Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 9

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 9
H EI M I R 85 Einsöngvarar kórfélagsins voru sumir framúrskarandi söngmenn, eins og Geir Sæmundsson, siðar vígslubisk- up, sem söng „Sunnudag selsíúlkunnar“ svo innilega og viðkvæmt, að áheyrendum flestum vöknaði um augun. Séra Bjarni Þorsteinsson lók síðar við söng- stjórninni, en liann var ekki eins harður í horn að taka og Árni Beinteinn. Síðustu skólaárin stjórnaði söngnum Kristján Kristjánsson, síðar læknir á Seyðis- firði, en hann var sambekkingur Árna Thorsteinson- ar í skóla. Á skólaárum Árna var söngfélagið „Harpa“, undir sljórn Jónasar Helgasonar, í miklum blóma. Það þóttu tyllidagar á vorin, þegar það söng úti fyrir bæjarbúa eftir vetraræfingarnar, oflast í Hólabrekkunni fyrir of- an Suðurgötuna, þar sem nú er nr. 14, en mannfjöld- inn stóð fyrir neðan á götunni og hlýddi á sönginn. Það var þá karlakórssöngur, og svo auðvitað einsöng- ur, sem Árni hafði mest kynni af á uppvaxtaráruin sínum. Það er því næsta eðlilegt, að hann yrði söng- skáld, þegar hann fór að semja lög, en legði ekki fvrir sig lagsmiðar í öðrum myndum, eins og píanóverk o. fl., enda var hann sjálfur góður söngmaður. Árið 1890 var hann stúdent og sigldi þá til Kaup- mannahafnar til að lesa lög við háskólann. Hann hafði þó í fyrstu hugsað sér að verða læknir, en Schierbeck landlæknir, sem var mikill vinur foreldra hans, réð lionum frá því, af því að Árni var örvhendur. Hann taldi ]iað fráleitt, að nokkur örvhendur maður gæti orðið skurðlæknir að gagni. Þá var hallast að lögfræð- inni. En músikin tók liann þó enn fastari tökum. Fimm sambekkingar hans í latínuskólanum voru örvhendir, en annars voru engir með því marki brenndir í öllum skólanum, og urðu þrír af þeim síðar læknar, en það voru þeir próf. Sæmundur Bjarnhéðinsson, Sigurður Pálsson, læknir í Skagafirði, og Skúli Árnason, læknir

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.