Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 16
Viðtal við Ásdísi Jennu flstráðsdónur Sigrar Ásdísar Jennu Að Sigra Stundum kemur örvœntingin Til mín eins og refsinorn og öskrar í eyru mín: Þú getur ekki gengið þú getur ekki notað hendur þínar. Þegar sorgin sker hjarta mitt heyri ég hlýja rödd hvísla: Hugur þinn skynjar heiminn I sárustu sorg og dýpstu gleði Og égfinn kærleika umvefia mig í nálœgð vina minna eins og stjörnur jóla sem lýsa sáttfúsum augum okkar. Og lifsgleðin mín kemur á ný og sigrar. (Asdís Jenna) Asdís Jenna Astráðsdóttir er að Ijúka námi i táknmálsfræði við Háskóla Islands, hún á aðeins eitt verkefni eftir og mun útskrifast í júní. Hún fœddist sjö vikum fyrir timann árið 1970 á Akureyri en fékk ekki þá meðferð sem hún þurfti eftir fœðingu og hefur sökum þess átt við mikla fótlun að striða. Asdís er hörku dugleg ung kona sem hefur ekki látið fótlunina stöðva sig við að lifa lífinu lifandi - heilbrigð sál i nánast óstarfshæfum líkama. Asdis og faðir hennar Astráður B. Hreiðarsson veittu blaðamanni Stúdentablaðsins einlægt viðtal á dögunum um líf hennar og tilveru. Fötlunflsúísar Ástráður: „Ásdís fæðist sjö vikum fyrir tímann, hún fær fyrirburagulu en það er þó ekkert að henni þegar hún fæðist en gulan olli því að ákveðnar stöðvar í heilanum skemmdust. Afleiðingar urðu og eru að hún er lömuð, það vantar alla samhæfingu hreyfinga. Þegar hún er að grípa eitthvað þá fer höndin að skjálfa, vöðvamir vinna gegn hver öðmm. Það gildir bæði um hendur og fætur en einnig tunguna sem hún hefúr ónóga stjóm á og veldur því að hún á erfitt með mál.” Gulan olli heymarskerðingu og það var það fyrsta sem foreldrar hennar tóku eftir þegar hún var þriggja mánaða - að hana skorti heym. Þá var þegar farið með hana til Reykjavíkur og heymin könnuð, það sást að hún var heymarskert og fékk hún heymartæki um leið þrátt fyrir að vera aðeins ungbam. Ástráður: „Það næsta sem við tókum eftir var að tungan fór mikið út úr munninum og höfðum við engar skýringar á því og var hún í kjölfarið lögð inn á bamaspítalann. Margir héldu að hún væri með óvenjulega stóra tungu og var spuming um hvort hún þyrfti að fara í lýtaaðgerð til þess að minnka tunguna. Fyrst var það heymarskerðingin, svo að tungan leitaði alltaf út, stuttu eftir það sáum við að hún gat ekki setið uppi eins og önnur böm og þannig kom fotlunin smátt og smátt í ljós.” Ásdís: „Ég á erfitt með að sætta mig við að vera öðmm háð og vera bundin við hjólastól alla mína ævi. Erfiðustu þættimir við mína fötlun eru hreyfingamar, heymin og málið. Þá verð ég oít fyrir því að fólk sem þekkir mig ekki kemur fram við mig eins og ég sé fáviti. Stundum fer fólk að horfa á mig bara af því að ég er fötluð í hjólastól. Mér hefur fundist það mjög óþægilegt en er farin að sætta mig við það. Mér finnst reyndar yndislegt þegar lítil böm horfa á mig af þeirri forvitni sem þeim er svo eðlislægt. Ég er manneskja sem hef tilfinningar eins og aðrir. Mig langar til að vitna í ljóð eftir mig sem heitir Ég hugsa.” Ég hugsa eins ogþið En þið vitið það ekki Ég get ekki sagtykkur það Þið skiljið mig ekki Ég reyni að tala við ykkur En þið horfið bara á mig ogfarið (Asdís Jenna) Tæknin veitir sjálfstæði Ásdís notar netið mjög mikið og eykur það sjálfstæði hennar, hún pantar til dæmis mat frá Nóatúni og senda þeir vörumar heim til hennar. Tölvutæknin er helsta ástæða þess að hún getur búið ein og hefur gert síðan 1994. Það er aðdáunarvert að svo fatlaður einstaklingur búi einn síns liðs, ung kona sem hvorki getur notað hendur sínar né fætur. Hún býr á jarðhæð og fer oft út í hjólastólatúra með vinkonu sinni Huldu sem er einnig bundin í hjólastól og býr í sama húsi. Það sem gerir Ásdísi kleift að sinna öllum sínum áhugamálum og stunda námið er sérútbúinn hjólastól. í honum er sérstakt lyklaborð en með því getur Ásdís tekist á við flest dagleg störf. Ástráður: „Hún hefur tvo takka sem hún notar hökuna með og gefur mismunandi skipanir. Hún getur gert allt með þessu. Hún notar tunguna til ÁsdísJenna