Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 32

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 32
¥-tl*tr FUJGGÁFAPAR FLUGFREYTUR ímynd flugfreyjunnar hefur verið tvibent í gegnum tíðma. Annars vegar hefur starfið verið baðað cevintýraljáma, aðfáað ferðast í vinnunni, að komast tíl fjarbegðra staða, staða sem maður annars fœri aldrei til, ogsíðan en ekki síst að komast í fríhöfnina mörgum sinnum í mánuði eru nokkur atriðið sem hafagert landann öfundsjúkan út í starfið ígegnum tíðina oggert ímyndstarfsins fyllta fríðindum. Hins vegar hafa flugfreyjumar sjálfar oft verið stimplaðar sem fremur heimskar fegurðardrottningar sem er lítið armað til lista lagt en að klœða síg upp og versla í údöndum. Það sem snýr að farþegum er einungís þjónustuhluti starfsins en eins og blaðamaður komst að er þjónustan er einungis lítiH hluti af starfirm og að það eru gerðar miklar kröfur um öryggi, stjórmm og skipulag til þeirra sem þjóna okkur um borð. Fólk hugsar eirmig lítið út í að þetta fólk þarf að vinna á ölhxm tímum sólarhringsíns og takast á við svefnraskanir sem koma fram þegar fbgíð er tímabeltannaámíllí. Virmuaðstceður eru heldur ekki góðar, þröngir gangar, pínuhtil eldhús og þurrt og þunnt andrúmsloft sem hefurskem áhrifá líkamann til lengdar. Annað sem margir gera sér ekki grein fyrir er hversu vel menntaður og metnaðarfullur flotinn er. Margir þeirra sem vinna þetta starf eru háskólamenntaðir, í skóla með fluginu eða að gera aðra spennandi hluti. Maður spyr sig þá, hvers vegna er þetta fólk þá enn í þessu starfi og hvað er það við þessa vinnu sem heldur fólki? Ég ræddi við þrjár metnaðarfullar framakonur sem hafa unnið sem flugfreyjur í nokkurn tíma en allar eru þær að gera aðra hluti meðfram fluginu. Þorbjörg Jónsdóttir er með B.S. próf frá Háskóla íslands í viðskiptafræði á fjármálasviði. Hún er núna í MBA námi við Háskólann i Reykjavík. Hún hefur starfað sem flugfreyja með hléum frá 2004. Það sem dró hana að starfinu var ævintýraþrá og að fá tækifæri til að vinna áfram fyrir Icelandair en Þorbjörg hafði áður unnið fyrir fyrirtækið erlendis og var ánægð. „Það sem heillar mig við starfið er mjög skemmtilegt vinnuumhverfi, góður hópur af samstarfsfólki og sveigjanlegur vinnutími" segir Þorbjörg. Að hennar mati býður starfið upp á marga möguleika meðfram vinnunni vegna óreglulegs vinnutíma. Þorbjörg hefur áður verið í atvinnurekstri með fluginu og núna er hún í framhaldsnámi. „Starfið er fjölskylduvænt að mínu mati,“ segir hún og bendir á að vinnutíminn sé sveigjanlegur og gefi kost á að geta eytt tíma með fjölskyldu og vinum, oft í miðri viku eða um helgar. Þorbjörgu finnst viðmótið í samfélaginu almennt jákvætt gagnvart flugf reyjum. „Mörgum finnst starfið spennandi en ég fæ oft spurninguna, af hverju ertu bara að fljúga?" Hún telur að fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því hvað felst í því að vera flugfreyja. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir öryggishluta starfsins, en hann er í fyrsta, öðru og þriðja sæti hjá okkur." Þorbjörg bendir þó á að það sé kannski skiljanlegt þar sem að það er einungis þjónustuhlutinn sem snýr að farþegunum. Annað sem almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir er hvað flotinn er almennt vel menntaður. „Ég er að vinna með flugþjónum og freyjum sem eru eru innanhúsarkitektar að mennt, viðskiptafræðingar, hjúkrunarfræðingar og kennarar," segir Þorbjörg. Varðandi framtíðina er Þorbjörg með ýmsar hugmyndir. Með hennar menntun kemur til greina að leiða fyrirtæki eða stóra deild innan fyrirtækis eða jafnvel að fara út í atvinnurekstur. Hún fór í MBA námið með opnum hug. „Þetta er stórt tækifæri inn í framtíðina, takmarkið er að komast í góða stöðu og ég er spennt að sjá hvaða tækifæri bjóðast" segir hún. Þær kröfur sem Þorbjörg gerir til vinnu eru þær að henni sé sýnd virðing í starfi og að vinnuframlag hennar sé metið. Henni þykir Icelandair hafa almennt komið vel fram við sig, hún fær þann sveigjanleika sem hún þarf til að geta stundað námið og telur það gífurlega mikinn kost. Þó svo að Þorbjörg sé ekki beint að nýta menntun sína í vinnunni þá telur hún með engu móti að hún sé að taka niður fyrir sig í starfi sem flugfreyja. „Samhliða starfi næ ég að nýta menntun mína, vera í öðru starfi og mennta mig.