Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Qupperneq 14

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Qupperneq 14
Ritsafnið íslam með afslcetti, sem kom út hjá Nýhil í janúarmánuði síðastliðnum, hefur vakið nokkra athygli og hlotnast bæði hól og gagnrýni. Megnið af þeirri gagnrýni hefur komið fram á bloggum og fallið í nokkuð fyrirsjáanlegar gryfjur umræðunnar „með og á móti íslam(istum)" - að undanskilinni grein Björns Þórs Vilhjálmssonar í Morgunblaðinu sem einkum agnúaðist út í skort á neðanmálsgreinum. Grein Símons Hjaltasonar í síðasta tölublaði Stúdentablaðsins er fyrsta tilraunin sem birtist á prenti til alvarlegrar gagnrýni á bókina, en í greininni sér Símon sig fyrst „knúinn til að koma nokkrum atriðum á hreint" varðandi „ruglið" sem hann hefur heyrt um „Jótlandspósts-vesenið." Símon gefur í skyn að íslam með afslætti sé dæmi um slíkt rugl, sem hann nefnir einnig „hysteríu" og ber saman uppblásinn fréttaflutning DV af smávægilegri uppákomu fyrir nokkrum vikum síðan þar sem tímaritið Sagan öll birti teikningar af spámanninum Múhameð. Símon segir að íslam með afslœtti hafi orðið til í andrúmslofti skopteikningamálsins, og er það rétt líkt og lesa má um í formála bókarinnar. Skilningur Símons á orsökum, aðdraganda og þýðingu skopteikningamálsins er hins vegar það yfirborðskenndur að hann getur ekki séð tilganginn með bókinni. Símon á nefnilega sjálfur einfalda skýringu á fárinu í kringum skopteikningamálið - sem er jafn ófullnægjandi og hún er margítrekuð í greininni - en hún er þessi: hystería. Símon gerir tilraun til að skýra nánar hvaða erindi hið úrelta læknisfræðilega hugtak hystería á við skopmyndamálið, en það hefur verið notað í gegnum tíðina til að lýsa sjúkdómseinkennum sem læknavísindin telja að eigi sér ekki „rökréttar" lífeðlisfræðilegar skýringar, og er það dregið af gríska orðinu/iystersemmerkirleg, enda varhugtakið einkum notað um slík sjúkdómseinkenni kvenna. Raunar var lengi talið að aðeins konur gætu þjáðst af hysteríu, eða allt þangað til Sigmund Freud sýndi fram á annað. Hugtakið ber enn með sér þann merkingarauka að um sé að ræða óskynsamleg, órökrétt og tilfinningalega ofsafengin viðbrögð við einhverju, öfugt við rökrétt og yfirveguð viðbrögð hins skynsama. Útskýring Símons ber einmitt að þeim brunni að um órökréttan misskilninghafi verið að ræðahjáþeim sem mótmæltu Múhameðsteikningunum: Misskilningurinn, hysterían, óðagotið út af engu, er að mati Símons sá að halda að Múhameðsteikningarnar hafi verið særandi, rasískar eða ógnandi. Nei, Símon kemur því „á hreint" - fyrir þá sem ekki vissu - að teikningarnar voru „hugsaðar sem varnaraðgerð fyrir tjáningarfrelsið allt frá upphafi." Ritstjórar Jótlandspóstsins njóta alls hugsanlegs vafa í huga Símons um hvort þetta sé rétt ágiskun um ásetning þeirra - Símon telur að þeir hafi einkum viljað mótmæla „undanlátssemi" og „sjálfsritskoðun" gagnvart Múslimum í Evrópu sem og þeim undarlega vanda að „blaðamenn í ýmsum Evrópulöndum ... voru farnir að sneiða úr skrifum sínum hin og þessi atriði til þess eins að móðga ekki þennan þjóðfélagshóp." FÖÐURLEG HNEYKSLUN Þannig gekk ritstjórum Jótlandspóstinn að mati Simons gott eitt til, þeir vildu einfaldlega að múslimar hættu að vera „súkkulaði í umræðuleiknum", yrðu virkir þáttakendur í stað skrauts í hinum fjölmenningarlega heimi, og má nánast skilja þetta sem svo að ritstjórarnir hafi verið í hálfgerðri réttindabaráttu fyrir hönd múslima, viljað þeim allt hið besta og í raun verið að beita sér fyrir fullri þátttöku þeirra í nefndum „umræðuleik" blaða og