Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Qupperneq 5

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Qupperneq 5
Söngfélagið „Brœffurnir" 3 sem kórinn átti að mæta að hálfu liéraðsbúa, eftir að hann í fyrsta sinn hafði heilsað þeim með söngvum sín- um. Því að láta mun nærri sanni, að dómur þessi liafi verið talaður sem fyrir munn fjöldans. Enda þótt allir viti nú, að dómar sem þessir, eru bornir fram meir af tilfinningu, hrifnæmi og góðvildar- hug, heldur en listfræðilegri þekkingu eða nákvæmu mati á liljómlist og samsöng (því að geta má nærri, liví- líkur viðvaningshlær og hvílíkar misfellur liafa verið á söng þessum) þá verkaði þetta traust, sem félagið ávann sér, sem uppörvun og efldi trú félagsmanna á göfugt málefni, sem væri þess vert að fórna því tíma og kröftum. Og sem lalandi tákn um ósvikinn áhuga félagsmanna má nefna það, að haustið 1916 fór kór- inn til Reykjavíkur, einungis í þeim erindum, að njóta þar leiðbeiningar og söngstjórnar Sigfúsar Einarsson- ar, dómkirkjuorganleikara. Yitaskuld var sú hand- leiðsla hans aðeins um örskamman tíma. Mun trauðla til annað dæmi um söngfélag, sem færst liafi neitt sambærilegt í fang til eflingar hugsjón sinni og þroska. í þessu sambandi ber sérstaklega að minn- ast þess, að allir félagsmenn höfðu margvíslegum heim- ilisstörfum að gegna, og sumir auk heldur ungir að ár- um og með pyngjuna létlhlaðna. í Reykjavíkurför sinni vóru félagar lengur saman í einu lieldur en tækifæri hafði leyft fyrr, og bundust þeir við það enn traustari vináttu- og félagsböndum. — Á suðurleið var sungið opinberlega í Borgarnesi fyrir marga og þakkláta áheyrendur. 1 „Báruhúð“ í Reykjavík söng flokkurinn einnig. Það var á fjölmennri skemmtun ungmennafélaga í Reykja- vík. Yar söngnum tekið með dynjandi lófataki og mild- um fögnuði. Flokkur þessi hefir aðeins i þetta eina skipti látið heyra til sín í höfuðstaðnum. Á heimleið úr þessari Reykjavíkurferð var komið við á Akranesi og skólasetrinu Hvanneyri og sungið

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.