Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 19

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 19
H E I M I R 95 ekki upp á þennan máta, aðrir en þeir, sem búa í norðurhluta landsins, þá þykir mér líklegt, að þessi sérkennilegi söngmáti sé runninn frá Dönum og öðr- um Norðurlandamönnum, sem liertóku þennan lands- hluta og liöfðu lengi á valdi sínu, eins og' mörg orð í málinu bera vitni um.“ Eins og sjá má af þessu, er sagnaritarinn ekki alveg viss um að tilgáta hans sé rétt, og ber því auðvitað að líta á liana með gætni. Allar miðaldirnar var unnið að þvi að fullkomna kór- söngstæknina, þ. e. a. s. að semja margrödduð kórlög, sem liöfðu þá kosli til að bera, að hver rödd var auð- lærð og að samhljómurinn yrði fagur, þegar þær allar komu saman. Eittlivert stollasta tímabilið í söngsögunni er lö. öldin, en þá voru öðru fremur slílc lög samin. IIol- lendingar og ftalir höfðu forystuna og börðust um sig- urinn. Hollendingarnir voru hátíðlegir og þungir í sinni músik, en Italarnir glæsilegir og fágaðir. ítalarnir unnu ótvíræðan sigur í þessari samkeppni fyrir tilstilli Pale- strina, hins mikla meistara og merkasta tónskálds ka- þólskrar kirkju. Óperur eða söngleikir eru tiltölulega ungt fvrirbrigði í söngsögunni. Vagga óperunnar var Ítalía. Óperan kom fyrst fram eftir að hið mikla tímabil hins fjölraddaða söngs, sem drepið hefir verið á hér að framan, var liðið, Um 1600 kom upp inikill áhugi fyrir því í Italiu, að endurvekja liina fornu sorgarleiki. Var þá mikið um það rætt af skáldum og sönglærðum mönnum, hvernig Grikkir til forna hefðu farið að því að uppfæra sorg- arleikina með söng. Síðan voru tilraunir gerðar, en forn- gríski sorgarleikurinn varð þó ekki endurvakinn, eins og menn höfðu ællazt til, heldur varð árangurinn af þessari viðleitni sá, að nýtízku ópera varð til, en í henni fékk kórsöngurinn brátt mikið hlutverk. Einnig nú á dögum er nákomið samband milli óperu og kórsöngs. Frh. á hls. 98.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.