“ Þórdís Harpa Lárusdóttir hafði alltaf haft þá flugu í maganum að prófa flugið þegar hún var yngri. Hún hafði ferðast mikið á yngri árum, meðal annars farið sem au-pair til Þýskalands og Spánar. Eftir stúdentspróf fór hún sem au-pair til Bandaríkjanna og eftir heimkomu var hún sannfærð um að hún vildi ®taka þátt í því ævintýri sem flugið er. Það sem 1 :u„a: 1_________ ,.:A n—:A „„ að fá skoðað heiminn. „Þetta átti auðvitað einungis að vera sumarstarf í upphafi en ég fékk fastráðningu strax um haustið og þá var ekki aftur snúið" segir Þórdís og hlær, en hún er búin að starfa sem flugfreyja í tólf ár. Sú krafa sem Þórdís gerir til vinnu sinnar er fyrst og fremst sú að hún sé skemmtileg og gefi eitthvað tilbaka. „í flugfreyjustarfinu sem er að mestu unnið af konum er ótrúlegur sveigjanleiki" bendir Þórdís á. Hægt er að fá tækifæri til þess að vera í hlutastörfum hvort sem er innan hvers mánaðar eða í formi frímánaða. Flugfreyjurnar fá sjálfkrafa að fara í hálfa stöðu eftir barnseignarleyfi og halda henni í tvö ár. „Við fáum kost á tveggja ára launalausu leyfi sem margir notfæra sér til að mennta sig, ferðast eða kynnast öðrum störfum. Þetta er alls ekki sjálfsagður hlutur og mér finnst að manni beri að vera þakklátur fyrir það.“ Þórdís segir jafnfram að samheldnin sé mikil meðal vinnufélaganna og góður andi. í dag á og rekur Þórdis, ásamt vinkonu sinni, tvær verslanir sem heita Friis8tCompany - þar eru seldir fylgihlutir fyrir konur. „Ég hafði alltaf verið með opin augu fyrir einhverskonar innflutningstækifærum á ferðum mínum erlendis og hafði endalaust fengið einhverjar hugmyndir en lét ekki til leiðast fyrr en ég hnaut um þetta merki. í rekstrinum fæ ég útrás fyrir að vera minn eigin herra, vera atvinnuskapandi, hafa áhrif á tísku að einhverju leyti, sem er líka mjög stórt áhugamál hjá mér og margt fleira". Alla tíð hefur Þórdís fundið fyrir mjög góðu viðmóti frá fólki þegar það heyrir að hún sé að fljúga. Einu neikvæðu viðbrögðin sem hún hefur fundið fyrir á ferlinum eru frá karlmönnum sem halda að þeir megi klípa í rassinn á henni, klæmast við hana og kalla hana elskuna sina í vinnunni, en sem betur fer gerist það ekki oft. Þórdísi finnst þó að fólk vanmeti starfið að mörgu leyti: „Margir halda að við séum svona ótrúlega heppin að fá ókeypis far yfir hafið til Ameríku meðan þeir þurfi að borga". Kröfurnar hafa aukist gífurlega frá því að hún byrjaði í starfinu, sérstaklega með aukinni kröfu um öryggisleit um borð og þess háttar. Flugfreyjur fá oft ekki sinn matar- og kaffitíma og oft þurfa þær að vinna stanslaust langa vinnudaga án þess að fá pásu, „ég tala nú ekki um tímahringlið og að mæta í vinnuna á öllum tímum sólahrings og öll breytilegu tímabeltin sem við förum í gegnum, við vitum heldur aldrei hvernig dagurinn okkar verður í byrjun dags. Það gæti einhver farið í hjartastopp eða veikst alvarlega, við gætum þurft að glíma við ofstopa farþega eða óánægða farþega. Það er nánast allt í þessu lífi sem gæti komið upp hjá okkur á til dæmis þriggja tíma flugi frá Keflavík til Kaupmannahafnar." Þórdís bendir á að það er þetta sem gerir vinnuna spennandi og að einn af helstu styrkjum flotans er að vinna úr þeim málum sem koma upp hverju sinni. Ása Valdís Gísladóttir er með B.A próf í frönsku og er nú í mastersnámi í alþjóðasamskiptum við Háskóla íslands. Hún hefur verið að fljúga í nokkur sumur, en hefur verið í námi á veturna. Ástæðin fyrir því að hún fór að fljúga var hin klassíska ferðabaktería sem margir þjást af. Það sem heillaði hana strax við starfið var góður hópur starfsfólks. Óreglulegi vinnutíminn hentaðihennieinnigvel. „Starfið er gott að hafa þegar maður er í námi og það gefur manni tækifæri til þess að ferðast," segir Ása. Starfið sjálft kom henni verulega á óvart. „Það er mun meira krefjandi en ég átti von á, mun fleira sem þarf að gera og kunna um borð,” bendir hún á. Ásu finnst viðmót fólks yfirleitt jákvætt. Flestum finnst spennandi að heyra að hún sé að fljúga en Ása verður þó vör við að sumir haldi að þetta sé aðeins starf fyrir „sætar skvísur." Henni finnst þó gaman í vinnunni, dagarnir eru misjafnir en það fer aðallega eftir starfsfólkinu hverju sinni og farþegunum hvernig flugið verður. Framtíðin hjá Ásu er óákveðin. „Auðvitað er maður að mennta sig til þess að auka tækifæri sín í framtíðinni," segir hún. Ása hefur ferðast mikið á eigin vegum og t.a.m. verið á Indlandi. Hún gæti vel hugsað sér i framtiðinni að vinna viðhjálparstarfeðajafnvelhjáutanríkisþjónustunniþar sem hún gæti nýtt menntun sína. Hún er ánægð að vera komin inn hjá Icelandair því það er gott að geta gripið í flugið. Það kæmi einnig vel til greina hjá Ásu að fljúga áfram eftir MA námið. „Á meðan mér finnst gaman og líður vel kemur flugið áfram til greina, menntunin pulnir mnanlpika manns á ftflni" setrir hún. ■

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.