnar, þó að ég sé ekki á móti henni í prinsippi. Sú atvinnugrein skilar ekki nægilegum virðisauka, eins og hátækniþjónusta. Það þarf að efla nýsköpunina í landinu.“ Stefáns segir nýja samninginn við HÍ vera mikilvægt skref í því. „Undirbúningur þekkingarþyrpingar á háskólasvæðinu, Vísindagarða, skiptir einnig miklu máli. Það er afar mikilvægt að koma því verkefni í gang, undirbúningi er lokið og byggja þarf húsnæði yfir þekkingar- og rannsóknafyrirtæki. Það þarf að taka alla Vatnsmýrina í gegn með tilkomu HR þangað. Vatnsmýrarsvæðið allt ætti að geta orðið miðstöð þekkingarþjóðfélagsins í framtíðinni,“ segir Stefán. Stúdentar eru prýstlafl „Stúdentar hafa staðið sig vel og stigið fram í baráttunni fyrir HÍ með því að þrýsta á stjómvöld. Þeir eiga sinn stóra þátt í þessum nýja samningi ásamt rektor og menntamálaráðherra,“ segir Stefán. „Stúdentar eiga að vera meðvitaðir um. sitt stóra og vaxandi hlutverk í þjóðfélagi framtíðarinnar. Þeir verða að vera áhugasamir um hagnýtar, og ekki síður fræðilegar, rannsóknir. í dag og í hagkerfi framtíðarinnar mun munur á þessum tegundum rannsókna fjara út. Þetta skilar allt sér á endanum í hagvexti og hagsældarauka. Stúdentar eiga jafnframt að sýna þróun Háskólans og framsækni hans áhuga. Hugmyndir þeirra eru oft opnari og meira leitandi en þeirra sem eldri eru og þeir verða að vera meðvitaðir um mikilvægi sitt og gera kröfur til sjálfs sín.“ Steindór Grétar Jónsson sgjl@hi.is hafa kitlað sig. „Jah, þetta hefúr oft verið nefnt við mig og meira á síðasta ári en áður. Kannski vegna þess að ég hef verið meira áberandi á þessu sviði. Ég hef nú hugleitt hvort væri áhugavert að skipta um starfsvettvang og hætta í akademíunni og fara í stjómmálabaráttu. Ég er hins vegar ánægður 1 starfi mínu við Háskóla íslands, þetta er fjölbreytt og áhugavert starf. Ég er fúllsáttur við að sinna því áfram, að öllu óbreyttu," segir Stefán. Víldu úagga nfður pjafnaðanal Á árum Páls Skúlasonar 1 rektorsstól nálguðust nokkrir einstaklingar úr starfsliði Háskólans hann og óskuðu þess að hann léti Stefán hætta skrifúm sínum um ójöfnuð í landinu. „Þetta gerðist í hita leiksins og það var ansi dapurlegt af mönnum sem hafa jafnvel sagst vera talsmenn akademísks frelsis og sjálfstæði háskólarannsókna," segir Stefán. „En ég tel að það hafi verið mistök hjá viðkomandi aðilum að gera þetta. Ferð þeirra skilaði engum árangri, hvorki fyrir þá né aðra. Þetta tilheyrir fortíðinni og ég er ekkert að velta mér upp úr þessu. Það má alveg liggja í gleymskunni hverjir þessir menn voru.“ Stefán Olafsson, prófessor í félagsfræði við Félagsvisindadeild HÍ, er umdeild persóna í íslensku þjóðlífi. Hœgri menn finna honum allt til foráttu á meðan vinstri menn fagna rannsóknum hans. Sjálfur segist hann engan sérstakan áhuga hafa á þátttöku i stjórnmálum. Steindór Grétar Jónsson rteddi við Stefán um misskiptingu í þjóðfélaginu, framtíð Islands og tilraunir andstœðinga hans til að þagga niður í honum. „Ég fór að láta meira í mér heyra í byrjun síðasta árs og meginástæðan fyrir því var að ég var kominn með mikið af athyglisverðu efni sem mér þótti eiga erindi inn í þjóðmálaumræðuna," segir Stefán. „Fólk hefúr kannski ekki verið nógu meðvitað um hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Ég gaf því út dálítið af efni um skattamál og tekjuskiptingu, ekki síst til að fá viðbrögð við því og koma umræðunni af stað. Það er gagnlegt fyrir mig í mínu fræðastarfi svo að mín endanlega afgreiðsla geti verið þroskaðari." Helstu niðurstöður úr rannsóknum Stefáns eru þess efnis að ójöfnuður hafi aukist í þjóðfélaginu. „Meginstefið í því sem ég