Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 25
..ÉG TRÚIÁ GUÐINN OG GYÐJUNA“ Guðinn og gyðjan, náttúruaflin, og við mennimir. Allt er þetta hhiti af hringrás samkvcemt wicca trúnni. Alexandra Diljá Guðlaugsdóttir kynntist wicca gegnum vinkonu sína þegar hún var þrettán ára gömul. Hún fann strax að wicca var það eina rétta fyrir hana. „Lífsspekin höfðaði strax til mín,” segir Alexandra. „Þetta er náttúrutrú, fyrst og fremst, og fjölgyðistrú. Við trúum á heilagleikann og hann felur i sér bæði Guðinn og Gyðjuna. Wicca er þó meira lífsspeki en trú og hefur áhrif á allt sem maður gerir. Maður á að vera meðvitaður um umhverfið og náttúruna og hvernig maður kemur fram við annað fólk.” MAMMA, ÉG ER WICCA! Nú býrðu hjá mömmu þinni, hvernig brást hún við þegar þú sagðir henni að þú iðkaðir wicca? „Hún var mjög skilningsrík, ég var mjög heppin að því leyti. Ég var búin að fræða hana aðeins um wicca, út á hvað það gengi og hvað þetta væri falleg trú. Þegar ég sagði henni svo: „Mamma, ég er wicca,” þá kom það henni ekki á óvart.” Það sem vann með henni, að mati Alexöndru, var að mamma hennar var ekki mjög kristin. Alexandra segir að margir séu ekki jafn lánsamir og feli þetta því fyrir fjölskyldunni jafnvel þótt vinirnir viti sannleikann. Þetta á sérstaklega við um unga krakka. Alexandra segir að fólk mæti oft miklu skilningsleysi þegar það játar fyrir fjölskyldunni hverrar trúar það sé í raun og á það sérstaklega við þegar fjölskyldan er mjög trúuð. Það er skiljanlegt því samkvæmt Biblíunni eru nornir djöfladýrkendur. Wicca iðkendur sjá Guð Biblíunnar heldur ekki sem almáttugan og þeir dýrka náttúruna. „Ég held að fólki þyki það vera guðlast. Að við séum að dýrka sköpunarverkið en ekki skaparann.” Þegar foreldrar komast að því að barnið er wicca verður fólk skelfingu lostið og vill bjarga barninu. Það sér stjörnur inni hjá því, kerti og galdraáhöld, og heldur því að barnið sé hreinlega gengið djöflinum á vald. En það er fjarri sanni. Hún segir að það sé ákaflega særandi að allt sem tengist göldrum sé talið illt og að wicca sé álitin djöflatrú. Hins vegar sé búddismi oft flokkaður sem hjáguðadýrkun og þar með „vondur" af þessu sama fólki, og það segi sitt. VIÐ ERUM EKKI ÖLL SKRÝTIN Wicca er ekki skráð sem sjálfstætt trúfélag. Nokkuð margir wicca iðkendur eru innan Ásatrúarfélagsins og er ástæðan fyrir því sú að það er eina heiðna trúfélagið sem wicca iðkendur geta skráð sig í og þeir vilja sty rkja þetta samfélag. Wicca á líka ýmislegt sameiginlegt með ásatrú; náttúrutrúin er sterk hjá þeim og svo eru norrænu guðirnir líka mikilvægir mörgum wicca iðkendum. Alexandra segir að annað sem sé líkt með ásatrúnni og wicca sé að menn taki fulla ábyrgð á sjálfum sér. I kristni þurfi að biðja um fyrirgefningu en í wicca væri kjánalegt að biðja Gyðjuna eða Guðinn að fyrirgefa sér. „Maður ber ábyrgð á sínum eigin gjörðum. Á sama hátt er það undir manni sjálfum komið að fyrirgefa sjálfum sér.” Þegar maður hugsar um wicca eða nornir þá dettur manni ósjálf rátt í hug ungt sérkennilegt fólk í s vörtum fötum og með undarlega skartgripi. Alexandra segir að þetta sé þó ekki algilt, þarna sé líka að finna ofurvenjulegt fólk af öllum sviðum samfélagsins. „Því er þó ekki neita að flestir eru svona týpur. Þegar maður þorir að vera öðruvísi og er kominn í undirmenningu þá þorir maður að vera þarna.” Margir eru til dæmis pönkarar. Þegar hún er spurð hvort hún sé sjálf „sérstök týpa“ fer hún að hlæja og játar að svo sé. Alexandra segir mikið