Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 22
H E I M I R
Er þegar öflgir,
ungir falla,
sem sigi í ægi
sól á dagmálum.
(Bj. Th.)
GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON klæðskerameislari lézt
á Landsspítalanum þann 15. febrúar síðastl. Hann
var fæddur að Elliða í Staðarsveit þann 5. júní árið
1899, og var því tæplega fcrtugur að aldri, cr hann lézt.
Hann var sonur merkishjónanna Sæmundar Sigurðsson-
ar hreppstjóra og Stefaníu Jónsdóttur, sem bæði voru
af góðu bergi brotin og kunn að myndarskap í sinni
sveit.
Á unga aldri misti Guðmundur föður sinn (d. 1910)
og fluttist hann með móður sinni og syslkinum hing-
að til bæjarins 1915 og dvaldisl hér jafnan síðan. Hann
nam klæðskeraiðn hjá Guðmundi Bjarnasyni og vann
hjá honum nokkurt skeið, réðst svo til Vigfúsar Guð-
brandssonar og gerðist fyrir nokkurum árum meðcig-
andi í klæðaverzlun hans og saumastofu. Hann sigldi
um það leyti utan til fullkomnunar í iðn sinni.
Árið 1928 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni,
Ingibjörgu Jónasdóttur Eyfjörð, ágætri konu, sem um
mörg ár tók þátt í söng þeirra blandaðra kóra, sem
hér hafa starfað, þar á meðal kór Sigf. Einarssonar, sem