Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Page 17

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Page 17
002.Tveir vel skóaðir 002.Fjórir skósmiðir ^ r Æ :Æ áI ER FRANZ FERDINAND EKKI SKOSMIÐFTR? Hún þekkir hann ekkert. Hann virðist vera lokaður og lítið fyrir að tala um sjálfan sig eða lífsitt. Hann er dularfulli náunginn í bekknum. Þessi sem mœtir bara stundum og er ekki mikið að sœkjast eftir samskiptum við bekkjarfélagana. Mœtti þó í partýið eftir jólaprófin. Hann er forvitnilegur þar sem hann segir svo fátt. Skóladeginum er lokið. Þau ganga saman út úr kennslustofunni. Hann er 25 ára, músíkgúrú. Hún 39 ára, þriggja barna móðir. Skyndilega snýr hann sér að henni og spyr: „Get ég fengið far?" Henni dauðbregður en segir að það sé velkomið. Þau ganga saman út úr Odda. Hann langur og mjór. Hún hnellin. Þau spjalla saman um eitthvað sem hlýtur að hafa verið lítið merkilegt því hún man ekkert hvað það var. Þegar þau koma að bílnum byrjar hún á að afsaka draslið í honum. Föt og dót eftir krakkana liggur eins og hráviði um allt. Á gólfinu farþegamegin liggja Pepsí Max flöskur í massavís. Hún má aldrei vera að því að taka til í bílnum. Hann er mjög aftarlega á „to do“ listanum. Hann á hvorki bíl né börn. Þau setjast inn í bílinn. Skömmu síðar eru umræðuefnin þrotin. Þögn í bílnum. Óþægileg þögn. í stresskasti við að finna umræðuefni man hún allt í einu eftir verkefni sem þau skiluðu fyrir nokkru og spyr: - Við hvern tókst þú viðtal? - Franz Ferdinand. - Já, er það? En frábært. Hvernig þekkir þú hann? Hann horfir á hana. Úr augum hans skín bara undrun. Húnverðurvandræðalegogskilurekkiíviðbrögðunum. Verður að redda þessu í einum grænum. - Ertu ekki að meina Ferdinand skósmið. Er hann kannski afi þinn? Enn horfir hann á hana og skilur greinilega ekkert um hvað hún er að tala. Hún skilur enn minna í viðbrögðum hans og er næstum pirruð þegar hún hreytir út úr sér: - Ertu ekki að meina skósmiðinn sem var einu sinni með skóverkstæði i Lækjargötunni? Upp úr 1980? Nei. Franz Ferdinand er víst hljómsveit. Það má greina undrun í röddinni þegar hann spyr: „Hefur þú aldrei heyrt í Franz Ferdinand?" Kafrjóð stamar hún: „Jú, jú, alveg örugglega. Ég man bara aldrei hvað hljómsveitir heita!" *** Þegar hann stígur út úr bílnum líður henni eins og hún sé hundrað ára kelling. Hún áttar sig á að þarna var á ferðinni hið margumtalaða kynslóðabil. Henni finnst þetta alveg hræðilegt. Hún tilheyrir ekki lengur ungu kynslóðinni. Hana var svo sem farið að gruna það. Þegar hún lítur í spegil sér hún ekki 25 ára manneskju og sálin er heldur ekki tuttuguogfimm. En það er eitthvað sem best er að láta ónefnt. Rétt eins og fyrir tuttugu árum mátti ekki tala um hvað það gat verið erfitt og slítandi að ala upp börn. Allir létu eins og barnauppeldi væri ekkert nema himnesk sæla. Nú viðurkenna hins vegar flestir að gott sé að fá hvíld frá krökkunum. Sem betur fer breyttist tabúið og nú talar fólk óhindrað um allar hliðar barnauppeldisins, jákvæðar og neikvæðar. Það er nefnilega betra að horfast í augu við staðreyndir. Þannig verður framþróun. Aftur að aldrinum. í dag er því þannig farið að allir vilja vera 25 ára endalaust. Æskudýrkunin i þjóðfélaginu er takmarkalaus. Lifinu lýkur um fertugt (sérstaklega hjá konum) og fólk sem komið er á þann aldur reynir hvað sem er til að slá ryki í augu samborgaranna og stundum