Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 19
GLEÐINNAR DYR Ég nálgast miðborgina og það fer léttur fiðringur um mig. Klukkuna vantar kortér í eitt og háreyst köll og dúndrandi músíkhljóma um bœinn. Kuldinn nístirinn aðbeini.Úhú...heyristkallaðogstórhópurhraustlegra karlmanna nálgast. Grœnn og hvítur póstbíll keyrir framhjá með farm í bœinn, „Póstsendum hvað sem er“ stendur á hliðinni...eða var það hvert sem er? Ég stend á horni Laugavegar og Frakkastígs í 66‘Norður úlpu með sparitösku á öxlinni ogglitrandi Hello Kitty nœlu í barminum...hvað œtli lögreglan haldi? Loksins kemur Ijósmyndarinn með hópi góðglaðra vina sinna og við getum haldið för okkar áfram. Ætlunin er að kanna ástandið í miðborginni ogsjá hvort íslendingar séu jafn obeldisfullir og útúrdrukknir ogsögur fara af. „Hei scetu,“ heyrist kallað til strákanna úr aðvífandi bíl. Nokkrar stelpur í stuði þar á ferð. BARINN Fyrsti viðkomustaður er Barinn. Nú er bannað að reykja og lyktin er í meira lagi sérstök. Það ráða aðrar lofttegundir ríkjum hér, keimur af áfengislykt og margar útgáfur af svitalykt ilma um staðinn. Strákarnir fara upp og við eltum. Tónlistin er ærandi og svitalyktin meiðandi. Kvöldið er ungt og fáir mættir. Nokkrir ungir menn sýna mikilfenglega tilburði á hálftómu dansgólfinu, sem er líka göngugata. Það tók ekki margar mínútur að týna hópnum og brátt erum við Leó ljósmyndari orðin ein á ferð. Næsti viðkomustaður Boston. Þar er bannað að taka myndir svo okkur er ýtt hálföfugum út. Við göngum um og staðnæmumst fyrir utan Dillon. Ungir fílhraustir karlmenn sýna snilli sína með því að klæðast hlýrabolum í kuldanum og öskra og hoppa um af kæti. Alls staðar má sjá fólk úti að reykja, bannið hefur það í för með sér að fólk er orðið mun sjáanlegra á götum úti og eflaust margar skemmtilegar samræður sem eiga sér stað úti í reyk. KAFFIBARINN „Þú ert alveg svakalega sætur strákur," segir einn þjóðrækinn strákur í þriggja manna hópi við þeldökkan ungan mann sem stendur upp við vegg og lætur vel að ungri íslenskri snót. Hann lætur það ekki nægja og veitist að manninum og bætir við: „Ég fæ alveg ógeð að sjá þetta afstyrmi hérna.“ Hann ætlar að tuska þennan mann eitthvað aðeins til, en vinir hans eru umburðarlyndari en hann þetta kvöld og draga hann burt i rólegheitunum. Parið heldur áfram að kela eins og ekkert hafi í skorist. „Bannað að taka myndir á Kaffibarnum," kallar einn úr reyknum fyrir utan Kaffibarinn og kemur aðvífandi til Leós, sem er orðinn heldur grófur í myndatökunni og búinn að stilla myndavélinni upp á fæti fyrir utan staðinn. Hann reynir að milda ástandið og það tekst ágætlega, maðurinn tekur upp létt spjall: „Það er það góða við Kaffibarinn, þú getur verið inni og gert þig að fífli án þess að þú birtist í Séð og heyrt.“ PIZZA PRONTO Við staðnæmumst á Pizza Pronto og hlýjum okkur og það virðast margir aðrir íslendingar kunna vel að meta líka: „Ég kem hingað til að hlýja mér, ekki borða,“ segir Hrönn, „og svo getur maður horft á sjónvarpið," bætir hún við. Konurnar bak við borðið eru þreytulegar á svipinn þegar þær rétta pizzuna og maltið yfir borðið. Enda kannski ekki furða, klukkan að verða tvö og okkur farið að langa eftir hlýrri sænginni og góðum nætursvefni. Það er rólegt í borginni en maður finnur spennuna aukast eftir því sem líður á kvöldið. Köllin verða hærri, umræðurnar aðeins æstari og málrómurinn meira drafandi. En þegar öllu er á botninn hvolft, kemur meirihluti íslendinga niður í bæ til þess að skemmta sér í rólegheitum, fá sér að reykja og drekka, spjalla við aðra og fá sér kannski eins og eina pizzusneið í rólegheitunum. wuy. ournur iu rturri trierrirriu riju jjcz&urn nuir^urn EKKIAIXTAF SOMU AÐELARNIR Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavik: Er ofbeldi í miðborginni að aukast? „Þetta er mjög svipað í gegnum árin. Þetta kemur í sveiflum og er töluvert árstíðarbundið, það fer líka svolítið eftir samsetningu fólksins sem er að skemmta sér á hverjum tíma. Það er nóg að einn eða tveir aðilar ærist í miðborginni og skapi slæmt ástand kringum sig. Það ratar auðvitað inn í fjölmiðla og úr verður töluverð umræða. Og mönnum hættir óskaplega til að rangfæra. