Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 10
t TTL AÐ HJÁLPA 001.-002. Yngvi Eiríksson er ekki myrkur í máli Neitar kennarinn þinn að sýna gömul próf? Áttu enriþá eftir að fá einkunn fyrir ritgerðina sem þú skilaðir í nóvember? Fcerðu ekki að útskrifast? Hafðu ekki áhyggjur, nýr hagsmunafulltrúi stúdenta bíður bókstaflega eftir þvi aðfáað hjálpa þér. „Ef nemendum finnst að það sé á þeim brotið er best að tala fyrst við kennara og reyna að fá úrlausn sinna mála. Ef það gengur hins vegar ekki þá kem ég inn í myndina. Mitt hlutverk er að reka réttindaskrifstofu stúdenta og aðstoða stúdenta sem lenda í vandræðumsegir hagsmunafulltrúinn Yngvi Eiríksson. „Réttindaskrifstofan hefur verið til svo árum skiptir en það hefur verið á ábyrgð formanns að starfrækja hana. Með þessu móti erum við að reyna að fá meiri breidd á skrifstofuna. Ég mun reka réttindamál einstakra stúdenta gagnvart stjórnsýslu Háskólans en ekki síður reyna að koma í veg fyrir það til framtíðar að deildir geti endalaust bent fólki á einhvern annan án þess að nokkur lausn fáist." Hvers konar mál eru „réttindamál"? „Það geta verið alls kyns hlutir, t.d. sem snerta einkunnir, próf, aðferðir við námsmat o.fl. - í rauninni allt sem snýr með einum eða öðrum hætti að stjórnsýslu Háskólans. Ég aðstoða fólk við að rekja sig eftir heðfbundnum kvörtunarferlum, og við að undirbúa mál þegar þau eru komin langt, kannski fyrir háskólaráð eða áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema. En ég vil taka fram að fólki er að sjálfsögðu einnig frjálst að kvarta upp á eigin spýtur - ég er bara hér til að hjálpa." Má segja að staða hagsmunafulltrúa sé tilraunaverkefni? „ Já, að því ley ti að ef staðan sannar gildi sitt þá munum við gera kröfu um fjármagn til að geta haldið henni úti á næsta ári. Nú þegar eru tvö mál fullafgreidd og hið þriðja í vinnslu, og ég er bara nýbyrjaður, svo við sjáum hvað setur!" Hagsmunafulltrúi stúdenta hefur aðsetur á skrifstofu Stúdentaráðs á 3. hæð Háskólatorgs og er með viðtalstíma frá 12:30 - 15:00 á mánudögum, 13:00 - 17:00 á miðvikudögum og 11:00 -12:30 á föstudögum. Þá má hafa samband við hann gegnum póstfangið ynel@hi.is. ■ RAUÐVÍNOG r BOKMENNTÖL.. „Langa vetramótt í höllinni. Við nutum ásta og fórum okkur að engu óðslega. Hún hafði raðað upp kertum í svefnherberginu þeirra ogmjúkt kertaljósið flökti draugálega um loft og veggi. Úti blés káldur norðanstormur með hríðarbyljum sem lömdu húsið utan eins og svipur. FuIInœgingin fór um líkama minn eins og milljón litlir unáðslegir rafstraumar og ég..r ...rauðvínið var búið. Stúdentinn sem þarna sat var í miðjum klíðum við lestur undir flísteppi, í náttbuxum, ullarsokkum og gömlum hálsmálsteigðum bol sem á stóð „Vaxtalínan" þegar hann greip í tómt. Tómt eins og veskið, tómt eins og maginn og tómt eins og litla smá-rauðvínsflaskan sem sat ein á sófaborðinu. Það er erfitt að vera háskólanemi þegar enginn er afgangurinn eftir að búið er að borga skólagjöldin, húsaleiguna, námsbækurnar og eitt „lásí" símafrelsi. Eftir að strætóferðirnar urðu ókeypis hef ur stúdentinn loksins efni á að kaupa sér eins og eina bók á mánuði og eina litla rauðvín tvisvar í mánuði. Bækurnar og eitt glas er hans flótti frá fátæku námsárunum inn í draumaheim skáldsagnapersónanna. Bækurnar gætu samt orðið fleiri heldur en ein bók á mánuði. Það þarf þá að fórna íslenskunni og lesa á ensku í staðinn. Tökum dæmi: Stúdentinn fer í Mál & menningu á Laugaveginum og skoðar þar hátt og lágt bækur af ýmsum toga. Finnur þar tvær enskar bækur sem hann langar í, önnur kostar 3.300 krónur en hin hafði því miður engar verðmerkingu. Eftir dálítla umhugsun ákvað stúdentinn