Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 28

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 28
26 Sveinn G. Björnsson ingar, eða 84 æfingar að meðltali á ári. Á tímabilinu er fjarvera söngmanna að meðaltali um 8 æfingar á ári. Þegar á það er lilið, að i kórnum hefir að jafnaði verið um 40 manns, þá má þessi frammistaða teljast góð. Nokkrir félagsmenn hafa t. d. ekki verið fjarver- andi nema sem svarar 2 æfingum á ári, og þá aðeins þegar veikindi liafa hamlað þeim að mæta. Á þessum árum hefir kórinn æft um 150 lög, að meðtöldum þeim lögum, er hann liefir sungið í hlönduðum kór. Hefir því að meðaltali farið röskar 11 klst. til að raddæfa og samæfa livert lag, eða 5V2 æfingarkvöld, miðað við 2 klst. æfingu á kveldi. Hefir þvi kórinn sungið sam- fleytt í 70 sólarhringa, og eru þá samsöngvar ekki taldir með. Starfsárið 1926 til 1927 liafa æfingar verið flest- ar eða 107. Fyrsli samsöngur kórsins var haldinn i Nýja Bíó sum- ardaginn fyrsta 1926. Var þessi samsöngur sameigin- legur lijá „Þröstum“ og „Karlakór Reykjavíkur", og voru alls sungin 15 lög. Þegar samsöngvum lauk um vorið, skildust leiðir kóranna, enda var ógerningur fyr- ir söngstjórann að takast á hendur stjórn þeirra heggja, eins og verið liafði það ár. Nú myndi það verða of langt mál, ef eg færi að rekja samsöngva kórsins ár frá ári, enda gerizt þess eigi þörf. Þetta sumar (1926) fór söngstjórinn utan til þess að kynna sér kórsöng. Kom hann svo aftur eftir hálfs árs dvöl, og var þá hyrj- að að æfa með fullum krafti. Söngnám hjá Sigurði Birkis ljyrjaði kórinn þegar i maímánuði 1927, og naut hann tilsagnar hans í þrjá mánuði það sumar. Síðan liefir lcórinn fengið tilsöng árlega lijá Birkis frá ein- um mánuði upp i þrjá mánuði, að einu ári undanskildu. Hefir því kórinn stundað lengur söngnám lijá þessum kennara, en nokkur annar kór innan S.I.K., að því er liann liefir sjálfur upplýst. Þetta söngnám liefir að vísu verið æði kostnaðarsamt fyrir kórinn, er jafnan hefir

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.