Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 16

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 16
92 H EIMIR skáldinu beri með réttu. Minnstu bendingar tónskálds- ins tekur bann eins og strangasta lagabókslal'. Tónlistin þolir ekki, að honum finnst, nein óviðkomandi afskipti. Þess vegna stjórnar bann með svo einföldum og lát- lausum hreyfingum — litlar sveiflur með liægri hend- inni meðan vinstri höndin er kyrr á mjöðminni, eða á viðkvæmum stöðum,. að hann styður henni á brjóstið. Vegna þessarar skoðunar sinnar á tónlistinni verður Toscanini oft ærið viðkvæmur. Þannig var það t. d. þegar hann stjórnaði „Turandot“ eftir Puccini. Puc- cini dó áður en hann fengi lokið við verlcið, og þótt Franco Alfano fullgerði það (eftir því sem Toscanini segir sjálfur) undursamlega vel i anda liöfundarins, vildi Toscanini veigra sér við að stjórna því öðruvísi en ófullgerðu. Svo var það á frumsýningunni i Milano, að hann stöðvaði verkið allt í einu í miðjum klíðum, sneri sér að áheyrendum, andlitið flóði allt í tárum, og tilkynnti: „Hér, — hér dó meistarinn!“ Þetta var, eins og þeir sem þekkja Toscanini munu vitna, eng- inn leikaraskapur; það vóru að brjótast út ósviknar tilfinningar manns, sem elskaði verkið og böfund þess. Svo er það stundum, að bið fræga Toscanini-skap sýnir sig. Það var einu sinni á æfingu, að bans nákvæma eyra heyrði, að einum fiðluleikara skeikaði á mjög erfiðum kafla í tónverki eftir Ricbard Strauss. Þá varð liann svo ösku-vondur, að bann lamdi um koll nótna- púltin, svo að þau lágu liér og þar á gólfinu. Ifann þol- ir ekki hirðuleysi — ekki skeytingarleysi, kæruleysi og tómlæti eða skapleysi. Og þó getur hann — það veit ég fyrir vist — undir erfiðuslu kringumstæðum verið svo þolinmóður og umburðarlyndur, að fádæmi er að. Ég hefi heyrt hann æfa flautu-kafla yfir sextíu sinn- um, þangað til flautu-leikarinn náði þeim fína blæ, sem Toscanini vildi fá, án þess að skifta skapi eða missa þolinmæðina. Hann er aldrei ánægðari en þegar hljómsveitin hans

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.