Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 30

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 30
102 II E I M 1 R farið, ef kórarnir, sem skipaðir eru mönnum úr Jiinum vinnandi stéttum, eiga eftir að sjá frægð sína blikna, sem unnizt hefir með fórnfúsu starfi margra kynslóða í þágu kórsöngsins. Þetla væri og þjóðinni sjálfri til vansæmdar. Ef við hugleiðum það, að ef sagnaritarinn gamli frá 11. öld tiefði rélt fyrir sér, að margraddaður söngur væri fyrst upprunninn lijá dönskum og norræn- um mönnum, bæri okkur þá ekki alveg sérstök skylda til að viðlialda þessum forna og merkilega arfi, sem við höfum fengið frá forfeðrum vorum, sem sé kór- söngnum ? N 0 R R Æ N A TÓNLISTARHÁTÍÐIN I KAUPMANN AHÖFN. Áttunda norræna tónlistarliátíðin var haldin i Kaup- mannahöfn í seplember síðastliðnum. I fyrsta sinn á 50 árum sá ísland sér fært að taka þált í hátíð þcss- ari, — tónlistarhátíð, þar sem megináherzlan er lögð á hljómsveitarverk og aðra hljóðfæranuisik. Islenzk tónlist hefir fram að þessu, af skiljanlegum ástæðum, verið aðallega bundin við mannsröddina, sönglög fyrir eina rödd eða margar raddir. Menn voru því kvíðandi fyrir þvi, að við myndum ekki gela komið fram með sæmd meðal frændþjóðanna á slíku móti, sem alið liafa aðra eins snillinga og Gade, Carl Nielscn, Grieg, Sind- ing, Sjögren, Sibelius o. fl. Öðru máli væri að gegna, ef um söngmót væri að ræða. Að undanteknum hinum margumþráttuðu tónsmiðum Jóns Leifs er næsta lítið til af íslenzkum hljómsveitarverkum. Ég býst við þvi, að á þessari liátið hafi verið tjaldað því, sem til var. Það féll í hlut íslands að opna liátíðina. Og hvað sögðu svo blöðin? Ég hefi átt kost á að kynna mér fiest það, sem dönsk og sænsk blöð sögðu um islenzku lögin. Flest öll blöðin eru á einu máli um það, að ís-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.