fjölmiðla. Sé þetta rétt hjá Símoni hljóta viðbrögð sumra múslima, sem tóku myndbirtingarnar óstinnt upp, að skiljast ekki aðeins sem móðursýki - óðagot án tilefnis - heldur jafnvel sem óskiljanlegt vanþakklæti. Þessi greining Símons er sama marki brennd og mestöll umfjöllun á Vesturlöndum um mótmæli múslima í Evrópu eða almennings í múslimalöndum í tengslum við skopmyndirnar. Sá möguleiki að um „eðlileg" viðbrögð hafi verið að ræða er ekki tekinn til greina - Símon kemur því raunar á hreint hver „eðlilegu" viðbrögðin hefðu verið: að „hundsa" Jótlandspóstinn - heldur er gengið út frá því að um heilaþvott og múgæsingu hafi verið að ræða, þar sem útsmognir múslimaklerkar gripu „til þess ráðs að skipuleggja mótmæli" og „koma illindum af stað." Símon útskýrir ekki hvernig umræddir múslimaklerkar komu því um kring að „sendiráð voru brennd og fólk var beitt ofbeldi" - lesandinn verður að draga þá ályktun, í takt við vel þekkta og fordómafulla mynd sem dregin er upp af múslimum í vestrænum fjölmiðlum og Símon samþykkir, að mótmælendurnir hafi einfaldlega verið kolklikkaðir - móðursjúkir vitleysingar. Lýsing Símons á atburðunum ber keim af sömu hrokafullu vanþekkingu og einkennir umfjöllun á Vesturlöndum almennt um múslima og lönd þeirra. Símon hefur þannig ekki áhuga á því að vita hvers vegna fólk týndi lífi í mótmælunum eða hverjir stóðu að baki þeim morðum, tilgátu hans um hysteríu nægir einfaldlega að „fólk var beitt ofbeldi" og „sendiráð voru brennd." Óþarft er að fjölyrða hér um birtingarmyndir og orsakir þessarar grunnhyggnu umfjöllunar, því Haukur Már Helgason, rithöfundur, skrifar frábæra grein um akkúrat þetta í íslam með afslœtti, á blaðsíðum 115-119 og skal til hennar vísað. Vandi Símons er þó ekki sá að hann sé þjáður af múslimahatri líkt og stór hluti íslendinga sem veður uppi með óhróðri gegn múslimum á bloggum landsins, heldur hitt - sem er mun útbreiddari og hugsanlega skeinuhættari vandi - að hann veit ekkert um múslima og þar af leiðir að hann getur ekki sett sig í spor peirra. Sem betur fer gerist þess ekki þörf að rekja hér þá stóru eyðu sem vantar í sögu Símons um myndbirtingamálið - þá staðreynd að múslimafælni veður nú uppi á meginlandi Evrópu sem aldrei fyrr og að einkum og sér í lagi í Danmörku hefur á undanförnum árum verið lagt upp í herferð gegn réttindum innflytjenda, sem margir eru múslimar - því enn má benda á frábæra grein í Islam með afslœtti. Það er greinin „Skrímslið undir rúminu" eftir Sigurð Ólafsson, sem birtist einnig í Lesbók Morgunblaðsins í janúar. Þar rekur Sigurður á greinargóðan og yfirvegaðan hátt hvernig andrúmsloft útlendingahaturs hefur þróast í Danmörku síðan í upphafi tíunda áratugarins og segir: „Sú uppsafnaða gremja sem loks fékk útrás í tengslum við Múhameðsmyndirnar í Jyllands-Posten átti sér því skýran aðdraganda, jafnvel þó að dönsk stjórnvöld hafi sett upp falskan undrunarsvip og ekkert þóst skilja eða vita" (bls. 113). Svipurinn á Simoni, ef marka má stilbrögð hans og efnistök, er hins vegar ekki undrun, heldur meira í ætt við einhvers konar þreytulega og allt að því föðurlega hneykslun; við sjáum Símon fyrir okkar þar sem hann ranghvolfir í sér augunum yfir ruglinu í þessum hysterísku múslimum, sem neita að skilja að Múhameðsteikningunum var í raun alls ekki beint gegn þeim, heldur aðeins til varnar tjáningarfrelsinu. En „tjáningarfrelsið" er ekki og var ekki úrslitaatriði í málinu, líkt og ráða má af samhengi þess. Augljóst er að enginn trúarhópur eða kynþáttur á Vesturlöndum hefur orðið fyrir viðlíka skítkasti og ofsóknum í