Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 21
FYRIRHEITNA LANDIÐ 007. Eva Steinþórsdóttir og Kristófer Blcer. 008. Töfflampi. Eva heldur mikiS upp á þennan flotta lampa. Hún fékk hann i útskriftargjöf þegar hún lauk prófi í ferðamálafrœði. 009. Nauðsynjahlutir móður og sonar, dagbókin og leikföngin. 010. Karlmaðurinn á heimlinu býr í sínu eigin ríki. Nafn: Eva Steinþórsdóttir. Aldur: 27 ára. Námsgrein: lauk Bs í ferðamálafraeði í febrúar en tefnir á MA í markaðs- og alþjóðaviðskipti í haust. Staerð íbúðar: 58 fm. Leiga: ca. 72 þúsund. Kostir við að búa á garði: „ Ódýrari leiga en gengur og gerist. Stutt í skólann fyrir mig og sonurinn fer í skólabil í Melaskólann. Góð lesaðstaða í húsinu. Margir leikfélagar fyrir soninn." Gallar við að búa á garði: Það má ekki negla í veggi eða breyta neinu. Brunakerfið á það til að fara í gang á ólíklegustu tímum og svo má segja að þvottavélin í þvottahúsinu geti bæði flokkast sem kostur og galli. Hún tekur mikinn þvott í einu en fer frekar illa með fötin." Eva býr með syni sínum, Kristófer Blæ Jóhannssyni 6 ára, í þriggja herbergja íbúð á Eggertsgötunni. „Ég bjó áður í tveggja herbergja íbúð við sömu götu. Ég sakna dálítið kommúnandrúmsloftsins sem ríkti þar. í blokkinni var mikill samgangur enda margir íbúanna einstæðar mæður sem hjálpuðu hverri annarri. Maður gat alltaf fengið einhvern til að líta eftir stráknum ef maður þurfti að skreppa út í búð eða vanhagaði um eitthvað þegar maður veiktist. En á móti bý ég nú í stærri og betri íbúð." GARÐPRÓFASTARNIR Á ÁSGARÐI ifer 1 004. Lífog fjör við mataborðið hjá þeim Erlu Björk og Þormóði. 005. Sófinn er í uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Þar ergott að hreiðra um sig og slaka á fyrir framan sjónvarpið. 006. í riki prinsessanna á heimilinu, þeirra Auðar Rósar, 5 ára og Freydisar Lilju 1 árs. Nafn: Erla Björk Jónsdóttir, 29 ára. Nafn: Þormóður Geirsson, 28 ára. Námsgrein: Hún, guðfræði. Námsgrein: Hann, lyfjafræði. Kostir við að búa á garði: „Hér eru allir í sömu stöðu, á svipuðum aldri, í námi og að ala upp börn. Allt er í göngufæri, leikskólinn og skólinn.Góð lesaðstaða í húsinu. Krakkarnir eiga fullt af vinum í húsinu. Þetta gæti varla verið betra.“ Gallar við að búa á garði: „íbúðin er kannski full lítil fyrir fjögra manna fjölskyldu." Stærð íbúðar: 63 fm. Leiga á mánuði: ca. 70 þúsund. Hjónin Erla Björk og Þormóður hafa nokkuð langa reynslu af stúdentagörðum. Þau fluttu árið 2003 í tveggja herbergja íbúð með fjögra mánaða dóttur sína. Þegar fjölgaði í fjölskyldunni sóttu þau um stækkun og búa nú í þriggja herbergja íbúð á Skerjagarði. Þau gegna nú embætti garðprófasta sem þýðir að þau eru ígildis húsverðir á staðnum. „ Við erum farin að Erla Björk sjá fyrir endann á garðadvölinni þar sem Þormóður útskrifast i vor en ég eftir eitt ár. Ég er viss um að í minningunni verður tíminn á görðunum sveipaður rómantík.“« ©

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.