Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 18
I 001. Astin blómstrar á Laugaveginum, eóa er hann aó pissa? Hver veit? 002. Kaffibarinn m i t&mm ÍMÉlll 003. Löggulíf OFRFT.nm KEMUR f BYLGJUM Áð undanfömu hafa fréttir um gráfar árásir í míðbœnum og aukna fikrríefnaneyslu xmgmenna verið áberandí í fjöhrúðlum. Nokkuð hefur verið um það, að veist hafi vetrið að saklausum vegfarendum ogþeim vektirábeetanlegiráverkarað tílefnislausu. Okkur lék hugur á að vita hvort ofbeldi hafi veríð að aukast í miSbœmim undanfarin ár og hvaða ástœður fíggi þar að bciki. Tíl þess að upplýsa okkurfengum við tíl víðtals tvo þunganrigtormerm í þessum máloflokki, Dr. Helga Gunnlaugssan práfessor í félagsfrceði við Háskóla íslands og Geir Ján Þóríssem yfirlagregluþjón, en þeir hafa báðir fylgst náið með því ástandi sem ríkt hefur í nríðbwnum undartfarín ár. Dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði: MEGUM EKKI MÁLA MIÐBORGINA OF DÖKKUM LITUM Það hefur verið mikil umrœða um miðborgina síðustu mánuði, er ástandið jafn slœmt og látið er af? „Ástandið í miðborginni að næturlagi um helgar er eins og alþjóð veit oft langt frá því að vera viðunandi. En það er ekki hægt að segja að aukning afbrota skýri það hvenær miðborgin fer 1 umræðu og hvenær ekki. Einstaka alvarleg ofbeldismál, eða eitthvað annað kemur upp í miðbænum, og boltinn by r jar allt í einu að rúlla, sér í lagi ef lítið annað er að gerast í samfélaginu. Fjölmiðlar setja fókusinn á miðborgina, yfirleitt eins og ástandið hafi aldrei verið verra en einmitt á þeim tímapunkti. En ef við skoðum tölurnar og veltum fyrir okkur hvort mikil aukning á afbrotum í miðborginni skýri að umræðan fari af stað þarf það ekkert endilega að vera svo. Fjöldi ofbeldismála í miðborginni var til að mynda mjög hár á árunum 1999 til 2001 en fór síðan lækkandi. Fjöldinn hefur aðeins farið upp á við síðustu tvö ár, en ekki náð þeim hæðum sem var í kringum aldamótin." En hefursjálft ofbeldið versnað, er það orðiðgrófara? „Það er yfirleitt viðkvæðið í umræðunni að ofbeldið hafi aldrei verið verra. Ef við skoðum lögreglugögn yfir alvarlegar líkamsárásir í Reykjavík eða í miðbænum sjáum við að fjöldinn virðist koma í bylgjum. Alvarleg mál án sýnilegrar ástæðu, t.d. þegar einhver vegfarandi í miðbænum verður fyrir mjög alvarlegri líkamsárás af hendi einhvers ókunnugs, valda skiljanlega titringi í samfélaginu. Tilfelli þar sem við getum séð okkur sjálf eða einhverja okkur nákomna í hlutverki fórnarlambs. Og þá er ekkert skrítið að fréttaljósinu sé beint að þessum stað og ástandið málað dökkum litum." En nú er búin að vera talsverð umrœða um menn sem hafa verið í hópum að ráðast á aðra, er það að aukast? „Mál af þvi tagi koma upp og valda skiljanlega ótta. Ef við metum þróunina út frá fjölda mála og alvarleika þeirra er ofbeldið í heildina ekkert endilega að breytast í þá átt. Beiting ofbeldis er oft hluti af áhættulífsstíl tiltekinna hópa, sér í lagi sumra ungra karla. Ofbeldið er jafnvel álitið réttlætanlegt þegar ögrun á sér stað - og stundum hending hver endar sem fórnarlamb og hver gerandi." Fíkniefnaneysla hefur aukist mikið á undanförnum árum, hefur það áhrif? „Áfengi er náttúrulega stærsti pósturinn, en auðvitað koma önnur fíkniefni inn í þetta líka. Framboð og eftirspurn virðist mikil eftir alls konar efnum en áfengi veldur mestum usla enda aðgengilegt á öllum þessum stöðum. En við vitum að fíkniefnin eru komin á neysluborð Vesturlandabúa og þetta blandast allt í einn kokkteil á nóttunni. Ekki þarf að koma á óvart í öllum mannfjöldanum og þrengslunum að stundum sjóði upp úr.“ Hefur samfélagsgerðin eitthvað að segja, á ungt fólk í dag erfitt uppdráttar? „Jú samfélagið hefur tekið stakkaskiptum. Þrengsli eru mikil í miðborginni og ópersónuleg samskipti ráðandi í fjölbreyttari mannlífsflóru en áður. Miðborgin er frekar lítið svæði og í raun fer allt skemmtanahald unga fólksins fram á þessum litla bletti síðla nætur um helgar. Og í raun eru íbúar af öllu höfuðborgarsvæðinu úti á lífinu að skemmta sér, jafnvel allt landið. Þannig að við erum að tala um tíu, fimmtán, jafnvel tuttugu þúsund manns sem eru að skemmta sér á þessu litla svæði, allir á sama tíma. Og við vitum alveg hvað einkennir drykkjusiði íslendinga. Mikið er drukkið á stuttum tíma og þrengsli og fyllerí og alls konar mál geta komið upp. Að sumu leyti verðum við að skoða ástandið út frá fyrirkomulagi skemmtanahalds á íslandi. Við erum búin að setja allt skemmtanahaldið á tiltölulega lítið svæði í hjarta borgarinnar og eitthvað lætur undan. Það er raunverulega óhjákvæmilegt annað en að það verði einhver slagsmál og átök og ofbeldi og stundum alvarleg mál. í heildina er unga fólkið samt til fyrirmyndar og möguleikarnir fjölbreyttari en nokkurn tíma áður.“

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.