fjölmiðlum hin síðari ár og múslimar, og að halda því fram að þar ráði varfærnislegt meðalhóf - að blaðamenn séu „farnir að sneiða úr skrifum sínum hin ogþessi atriði til að móðga ekki þennan þjóðfélagshóp," líkt og Símon heldur fram - eru fjarstæðukennd öfugmæli. Engum dylst að það er beinlínis í tísku að úthrópa múslima sem afturhaldssama og vanþróaða kvenhatara. Staðlausar alhæfingar og Gróusögur vaða uppi um hversu ægileg ógn múslimar séu við vestrænt samfélag, og fjölmiðlamenn skeyta ekki um að leiðrétta þetta.1 Málfrelsið hefur verið dregið inn í umræðuna einfaldlega vegna þess að það er miklu þægilegri réttlæting fyrir fordómafullum og lítillækkandi ummælum eða teikningum en að sýna fram á að það búi raunveruleiki að baki þeim. Ekkert af þessu haggar sannfæringu Símons um að skopmyndamálið í heild hafi snúist um tjáningar- frelsið, og fullyrðir hann að íslam með afslœtti hafi ekkert að færa lesendum sem „hafa kynnt sér Islam" og vilja „raunverulegt innlegg inn í umræðuna um gildi og eðli tjáningarfrelsisins í samhengi við íslam". í orðanna hljóðan liggur að Símon sé sjálfur í hópi þeirra sem hann segir hafa „mikið á milli eyrnanna" og þurfa alls ekki að vita meira um múslima og Islam, og að slíkir þungavigtarmenn vilji og þurfi aðeins ræða um tjáningarfrelsið. Kannski hefur Símon hreinlega of mikið á milli eyrnanna, svo mjög að athyglisgáfan líður fyrir, því fjöldi greina í bókinni tekst einmitt á við spurninguna um tjáningarfrelsið, svo sem skoðanaskipti Philips Henshers og Gary Younge (bls. 70-75) svo og stórfróðleg samræða teiknaranna Art Spiegelman og Joe Sacco (bls. 91-94), að ógleymdri f rábærri grein Helgu Katrínar Tryggvadóttur og Kötlu ísaksdóttur (bls. 86-90) og pistli Óttars M. Norðfjörð (bls. 95-100). UMVÖNDUN OG AFSTÆÐISHYGGJA Orðavalið í umfjöllun Símons er f ram úr hófi hrokafullt og tónninn einkennist af umvöndunarsömu orðalagi þar sem skotspónar hans eru ýmist „hysterískir" eða „barnalegir" og þarfnast leiðsagnar hans við að „koma hlutunum á hreint" - á meðan Símon sjálfur þarf „ekki hjálp við að ‘skilja’ múslima". Óskandi væri að Símon hefði innistæðu fyrir þeim bumbuslætti, því sannarlega er þörf á upplýsingu og yfirvegum í umræðunum um íslam nú um stundir. Það er því bagalegt að Símon misskilur ekki aðeins sjálfan bakgrunn deilunnar um Múhameðsteikningamálið og lætur umfjöllun bókarinnar um tjáningarfrelsið fram hjá sér fara, heldur fara meginatriðin i grein undirritaðs - „Skopmyndamálið sem afhjúpun sannleikans", þeirri sem hann ver mestu púðri í að gagnrýna - nær alfarið fyrir ofan garð og neðan hjá honum. Þegar Símoni hefur mistekist að koma „nokkrum atriðum á hreint" varðandi Múhameðsmálið snýr hann umfjöllun sinni loks að sjálfri bókinni, íslam með afslœtti. Sumar fullyrðinga hans þar að lútandi eru með öllu óskiljanlegar, svo sem að bókin ávarpi „aðallega múslimahatara," sem og að höfundar hennar „grípi til" menningarlegrar afstœðishyggju, en skilningur Símons á því hugtaki er bæði víður og nýstárlegur: hún felst í að telja lifnaðarhætti múslima „ekkert óæðri vestrænum lifnaðarháttum." Líklega eru æði margir orðnir fylgismenn menningarlegrar afstæðishyggju, ef hún felst í því einu að frábiðja sér slíkum þjóðernis- eða menningarrembingi. í gagnrýni sinni á grein undirritaðs fer Símon hvergi sparlega með gífuryrðin en líkt og annars staðar í textanum taka stílbrögðin og yfirlýsingagleðin á sig harmræna mynd þegar í ljós kemur að það er fyrst og fremst skilningi Símons sjálf sem er ábótavant. Þar sem ég reyni í grein minni að setja fingur á það samhengi sem