Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 37

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 37
HEIMIR 109 Paganini var kominn til Þýzkalands. Aldrei liöföu menn áður heyrt annan eins snilling. Það var eins og blæju væri svift frá augum Schumanns og það varð að óbif- andi vissu í sál lians, að liann ætti að verða tónlistar- maður og ekkert annað. Hann flýtti sé að láta móður sína vita þelta og sagði meðal annars i hréfinu til lienn- ar: „Allt mitt líf hefir verið óslitin harátta milli lög- fræðinnar og tónlistarinnar. Nú stend ég á krossgötum. Hvora leiðina? Fylgi ég röddinni i brjósti minu, þá vel ég tónlistina, og þá hcld ég að ég velji rétt. Skrifaðu sjálf Wieck i Leipzig og spurðu hann“. — Móður hans var bylt við. Hún hafði húist við að sonurinn væri kom- inn væri kominn að prófi, en það var nú öðru nær. Hún skrifaði Wieck, sem kennt liafði syninum að spila á pianó, og hann lagði til að hann veldi tónlistina. — Schumann fór þá til Leipzig í annað sinn, en nú var það til að læra músík en ekki lögfræði, og nú var hvorki skrópað né vindhögg slegin við námið. Schumann var nú orðinn tvítugur. Fyrir honum vakli fyrst og fremst að verða píanósnillingur. Á tveim til þrem árum bjóst hann við að geta náð Moscheles, sem þótti þá öllum píanóleikurum meiri. Margt var til ó- líklegra en að þetta mætti takast. Andríki Schumanns og skáldlegri meðferð á tónverkum var viðhrugðið. Vinum lians í Heidelberg vou ógleymanlegar þær stund- ir, er hann spilaði fyrir þá, t. d. „Aufforderung zum Tanz“ eftir Weher. „Nú lieyri ég að stúlkan talar“, sagði hann meðan liann var að spila lagið, „hún talar um ást. Og nú hevri ég alvörurð karlmannsins. Og nú tala þau bæði saman. Það eru ástarorð“. En tilraunir með 4. fingurinn i hægri liendi, til að gera hreyfingar hans sjálfstæðar og óháðar hinum fingrunum, urðu til þess að lömun liljóp í fingurinn og stundum alla hend^ ina. Þar með urðu frægðarvonir lians sem píanóleikara að engu. Það varð honum samt sem áður til góðs, því nú sneri hann sér af alefli að tónskáldskapargerð.:. Framhald.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.