Ástráðsdóttir Ljósmyndari: Birgir Freyr Birgisson þess að ýta á takka sem opnar og lokar hurðunum. Það em einnig geislar frá tölvunni sem stóllinn skynjar og tengir þannig lyklaborðið á stólnum við tölvuna. Þessi búnaður er mjög þróaður eins og sést best á því að hún notar bara þessa tvo takka.” Ásdís: „Ég er einnig með tölvu sem er tengd við rafmagnsstólinn, ég nota hana bara ef ég þarf að tjá mig mikið eins og þegar ég er að halda ræður eða eitthvað þannig. Ég skrifa allt niður áður en ég held ræður og svo er tölvan sett fyrir framan stólinn sem er hljóðgervill.” Ástráður: „Ásdís hélt á síðasta ári fyrirlestur, sem hún kallaði „Fatlaður á ferðalagi” á ferðamálaráðstefnu á Hótel Sögu og annan lyrirlestur á ráðstefnu sem haldin var á Nordica um tölvubúnað fyrir fatlaða. Sá fýrirlestur hét „Ég heiti Snorri og tala fyrir Ásdísi” en hún kallar tölvuna sína Snorra. Þá var hún búin að útbúa fyrirlesturinn á þessa tölvu sem inniheldur meðal annars hljóðgervil. Hún valdi karlmannsrödd í staðinn fyrir kvenmannsrödd því henni fannst kvenmannsröddin svo skræk.” Ástráður: „Það er guðsgjöf fyrir Ásdísi þessi tölvuveröld í dag. Hún hefúr ffá byrjun fylgst vel með öllum þróunum í tölvum, áður en Intemetið varð til var hún með gagnabanka - hún átti meiri að segja fmmkvæði á því að geta pantað sér mat í gegnum tölvuna. Hún þiýsti einnig mjög á bankann sinn, Glitnir sem þá hét Islandsbanki, um að hún gæti farið inn á reikninginn sinn héma heima fyrir mörgum ámm síðan en Glitnir var fyrsti bankinn til þess að setja upp heimabanka á Islandi.” Bjargir Ásdísar og aðgerðir Þegar Ásdís var eins og hálfs árs gömul fluttu foreldrar hennar til Danmerkur. Á þessum tíma var Island eins og þróunarland hvað varðar aðstoð við fatlaða en Danir voru hins vegar mjög framarlega á því sviði. Ástráður: „Um leið og við komum þangað fómm við til Árósa, þar kom nánast öll hjálpin inn um dymar. T.a.m. komu talkennari og sjúkraþjálfari nokkmm sinnum í viku heim til okkar. Hún var ekki byrjuð að tala en við sáum að hún var með vökul augu og skildi hvað var í gangi - hún var alltaf svo forvitin og er það enn. Hún fékk fljótlega pláss í leikskóla þar sem henni var veitt sjúkraþjálfún og nauðsynleg umönnun. Það var leikskóli fyrir fötluð börn en fljótlega fór hún í leikskóla með krökkum í hverfinu en var alltaf með stuðningsfúlltrúa. Þeir útveguðu strax pláss fyrir bróður hennar, sögðu að það gengi ekki að hann væri alltaf á pilsinu hjá mömmu sinni - sérstaklega í ljósi þess að við vorum svo mikið á spítala með litlu systur hans.” Ástráður: „Þegar hún var lítil stúlka svaf hún alltaf illa á nóttinni, þá fór líkaminn alltaf á fúllt því allir vöðvar hennar spenntust upp, við þurftum alltaf að vakna reglulega á nóttunni og snúa henni. Við byrjuðum svo að gefa henni vöðvaslakandi lyf til þess að hún gæti sofið. Hún sagði alltaf þegar við komum inn til hennar „sparka mikið, sparka mikið”, þá var hún búin að reka sig mikið í og svaf sjálf ekki fyrir þessum spörkum sínum. Stundum getur hún ekki enn sofið fyrir þessum ósjálffáðu hreyfingum.” Ásdís fór í aðgerð fyrir nokkrum árum til þess að minnka þessar ósjálfráðu hreyfingar. Gangráður var græddur undir húðina og leiðslum frá honum komið fyrir inn í heilann. Tækið veitir rafmagni í ákveðnar stöðvar í heilanum en þegar þessar stöðvar eru örvaðar þá slakar á spennunni í vöðvunum. Aðgerðina framkvæmdi breskur heilaskurðlæknir að nafni Tipu Azis, hann er upphaflega frá Bangladesh. Hann vinnur í Oxford en kom til Islands til þess að framkvæma aðgerðina á Landspítalanum ásamt Garðari Guðmundssyni, heila- og taugaskurðlækni. Til þess að slaka ennfremur á vöðvaspennunni og minnka hinar ósjálfráðu hreyfingar fór Ásdís í aðra aðgerð síðastliðið vor þar sem grædd var lyfjadæla undir húð og slanga leidd inn í mænugöngin en um hana rennur vöðvaslakandi lyf - Baklofen. Enn er verið að stilla inn réttan skammt en þessu hafa fylgt töluverðar aukaverkanir. Þegar Ásdís 161 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.