Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Qupperneq 33

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Qupperneq 33
Nokkur orð 31 legar hreyfingar, sitja stífum, spenna alla vöðva og rembast af öllum lífs- og sálarkröftum. Til þess að venja nemandann á eðlilegar, léttar og fyrirhafnarlaus- ar lireyfingar þarf kennarinn að liafa sivakandi auga á því, að aldrei spennist vöðvi um of eða að ástæðu- lausu, að liðir ekki stífni, og reyna að hæla niður allar ónauðsynlegar hreyfingar, ekki sízt hina illræmdu „fingralyftingu" i tíma og ótíma, sem gerir alla liand- vöðva stífa og um leið úlflið og alnboga. Tónmagn fæst við notkun þungra, afllausra liandleggja. Hand- og fingrastilling þarf að vera alveg óþvinguð, setan stöð- ug (hurt með skrúfaða píanóstóla!), livorki of há né of lág (alnbogar í hæð liljómborðsins), og má nemand- inn hvorki sitja stifur sem trédrumbur, né „í kút“, heldur eðlilega upprétlur (linakkinn ekki stífur og and- ardrátlur reglulegur!). Áður en nokkur kennsla fer fram á sjálft liljóðfærið, mætti þroska tilfinningu nem- andans fyrir léttum og fyrirhafnarlausum hreyfingum með ýmsum aflleysisæfingum (láta liandleggi falla „dauða“ niður o. s. frv.). Val kennslubóka er einnig mikilsvert atriði. Horne- man-skólinn, sem mikið hefir verið notaður hér, er mjög úreltur orðinn. Af góðum „skólum“ og kennslu- bókum má telja t. d. þá, sem notaðir eru við Tónlist- arskólann, svo sem Freij: „Scliule des polyphonen Spiels“ (ágætlega raddsett smálög í „polyfónum“ stíl), Kunz: „200 zweistimmige Kanons“, Mayer-Mahr: „Tech- nik des Klavierspiels“ og eftir sama liöfund: „Der musikalische Klavierunterricht“, Jaques-Dalcroze: Etu- des rhytmiques, og ennfremur Spigl: „Grundlagen des Klavierspiels“ og Signe Holclc: „Til Selvstudiuin og Un- dervisning“ (norslcur). Báðir þeir síðasttöldu innihalda auk laga og æfinga liljómfræðis-æfingar og skýringar og því mjög heppilegir að því leyti (sá síðari einnig ódýr).

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.