Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 22

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 22
H E I M I R Er þegar öflgir, ungir falla, sem sigi í ægi sól á dagmálum. (Bj. Th.) GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON klæðskerameislari lézt á Landsspítalanum þann 15. febrúar síðastl. Hann var fæddur að Elliða í Staðarsveit þann 5. júní árið 1899, og var því tæplega fcrtugur að aldri, cr hann lézt. Hann var sonur merkishjónanna Sæmundar Sigurðsson- ar hreppstjóra og Stefaníu Jónsdóttur, sem bæði voru af góðu bergi brotin og kunn að myndarskap í sinni sveit. Á unga aldri misti Guðmundur föður sinn (d. 1910) og fluttist hann með móður sinni og syslkinum hing- að til bæjarins 1915 og dvaldisl hér jafnan síðan. Hann nam klæðskeraiðn hjá Guðmundi Bjarnasyni og vann hjá honum nokkurt skeið, réðst svo til Vigfúsar Guð- brandssonar og gerðist fyrir nokkurum árum meðcig- andi í klæðaverzlun hans og saumastofu. Hann sigldi um það leyti utan til fullkomnunar í iðn sinni. Árið 1928 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Jónasdóttur Eyfjörð, ágætri konu, sem um mörg ár tók þátt í söng þeirra blandaðra kóra, sem hér hafa starfað, þar á meðal kór Sigf. Einarssonar, sem

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.