að athuga hvað þeir á Amazon.com myndubjóðabækurnará.Samankostuðu bækurnar 3.006 krónur og svo 7% virðisaukaskatt. Ofan á það 210 krónur og tollmeðferðargjald 450 krónur sem gerir samtals 3.666 krónur fyrir bækurnar báðar komnar til íslands. Það má gefa sér það að óverðmerkta bókin í bókabúðinni hafi ekki kostað 366 krónur þar sem hún var bæði þykk og í flokki bóka sem ekki eru ódýrar. Þannig að með þessum viðskiptaleiðum sparaði stúdentinn sér stórfé þrátt fyrir virðisaukaskatt og tollmeðferðargjald. Bækur eru sérlega dýrar hér á landi og er það mikil ráðgáta hvers vegna íslendingar, og þá sér í lagi stúdentar, láta bjóða sér slíkt okurverð að kaupa erlendar bækur af íslenskum bókabúðum. Það má spara hellingspening i netkaupum og má þá jafnvel kaupa tvær bækur á mánuði í stað einnar. En það eru líka aðrar leiðir, svo sem Góði hirðirinn, Kolaportið og fornbókasölur þótt úrvalið þar sé kannski ekki eins gott. Þá vil ég einnig benda á hagkvæmasta kostinn; bókasafnið. En snúum okkur þá að rauðvíninu. Smáflaskan sem stúdentinn drakk var ódýr, Aimery Cabernet Sauvignon, 187 ml, og kostaði ekki nema 319 krónur, enda smáflaska. Það er hægara sagt en gert að finna ódýrt áfengi á íslandi. Þegar sá sem hér ritar var ungur að árum var hægt að kaupa einn lítra af landa á fimmtánhundruð krónur. Hins vegar var það hvorki gott né óhætt, þar sem bragðið var eins og að sleikja veturgamlan hundaskít og átti sá sem landans neytti á hættu að verða blindur svo ég tali nú ekki um blindfullur. Svo er það möguleikinn að brugga sjálfur. Áhöldin og hráefnið er kannski ekki svo dýrt ef miðað er við afraksturinn, sem er um 30 flöskur í hvert skipti. 23 lítrar af Cabernet Sauvignon Vinterra ásamt nauðsynlegum búnaði kostar um 15.230 krónur. En stúdentinn verður að horfast í augu við það að litla 29 fermetra stúdentagarðsíbúðin bíður kannski ekki uppá stórtæka víngerð svo ekki sé minnst á lyktina. 003. Einn rauður og stangheiðarlegur! Víngerð rey nir líka á þolinmæðina og er sjaldan 1 sama gæðaflokki og vín sem brugguð eru af fagfólki sem hefur áralanga reynslu og þekkingu að baki. Fríhöfnin er staður þar sem íslendingar hafa keypt sér gæðavin af ýmsum gerðum árum samanákjarakjörum. Flaska af 750 ml rauðvínsflösku í fríhöfninni kostar frá 690 krónum uppí 11.990 krónur. Til samanburðar má benda á að rauðvínsflaska af sömu stærð hjá ÁTVR kostar frá 850 krónum uppí 33.990 krónur. Sannkölluð paradís fyrir fátæka stúdentinn, eða hvað? I fríhöfnina komast bara þeir sem eiga erindi til eða frá landinu. Og miðað við fjárhag stúdentsins að þá á hann ekkert erindi í gegnum paradísina. Möguleikinn að láta kaupa fyrir sig er líka fjarlægur þar sem fáir láta tækifærið að kaupa ódýrt áfengi framhjá sér fara og kaupa þá yfirleitt allan tollinn til eigin nota. Og þegar öllu er á botninn hvolft er verðmunurinn á ÁTVR og fríhöfninni ekki það mikill að hann sé ómaksins virði. Með tollum og gjöldum vínisins í ÁTVR er álagning fríhafnarinnar jafnvel meiri en gerist og gengur i samanburðinum. En ekki er öll von úti fyrir bókaþyrsta stúdentinn sem á ekki fyrir rauðvíni nema tvisvar í mánuði. Hann getur alltaf gert eins og stúdentar hafa verið að gera árum saman, farið í vísindaferð sem er reglulega á dagskrá Háskólans. Þar getur stúdentinn svælt út eitt rauðvínsglas en hvort það verður vel séð að taka glasið með sér heim verður bara að koma í ljós. Lausnin er því augljós. Ef stúdentinn vill flýja fátæku námsárin inn í draumaheim skáldsagnapersónanna með ódýrum hætti, verður hann að taka bókina á leigu á bókasafninu og lesa hana með fríu rauðvíni í miðri vísindaferð. ■

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.