af ungu fólki í wicca, það þyki svo töff. Þau vilji vera öðruvísi og galdrar þyki bæði öðruvísi og heillandi. „Svo missir það áhugann þegar því tekst ekki að láta besta vininn verða ástfanginn af sér." EKKI MÁ SKAÐA FREMJA Þrátt fyrir að flestir wicca iðkendur stundi galdra þá er það ekki algilt og galdrar eru í raun ekki hluti trúarinnar heldur viðbót. Það er því undir hverjum og einum wicca komið hvort hann stundar galdra eða ekki. „Sjálf er ég ein af þeim sem hafa ekki gert það hingað til þótt maður útiloki ekki neitt í því sambandi.” Alexandra segir að galdra eigi að nota til góðs. Auðvitað séu alltaf til einstaklingar sem vilji nota þá til ills en wicca samfélagið líti niður á það fólk. Það séu svik við trúna því það brjóti aðalreglu wicca sem er: „Það má ekki skaða fremja." Þótt flestir wicca iðkendur stundi trúna heima hjá sér þá tilheyra margir ákveðnum söfnuði, eða sveimi eins og það er kallað. Sveimur er hópur iðkenda sem iðkar trúna saman og heldur upp á sabbata, esbata og aðrar hátíðir. Þá er borðað, sungið, dansað og haldin athöfn. Til að ganga í sveim þarf innvígslu og er þá farið eftir gamalli reglu sem segir að umsækjandinn þurfi að vinna í eitt ár og einn dag. Vinnan felst í kennslu og þjálfun í því að vera wicca iðkandi. Umsækjandinn fær námsefni sem hann þarf að læra vel, gerir verkefni, fær grunnkennslu í göldrum og lærir um athafnir. Hver sveimur tilheyrir svo oftast ákveðinni reglu og fylgir hefðum hennar. Sveimarnir eru nokkuð strangir og innan þeirra eru síðan gráður, útskýrir Alexandra. Þegar þeirri hæstu er náð verður maður prestur eða prestynja og má kenna. Það erleiðtogi sveimsins. JAFNINGJASTARF í HÓPUM Hvað með Alexöndru sjálfa, er hún í sveimi? „Ég er í hópi, ég get sagt það. Hvort ég er í sveimi vil ég ekki tjá mig um, það er svo mikið um fordóma og þegar fólk veit að maður er í sveimi þá kostar það endalausar útskýringar. Fólk heldur ennþá að ég dýrki djöfulinn!” Hópar eru afslappaðri en sveimar, segir Alexandra. Innan sveims er maður lærlingur og þarf að læra á meðan hópurinn er jafningastarf. „Við hittumst svona tvisvar í mánuði til að halda upp á sabbat og esbat.” Alexandra segir að wicca byggist á jafnvægi, líka milli guðs og gyðju, en gyðjudýrkun sé þó algengari. Hún fái meiri athygli en Guðinn, sennilega vegna þess að fólk er vant föðurdýrkuninni úr kristni og vill jafna það út. Meirihluti iðkenda er líka konur og það hefur mikið að segja. Hringrás árstíðanna er mikilvæg í wicca. Inni í henni er allt, Gyðjan og Guðinn, birta og myrkur, frumöflin fjögur og náttúran. Alexandra segir að margir ákalli frumöflin og þau séu því orðin að nokkurs konar vættum en þau séu auðvitað fyrst og fremst heilög sem hluti náttúrunnar. Samkvæmt wicca eru frumefnin fimm og er það fimmta andi. Fimm arma stjarnan táknar þetta og er andinn efst því hann ræður yfir hinum. Áþessu byggjast galdrar, því að andinn sé yfir efninu. Það veldur síðan misskilningi að satanistar nota líka stjörnu en snúi henni öfugt. „Fyrir satanista ræður efnisheimurinn yfir andanum og því vísar hann niður. Þarna stangast hugmyndafræðin algerlega á.” Alexandra segir það vissulega vera skiljanlegt að fólk geri þessi mistök, táknin séu það lík. Hins vegar sé það afskaplega móðgandi fyrir wicca. Alexandra vill að síðustu benda áhugasömum á siðuna sína, Wicca á íslandi, wiccaiceland.freeforums.org. * 002.-004. Síðustu myndir Ijósmyndara Stúdentablaðsins. Blessuð sé minning hans.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.