Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 27

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 27
Karlakór Reykjavíkur 25 Helztu tildrögin til stofnunar Karlakórs Reykjavílcur munu liafa verið þau, að í febrúar 1925 lieimsótti liöf- uðstaðinn 19 manna söngsveit. Þessi söngsveit var skip- uð mjög misjöfnu liði, en þrátt fyrir það hafði liún upp á „músik“ að bjóða, eins og Baldur Andrésson, cand. theol. komst að orði í „Visi“ 26. febrúar 1925. Þessi söng- sveit var söngfélagið „Þrestir“ í Hafnarfirði, er liér kom fram undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. „Þrestir“ munu þvi vera fyrsti kórinn, er hafði til þess tíma sýnt þá dirfsku, að heimsækja höfuðstaðinn, og liélt hér þrjá samsöngva við fágæta aðsókn og ágæta dóma. Sigurður Þórðarson kom hér fram í fyrsta skipti og vakti þegar á sér eftirtekt. Meðal annars lét fyrnefnd- ur gagnrýnandi, B. A. svo um mælt í fyrnefndri Visis- grein, að hann liefði komið fram „sem æfður söngstjóri mundi gera“ og „sýnt næman smekk“ og „sjálfstæðan skilning“ og „túlkað verkin heilsteypt og ljóst“. Næsta sumar, 1925, var oft á það minnst við Sigurð Þórðarson af áhugasömum söngmönnum hér i bæ, livort liann myndi ekki fáanlegur til þess að stofna karlakór liér í Reykjavík. Vegna þessara umræðna um málið leitaði Sigurður fyrir sér þá um sumarið með söngkrafta, og er hann hafði fengið 30 menn, afréð liann að halda fund um málið. Þessi fundur var haldinn í „Bárunni“ sunnudaginn 20. desember 1925, en stofnfundur félags- ins var svo endanlega haldinn sunnudaginn 3. janúar 1926. Voru þá lög félagsins samþykkt og undirskrifuð. Af 30 stofnendum eru enn þá 20 starfandi í félaginu. Eftir þetta hófust æfingar og var sú fyrsta 8. janúar 1926. Yfir æfingar félagsins hefir jafnan verið lialdin sérstök skrá af þar til kjörnum raddformönnum, sem kosnir hafa verið á aðalfundi ár hvert. Eru þessar skrár eða „fjarverulistar“ svo nefndir, mjög fróðlegir, þar eð þeir sýna glögglega áhuga einstakra manna og stund- vísi. Við athugun á fjarverulistanum kemur í ljós, að lcórinn liefir á liðnum 10 árum lcomið saman á 840 æf-

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.