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að flest allir veitingastaðir sem opnir eru lengur en til eitt á nóttunni, eru á miðborgarsvæðinu. Þessir veitingastaðir geta tekið um 20 - 25 þúsund manns. Helgi eftir helgi eru þessir staðir oft meira og minna fullir af fólki. Það þarf ekki marga til sem missa stjórn á skapi sínu og hegðun sinni til þess að ástandið verði mjög eldfimt, bæði inni á stöðunum og utan staðanna. Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta minnihluti, mjög lítill minnihluti, sem hagar sér með þessum hætti og kemur óorði á miðborgina." Finnstykkur þetta vera sama fólkið, eða sömu týpumar? „Nei, en í svipuðu ástandi. Þetta eru ekki alltaf sömu aðilarnir þótt það komi nú fyrir. Það sem fer saman í þessu er náttúrulega líkamlegt og andlegt ástand viðkomandi og síðan vímuástand hans. Þegar menn sem teknir eru fyrir ofbeldisbrot í miðborginni eru yfirheyrðir muna þeir í flestum tilfellum mjög lítið af því sem gerðist. Og ég hugsa að að margir þeirra séu heiðarlegir með það, ekki að þeir vilji losna við að horfast í augu við ástandið. Það segir okkur að þetta fólk er í slæmu ástandi og getur hegðað sér mjög alvarlega." Finnstykkur þetta vera meira tengt vímuefnum en áfengi? „Já okkur finnst það, að þau ofbeldisbrot sem verða eftir fjögur-hálffimm á nóttunni séu oftar en ekki af hendi fólks sem er undir sterkum áhrifum fíkniefna. Reynsla okkar segir okkur að fólk sem er bara undir áhrifum áfengis sé orðið þreytt á þessum tíma, sérstaklega ef það er búið að drekka dálítið lengi og reynir að koma sér heim. Hitt fólkið tjúnast allt upp og verður mjög árásargjarnt. Það verður mjög vænisjúkt gagnvart umhverfinu, þolir ekkert áreiti, þolir engar aðfinnslur, jafnvel þolir ekki að á það sé horft. Það er alveg á nálum, upptrekkt og búið að keyra sig áfram alla nóttina og undir morgun þá bresta allar hömlur og allt vit, það er ljóst." Það hefur orðið mikil umrœða í samfélaginu um að taka upp frekari aðferðir til þess að kljást við ofbeldismenn, meðal annars að notast við hunda og hyssur, hvað finnst þérum það? „Við verðum náttúrulega alltaf að gæta okkar að fara ekki heljarstökk í valdbeitingu gegn svona fólki. En það er alveg ljóst að lögreglan verður að búa að ákveðnum tækjabúnaði til þess að geta varið sig - ekki til árása á fólk. Það er alveg ljóst að það vill enginn upplifa það ástand að lögreglan verði undir ofbeldisseggjum. Því þarf lögreglan að búa yfir tækjum og búnaði til þess að geta tekið á þeirn." Finnst ykkur ofbeldi vera orðið grófara? „ Já það er ekki laust við það að við höfum séð þá þróun núna ef við tökum nokkur ár. Við erum að horfa upp á fólskulegar og tilhæfulausar árásir i dag og að ofbeldi er fylgt eftir af meiri hörku heldur en áður var. Og fólki blöskrar það og það er mjög eðlilegt og okkur blöskrar líka. Ég held að fólkið sem beitir þessu ofbeldi sé svo gjörsamlega útúrvímað og útúrruglað að það hefur enga stjórn á sér og veit kannski ekki hvað það er að gera.“ En hvað finnstykkur um refsingar, haldið þið að þœr hafi eitthvað að segja, eða er þetta bara fólk sem hefur ekki stjóm á sér? „Nei, þær virðast ekki hafa mikil fyrirbyggjandi áhrif. Refsiramminn er alveg nægjanlegur. Menn eru að fá mjög þunga dóma fyrir alls konar fíkniefnabrot. En það er bara ljóst, ef maður vill vera undir áhrifum fíkniefna að skemmta sér, þá á hann það á hættu að missa tök á sjálfum sér og umhverfið á það á hættu að verða fyrir árás af viðkomandi. Því að það er alveg ljóst að vímað fólk er bara ekkert í lagi í umhverfinu. Það er ekki eins og venjulegt fólk. Og það hefur verið löngun okkar að reyna að gera mannlífið í miðborginni eins eðlilegt og hugsast getur. Af hverju þarf þetta endilega að vera með þessum hætti?" ■

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.