Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Qupperneq 11

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Qupperneq 11
Hugvekja 9 tónverka leggjast í rúst. Til þess hljóta að liggja or- sakir, aðrar en hnignandi músik-hneygð þjóðarinnar. Og úr þessu ástandi þarf að hæta, því að þetta er mein- semd, sem líkleg er til að drepa okkar listrænu tilveru á tónmálasviðinu, svona rétt í fæðingunni, verði liún látin afskiftalaus, eða jafnvel hlúð að henni, þó óhein- línis, eða máske óviljandi sé. En fyrsta skilyrðið fyrir lækningu þessarar meinsemd- ar er að þekkja hana, vita að hún er til. Annað að graf- ast fyrir orsakir hennar, og liið þriðja að finna veg til að uppræta hana. Til þess að gera sér þetta allt ljóst ,verður varla kom- izt hjá að rekja í fám pennadráttum tónlistar-viðleitni okkar, frá því að liún fyrst liófst og fram á þennan dag. Nægir í því efni að láta sér fyrst um finnast músikstarf hræðranna Jónasar og Helga Helgasona, og þó einkum Jónasar. Hann veitir allálitlegri syrpu af skandinavisk- um, þýzkum og fleiri þjóða smálögum inn i landið, flest- um i fyllsta samræmi við músik-þroska þjóðarinnar. Og jafnframt þýðir hann eða semur undirstöðu-kennslu- bækur. Hann er smekkvís og heppinn i lagavali, enda gleypir þjóðin við söngheftum hans umfram allar vonir. Og þegar í stað myndast jarðvegur fyrir bókmenntir þjóðarinnar sjálfrar, enda var þeirra ekki langt að lnða. Fyrstur kemur Helgi inn á sviðið, og litlu siðar Bjarni og Laxdal, sýnu tilþrifameiri að anda og stíl. Þá koma fram þeir Sigfús og Árni með enn nýja strauma, og jafn- framt halda ýms framanskráð tónskáld, og fleiri, áfram starfi Jónasar með bóka-útgáfur af erlendum uppruna. Vil eg i því sambandi sérstaklega minnast Brynjólfs Þorlákssonar, sem með útgáfu Organtóna innleiðir er- lenda harmóníum-músik í smáum, en viðeigandi og smekklegum stil. Og alltaf er þjóðin jafn móttækileg. Hún lærir, syngur og spilar allt, sem út kemur, af því að það er allt við hennar hæfi. Má óhætt fullyrða, að öllum þeim sáðmönnum, sem hér hafa verið nefndir

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.