að mínu mati ríkir á milli annars vegar Múhameðsteikningamálsins og hins vegar ofsókna gegn múslimum og öðrum innflytjendum og stríðsrekstri í löndum múslima, fær Símon út þá kostulegu niðurstöðu að ég haldi því fram á einhvern óskiljanlegan hátt að allir verjendur myndbirtinganna hafi verið hlynntir innrásinni í írak og jafnvel að danskir teiknarar hafi staðið að baki henni. Grunnröksemdafærslan í grein minni er ekki flókin: hún er sú að múslimar hafi reiðst myndunum vegna þess að þær eru hin endanlega staðfesting á því að bróðurþel í garð múslima - sem hefur verið notað sem afsökun fyrir innrásunum í írak og Afganistan - er ekki fyrir hendi: „... birting myndanna er afhjúpandi fyrir þær skoðanir sem einar skýra innrásirnar í írak og Afganistan, hernámið á Vesturbakkanum, viðskiptabannið forðum daga á írak, jafnvel Alsír- stríðið ..." (bls. 158). Þær skoðanir eru af meiði ky nþáttahaturs, og mætti hér benda á til samanburðar skopmyndir af svertingjum á tímum þrælahalds og pólitískrar kúgunar þeirra í Bandaríkjunum og skopteikningar af Gyðingum í Evrópu á 19. og 20. öld. Allt eru þetta ímyndir sem dregnar eru upp til að staðfesta og réttlæta kúgunarástand með óbeinum hætti, gera þann kúgaða ómanneskjulegan og hlægilegan til að auðveldara sé að fá almenning til að samþykkja að komið sé fram við hann sem annars flokks þegn, hvort sem það er með því að neita honum um dvalarleyfi eða varpa á hann sprengjum. Eglýsií grein minni áhyggjum af því að á Vesturlöndum er að verða til sístækkandi hópur sem skilur ekki að múslimar, sem hafa sjálfsvirðingu eins og aðrar manneskjur og mislíkar að komið sé fram við þá líkt og annars flokks borgara, reiðast því eins og allir aðrir myndu gera að birtar séu af þeim lítillækkandi skopteikningar á forsíðum helstu dagblaða. Símon verður að tala fyrir sjálfan sig þegar hann segir mig „líklega sammála" slíkum myndbirtingum ef um væri að ræða aðra en múslima, til dæmis Votta Jehóva. Ef ofsóknir færu af stað gegn Vottum Jehóva, Mormónum, Gyðingum, Sígaunum, Hindúum eða öðrum minnihlutahópum með þátttöku virtra fjölmiðla og stórs hluta almennings líkt og nú er gert gegn múslimum myndi ég mótmæla því, og sér í lagi myndi ég mótmæla því hástöfum ef ég sæi augljóst samhengi milli þess og almenns innflytjendahaturs og stríðsrekstrar í fjarlægum löndum. SPRENGJAN Á HÖFÐISPÁMANNSINS Um miðbik greinar Simons fer eins konar „hugsanatilraun" af stað -það er að segja, Símon reynir af veikum mætti að gera sér 1 hugarlund hvað það er sem veldur því að „menn eins og Viðar Þorsteinsson" hafa mótmælt birtingu skopteikninga af múslimum í blöðum. Líkt og af slysni leiðir hugsanatilraun Símons hann að réttri niðurstöðu: „Þetta er spurning um rasisma," skrifar hann. En nú rekur Símon í vörðurnar því hann er kominn grunsamlega nálægt meginniðurstöðu minni og annarra „menningarlegra afstæðishyggjumanna" og því snarbeygir Símon út af kúrsinum og bætir við heldur kostulegri klausu um að myndirnar hafi ekki verið af „múslimum nútímans" heldurMúhameð spámanni. Mig brestur þol til að greiða úr þessari heimatilbúnu ráðgátu Símons, en læt nægja að spyrja hann þessarar spurningar: hvað er sprengjan að gera á höfði spámannsins? And-rasistinn Símon er staðfastur í því að teikningarnar hafi alls ekki haft rasískan undirtón - hvað þá að rasisminn hafi verið augljós - og heldur því fram að „meiri rasismi felist í því að halda því fram múslimar séu allir svo einfaldir að þeir kunni ekki að skilja sig að frá spámanni sínum og svo blóðheitir að

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.