hef verið að segja er að þessi ójafnaðaráhrif komi eftir að búið er að skattleggja tekjur. Tekjuskiptingin, aðallega atvinnutekjur fyrir skatta, hefur ekki breyst mikið, en tekjuskiptingin eftir skatta hefur breyst mikið fyrir áhrif skattakerfisins. Þar er sérstaklega tvennt sem hefur haft áhrif, rýmun skattleysismarkanna og hins vegar upptaka fjármagnstekjuskatts. Samanlagt hafa þessi þættir aukið Tekjuhópar - tíundlr (deciles): Skattar 1996 Skattar 2004 VÖxtur»% I - Lægstu 10% 9.900 163.000 1546,5 II 90.300 454,000 402,8 III 231.600 711.000 207,0 IV 372.900 963.000 158,2 V 512.900 1.198.000 133,6 VI 652.600 1.432.000 119.4 VII 813.900 1.698.000 108,6 h/III 1.006.700 2.014.000 100,1 IX 1.289,400 2.505.000 94,3 X * Haestu 10% 2.232.400 4.159,000 86,3 Meöaltal 721.300 1.530.000 112,1 Heimlld: Stefán Ólafsson (2006), ,3reytt tekjuskiptirvcj lslendinoa* Þróun skattheimtu t olikum tekjuhopum. Upphaedlr beinna skatta (tekju* og etgnaskatta fjölskyldna). Meðalupphæd f tekjutiundarhópum og vöxtur fra 1996 ttl 2004, skattbyrði lágtekjufólks, en minnkað skattbyrði hátekjufólks,” segir Stefán. Framlag Hannesarekki fræðilegt Stefán hefur hlotið gagnrýni fyrir rannsóknir sínar og verið sagður ganga erinda stjómarandstöðunnar. „Einhverjir halda að ég sé að gera þetta í pólitískum tilgangi,“ segir Stefán. „Það er alrangt. Ég er ekkert í pólitík og hef engan áhuga á því að vera þar. Ef ég hefði brennandi áhuga á því væri ég starfandi í pólitík og hef þó fengið tækifæri til að starfa þar. Fyrir mér vakir það eitt að leggja raunhæfara mat á þá þróun sem hefur orðið á þjóðfélaginu. Þjóðmálaumræða, viðbrögð og gagnrýni á verk mín era allt gagnlegir Stefán Ólafsson, prófessor. Ljósmyndari: Birgir Freyr Birgisson þætti í rannsóknum mínum." Stefán segir þó gagnrýnina mis- gagnlega. „Ég hef haft áhuga á að sjá hvemig aðrir meta gögnin mín og hvað þeir segja og skrifa. Þá hef ég minnst gagn haft af því sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sagt. Hans framlag hefúr ekki verið fræðilegt, enda hefur hann ekki lagt sig eftir talnalegum staðreyndum gegnum tíðina. Hans vettvangur hefur meira verið stjómmálaheimspeki og stjómmálabarátta. Einnig hefúr mér fimdist hann fara með mikið af rangfærslum um það sem ég hef gert og það sem fyrir mér vakir,“ segir Stefán. Stefán segir þó hugmyndina um að láta til sín taka á vettvangi stjómmálanna Fátæktervandamál „Það er dálítið forpokað og gamaldags viðhorf hjá stjómvöldum að ætla að tala fátækt á Islandi út úr heiminum eins og hún sé ekki til,“ segir Stefán. „Það reyna stjómvöld hvergi á Vesturlöndum að gera. Til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem fátækt er þrisvar til fjóram sinnum meira vandamál er hér. Þar ganga stjómvöld alla leið 1 að birta upplýsingar og gögn um fátækt og draga ekkert undan. Alls staðar í Evrópusambandinu era stjómvöld með virk markmið og stefnumótun til að vinna gegn fátækt og neikvæðri þróun í þjóðfélaginu. Margt hefúr gengið vel á íslandi og menn þurfa ekki að bera neinn kinnroða af þessu vandamáli.“ Stefán vinnur um þessar mundir að tveimur verkefnum. Annað er stór rannsókn á vinnu íslenskra heimila, vinnumagni og -álagi, verkaskiptingu á heimilum og heildarvinnuálagi beggja foreldra, annars vegar við launaða vinnu og hins vegar við heimilisstörf. „Þarna er komið mikið inn á árekstra heimilis- og atvinnulífs. Ég vinn verkefnið með Kolbeini Stefánssyni, en við skrifúðum saman bók um hnattvæðingu og þekkingarþjóðfélag," segir Stefán. „Hitt verkefnið er bók um þjóðfélagsbreytingar á Islandi sem 241 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.