Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 20

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 20
18 Arni Kristjánsson máls. Og eg tel ennfremur víst, að forkólfar íslenzkrar tónlistarstarfsemi láti ekki sitt eftir liggja í að veita útvarjiinu að málum við hvers lconar nytsama starfs- háttu, sem það kynni að sjá sér fært að taka upp, ís- lenzkri tónlistarviðleitni til auðnu og eflingar í kom- andi tíð. Þjóð vor er svo smá, að hún má ekki við því, að grafa pund sitt í jörð. En, því miður, hefir henni löngum hætt til þess. Við höfum verið, erum, og verð- um máske sífellt að jarðsyngja hver annan með flór- spaða öfundar og illgirni og öðrum tilfæringum fá- mennisbölvunarinnar. En við eigum að liætta því. Hætta að vera hvers annars óvinir af þeirri ástæðu einni, að við lifum og skipum okkar sess. Slíkur barnaskapur þekkist ekki með stórþjóðum. Þar þekkja jafnvel ná- grannar ekki hver annan á þennan hátt, og við eigum ekki að gera það heldur. Við eigum að vera stórþjóð í ancla, og læra að skilja, að allur kotborgaraháttur er aðeins freisting, sem fámennt umhverfi leggur okkur til. Og við eigum að standast freistinguna. Björgvin Guðmundsson. C H 0 P I N. — 12 5 Á R A M I N N I N G. EFTIR ÁRNA K R IS T J Á N S S O N. Þann 22. febr. fyrra árs voru liðin 125 ár frá fæð- ingu Fréderic Chopins. Hann var samtíðarmaður og nærri jafnaldri Schumanns, Liszts, Mendelsohns og Wag- ners, en var þó alveg sérstæður í þeirra hóp. Hann varð skammlífur; „liann birtist eins og stjarna á himni, ljóm- aði skamma stund og slokknaði skjótt“, skrifaði vinur lians Liszt um hann látinn. Æfi hans varð ekki viðhurða- rík. Forsjónin hlífði honum við mörgum af þeim ytri erfiðleikum, sem aðrir listamenn oft hafa átt harða har- áttu við, svo sem fátækt, menntunarskort, misskilning og andúð. Foreldrar hans, sem voru efnuð, sáu lionum fyrir góðri menntun, lögðu mikla rækt við tónlislar-

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.