Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 7

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 7
Söngfélagið „Bræðurnir“ 5 um veturnætur, eða að afstöðnum fjallgöngum og öðr- um brýnustu önnum sveitabænda. Fyrri hluta dagsins vinna félagar ýmsa algenga úti- vinnu, vinna „fyrir sér“, en síðari liluta dagsins er æfður söngur af miklu kappi. Þá eru gömul lög endur- æfð og nýum bætt við, svo sem við verður komið. „Söngvikuna“ dveljast „Bræður“ ýmist að hálfu eða öllu leyti á heimili söngstjórans, Bjarna Bjarnasonar á Skáney og húsfreyju hans, Helgu Hannesdóttur. En að hálfu hafa þeir stöku sinnum dvalið hjá einhverj- um öðrum úr flokknum. Er næsta furðulegt, hversu lítið liefir kennt þrengsla á þessum bæjum, þrátt fyrir um tuttugu „setupresta“. Það er þvi likast, sem venjuleg íbúðarhús verði að laðandi höllum, þar sem hjartarúm húsráðanda er nóg.------ Þessi starfsaðferð félagsins mun ekki ennþá liafa verið tekin upp annarsslaðar, þar sem líkt hagar til. Hefir liún fyrir margra liluta sakir reynzt arðberandi. Hún er langsterkasti þátturinn i söjngrælct félagsins, og hún er líka „sæluvist“, þar sem áhyggjuleysi og bróðurhugur, fyndni, fjör og gamansemi ráða rikjum. „Söngvilcan" liefir m. ö. o. veitt „Bræðrum“ mesta og bezta lífsglóð, endurvakið áhugann og veitt þá í tvo tugi ára yfir örðugleikana, án þess að þeir yrðu að hrösunarhellu. Auk þessa eru stölcu sinnum haldnar söngæfingar. En mjög reynir þar á þrautseigju félagsmanna, af þvi að félagssvæðið er geysilega stórt (7 sveitir) og allir hafa þeir mörgu að sinna. Hafa þessir örðugleikar auk- izt mikillega frá þvi, sem var í fyrstu, meðan félags- menn vóru færri en nú og þeir ekki nánda nærri eins tvístraðir. Nokkrir af stofnendum „Bræðra“ eru fyrir löngu horfnir út af félagssvæðinu, og liefir stundum orðið að seilast langt til þess að skipa að nýju hið auða rúm

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.