Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 34

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 34
FKÆGIR FYRIR MEIRA OG ANNAÐ! Flestir embœttismenn eru bara það og ekki mikið meira.Þeirsinnasínumskyldumogþekkjasteinungis fyrir það sem þeir gera en ekki fyrir hvað þerr eru. Þeirra umráðasvceði er heima fyrir og sjáldan ncer frcegðarljómi þeirra að skína út fyrir landamcerin. Hlutverk embœttismanna er að sinna því starfi sem þeir eru kosnir til að gegna og er það krafa kjósenda að þeir standi sig. Það gerist þó stundum að fram koma embœttismenn sem hafa orðið mun meira en bara það. Sumir þessara manna hafa náð staðli poppstjömunnar og einstaka hafa náð hcestu hceðum og orðið að átrúnaðargoði. Hlutverk þessara embcettismanna hefur stundum farið að snúast meira um ímyndina heldur en það sem þeir hafa fram að fcera í starfi. Þegar þetta gerist má velta þvi fyrir sér hvort kjósendur séu að fá meira eða minna fyrir atkvceðið en þeir kcera sig um. Hvort þetta sé svo jákvcett eða neikvcett fyrir ímynd þjóðar fer eftir ýmsu. Þessi þróun er síður en svo ný af nálinni; hér að neðan eru dcemi um nokkra slíka menn sem hccfa með mismunandi móti orðið frœgir fyrir annað og meira en embcetti þeirra segir til um, og getur þá hver dcemt fyrir sig. BILL CLINTON Forseti Bandaríkjanna frá 1993 til 2001, er og var þekktur út um allan heim. Sem forseti Bandaríkjanna öðlaðist hann sjálfkrafa heimsfrægð, en það er ekki það sem hann er allra þekktastur fyrir. Það sem gerði hann að umræðuefni um mest allan heim á timabili var eflaust ekki það sem hann óskaði eftir, en það gerði hann samt sem áður alræmdan og veitti honum meiri athygli en hann hefði annars nokkurn tíma fengið. Það snerist um samband hans við kvenkyns lærling Hvíta hússins. Fárið í kringum það mál var með ólíkindum og varla leið sá dagur að ekki var skrifað, myndað eða talað um það mál. Clinton var sýknaður í málinu en hann mun samt alltaf verða „forsetinn sem átti í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky." Þó svo að þetta hafi verið rosalegur skandall, þá var þetta samt sem áður ekki eina kynferðismálið sem hann lenti í. Fjórar aðrar konur ásökuðu hann um kynferðislegt áreiti eða sögðu frá kynferðislegu sambandi við hann á meðan hann var ríkisstjóri og í forsetatíð hans og lenti hann í ýmsum málaferlum vegna þeirra. JOHN F. KENNEDY Kennendy sá embættismaður sem hvað mest hefur verið baðaður dýrðarljóma. í raun mætti segja að líf hans og ímynd hafi verið sett á stall, þá og enn þann dag í dag. Hann var forseti Bandarikjanna frá 1961 til 1963. Hann er yngsti maðurinn og eini kaþólikkinn sem kosinn hefur verið í þetta embætti í Bandaríkjunum. Hann og kona hans, Jackie Kennedy, voru svo vinsæl að þau voru í sama bát og kvikmynda- og poppstjörnur sins tíma. Hjónin tengdust bæði inn í poppkúltur, þar sem leikrit og tónlist voru samin um þau, og inn í annað listalíf. Kennedy átti í meintum ástarævintýrum við frægar konur, sú frægasta var án efa Marilyn Monroe. Burtséð fráþví sem hann áorkaði í sinni valdatíð þá er hann og hans líf þekktara fyrir þann glamúr, klassa og þá ímynd sem hann og konan hans bjuggu við. BORIS JELTSÍN Fyrrum forseti Rússlands frá 1991-1999 kom heimsbyggðinni fyrir sjónir sem drykkjumaður sem gat fundið upp á því að dansa og detta á samkomum. Hvernig hann stóð sig sem forseti Rússlands skiptir litlu máli; í huga margra er það hegðun hans sem stendur upp úr. í hans valdatíð voru margar sögusagnir um áfengisvanda hans og undarlega hegðun. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt við einhverskonar taugasjúkdóm að stríða sem orsakaði óeðlilega hegðun og jafnvægisleysi. Hvort sem var þá var hann hinn dansandi forseti í augum margra. REINIRIII furstinn af Mónakó, sat í pínulitlu ríki sem var að niðurníðslu komið þegar hann kynntist og síðar giftist hinni bandarísku leikkonu Grace Kelly. Allt í einu voru augu alheimsins á honum og ríki hans og hann fékk meiri athygli en nokkru sinni áður. Mónakó og furstadæmi hans komust á kortið og hann varð draumaprins margra, furstinn á hvíta hestinum sem hitti almenningsstúlkuna. RONALD REAGAN Forseti Bandaríkjanna frá 1981 til 1989 hefði átt að vera dæmi um embættismann sem var frægur fyrir allt annað, en svo reyndist ekki. Hann var frægur Hollywood leikari sem varð forseti. Málið er að hann var svo áberandi og róttækur í sínu hlutverki sem forseti að leikarafortið hans gleymdist. NICOLAS SARKOZY Sarkozy er nýjasta dæmið um embættismann sem komst á kortið fyrir allt annað en það sem hann gerir. Kannski er of snemmt að dæma hann út f rá verkunum þar sem hann er nýkjörinn Frakklandsforseti en það sem hefur virkilega komið honum á kortið eru kvennamál hans. Stuttu eftir að hafa tekið við embættinu skildi hann við konu sína og hneykslaði það marga í heimalandi hans. Áður en fólk náði að jafna sig var hann kominn með nýja konu upp á arminn, fyrrum fyrirsætuna Carla Bruni og áður en fólk náði að átta sig á því þá var hann búinn að giftast henni. Þessi kvennamál hans hafa vakið athygli út um allan heim og fylgst er með þeim hjónakornum hvert sem þau fara. Henni hefur verið líkt við Jackie Kennedy og Sarkozy hinn nýkjörni embættismaður hefur fengið rækilega heimskynningu fyrir allt annað en frammistöðu sína í starfi. ■ 001, John F. Kennedy var m.a.a frœgur fyrir ástarsamband sitt við Marilyn Monroe. Sagan segir að snilld hans í rœðustólnum hafi spilað þar rullu.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.