í sín eigin líka. S viðtali við Vísi.is sagði Ingólfur fylargeirsson fjölmiðlamaður, að hann hafi aldrei fundið fyrir aldursmuni á sér og krökkunum í sagnfræðináminu sem hann var að ljúka. Að fenginni reynslu með Franz Ferdinand leyfir hún sér að efast um orð Ingólfs. Hún getur ekki verið einstök, einsdæmi hvað þetta varðar. Getur verið að Ingólfur - nærri sextugur - hafi aldrei fundið fyrir kynslóðabilinu í daglegum samskiptum sínum við fólk sem var meira en helmingi yngra en hann? Auðvitað getur maður átt vini á öllum aldri; átt í góðu og gefandi vináttusambandi við bæði eldra og yngra fólk - jafnvel í ástarsambandi. En halló - fólk hlýtur samt stundum að finna fyrir aldurs- og þroskamun. Hún man meira að segja eftir þvi að hafa fundið fyrir kynslóðabili þegar hún var að deita einn sem var fimm árum yngri þegar hún var 23 ára. Þau ætluðu að hafa kósý vídeókvöld. Fóru saman út á leigu. Hún segir: - Tökum Grease. Ég hef ekki séð hana síðan ég var tíu ára. Manstu hvað hún var rómó? Hann verður rauður og blár í framan. Niðurlútur segist hann aldrei hafa séð Grease enda hafi hann bara verið fimm ára þegar hún var sýnd i bíó! Daginn eftir vesenið með Franz Ferdinand í bílnum mætir hún í skólann. í frimínútum segir hún frá óförum sínum. Bekkjarfélagarnir hlæja og segja henni að Franz Ferdinand sé sko engin „nobody" hljómsveit heldur skosk undrahljómsveit. Upplýsingarnar eru ekki til að bæta kellingartilfinninguna sem hefur plagað hana. Almáttugur, en sú hneisa! Hún heyrir þau taka andköf: „Vá, hvernig náði hann viðtali við þá?“ Ekki bætir þetta líðanina. Hún er miður sín yfir því að vera orðin kelling. Henni sem fannst hún enn 25 ára, eða varþað ekki? Dagarnir líða og i undirmeðvitundinni mallar málið. í saumaklúbbnum segir hún frá deginum sem hún varð kelling. Aðallega til að vekja hlátur. Sumar „stelpurnar" í klúbbnum eru alveg jafn blankar og hún var þegar Franz Ferdinand er nefndur. Hún finnur til léttis og ákveður að skella á borðið hugrenningum sínum um aldurinn og kynslóðabilið: - Kynslóðabilið er furðulegt fyrirbæri. Það virðist bara virka í aðra áttina. Yngra fólkið finnur fyrir því en þeir sem eldri eru viðurkenna það sjaldnast. Þeir eru nefnilega fastir í frasanum „mér finnst alltaf eins og égsé 25 ára!“ Þær gefa lítið fyrir þessa speki. Hún ákveður samt að ganga skrefinu lengra og segir ögrandi: - Er ekki bara eðlilegt að ég hafi ekki vitað hver Franz Ferdinand er? Ég meina, það hlýtur að vera eðlilegt að það sé munur á mér og 25 ára strákgemlingi? Ég er 15 árum eldri en hann, hef önnur áhugamál og lifi allt öðru lífi. Ég hef öðlast lífsreynslu sem gerir það að verkum að ég get ekki verið 25 ára þó að ég fegin vildi. Ég meina verðum við ekki bara að sætta okkur við að við erum ekki 25 ára „forever"? Enn minna verður um svör og nú hlæja þær ekki. Þær snúa sér í snarhasti að öðrum og þægilegri umræðuefnum. Eins gott að hún sagði þeim ekki líka frá því að þegar hún sér unga og sæta stráka i skólanum vakna tilfinningar í brjósti hennar sem eiga helst eitthvað skyltviðmóðurtilfinningu.Hjálp! Þærhefðusennilega gert hana útlæga úr klúbbnum. Best að halda þeim hugrenningum fyrir sjálfa sig enn um sinn! Kannski má tala um þetta seinna - tímarnir brey tast. Ætli hún sé alvarlega þjáð af fertugskrisunni eða er hún bara ofurraunsæ? ■ ©

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.