Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 20
I
HEIMSÓKN f
Fáar íbúðir eru jafn eftirsóttar og íbúðimar á
Stúdentagörðum HÍ. Slegist er um þœr 722 íbúðir
sem í boði eru og heyrst hefur að sumirbeiti brögðum
til að hreppa hnossið. Krókódílatár, harmsögur og
flutningur á lögheimili út fyrir borgarmörkin eru
algeng vopn í baráttunni.
Nú bíða um 700 stúdentar eftir að fá íbúðir á
görðunum. Stúdentablaðið brá sér í heimsókn til
fimm stúdenta sem búa í fyrirheitna landinu og
fékk að líta herlegheitin augum.
LÆKNASTUDENTINN A SKUGGAGARÐI
001. „Það var allt ofþröngt ígeymslunni til að lœra. Ég ákvað því að breyta henni bara í búr." 002. Fórnaði stofunni fyrir
lesaðstöðu. „Það er mikilvcegt að hafa gott pláss við lesturinn." 003. „Ég stúkaði svefnaðstöðuna af með hillu. Það er
ómögulegt að þurfa að horfa á rúmið á meðan maður les og á skrifborðið þegar maður er uppi í rúmi." 004. Jón Ragnar.
Nafn Jón Ragnar Jónsson.
Aldur: 25 ára
Námsgrein: Læknisfræði
Stærð ibúðar: 39 fm.
Leiga: 50 - 60 þúsund.
Kostir við að búa á garði: „Lúxus hvað þetta er
miðsvæðis og hversu margar strætisvagnaleiðir eru
í nágrenninu. Gott að vera sjálfstæður og búa einn.
íbúðin er lítil og ég er því fljótur að þrífa.
Gallar við að búa á garði: Það má ekki bora eða mála.
Eldavélin mætti vera stærri og með bakaraofni. fbúðin
er lítil þannig að ef það er mylsna á eldhúsgólfinu er
hún líka inn í svefnherbergi.
Jón Ragnar, þurftir eins og svo margir, að bíða lengi
eftir því að draumurinn um íbúð á stúdentagarði yrði
að veruleika. Hann flutti inn í haust eftir tveggja ára
bið. „Égbjó í Hafnarfirði og var orðin þreyttur á eilífum
ferðum á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Tíminn
sem fór í þau ferðalög var talinn í klukkustundum á
hverjum degi.
PÓLITÍKUSINN Á SKUGGAGARÐI
005. Bergþóra, Skuggagarðabúi. 006. Bókahillan er í miklu uppáhaldi hjá Bergþóru. Gömul kona las í blaði að Bergþóru vantaði bókahillu. Hún hafði samband oggaf Bergþóru hilluna.
Bœðiþessi uppruni hillunnar ogþeir hlutir sem hún hefur aðgeyma vekja vœntumþykjuhjáBergþóru. 007. Rúmið er dýrasti innanstokksmunurinn hennar Bergþóru. Þaðkostaði 10.000
kr í Góða Hirðinum. Gardinurnar eru skœslegar. Þcer fundust á lager verslunarinnar Spútnik og kostuðu 1500 kall. Fyrir ofan rúmið hangir veggmynd sem Bergþóra keypti í Kína.
Nafn: Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Aldur: 23
Námsgrein: Sálfræði
Kostir við að búa á garði:„Það er ódýrara en á
almennum markaði og allri nágrannarnir eru í sömu
aðstöðu og þú. Mér finnst líka skemmtilegt þetta
skandinavíska garðaandrúmsloft sem er hér.
Maður getur hlaupið á milli íbúða ef eitthvað vantar og
fengið lánaðar eldspýtur eða hvað það er sem vantar.“
Gallar við að búa á garði: Það er enginn bakaraofn í
íbúðinni og það má ekki negla í veggina."
Stærð ibúðar: 39 fm.
Leiga á mánuði: ca. 54 þúsund með hita, rafmagni,
interneti og þvottakorti.
Bergþóra býr á Skuggagarði. Hún flutti inn í íbúðina
splunkunýja haustið 2006. Bergþóra segist ekki hafa
þurft að bíða lengi eftir íbúð. „Ég er utan af landi og
er því í forgangshóp. Sumarið áður en ég fékk íbúðina
bjó ég í Kína. Ég hringdi reglulega í félagsstofnunina og
vældi. Ég var líka heppin að þetta haust voru teknar í
notkun 96 nýjar íbúðir."