Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Síða 40

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Síða 40
óperuna dönsku, og vænta inenn inikils af henni. * Hátíðarhljómleikar Tónlist- arfélagsins voru haldnir í byrj- un desember. Þeir voru helg- aðir fullveldishátíðinni, og voru því öll tónverkin íslenzk. Hljómsveit Reykjavíkur og stór blandaður kór fluttu tónverk- in, en Dr. von Urbantschitsch — hinn nýi kennari Tónlistar- skólans — stjórnaði. Flutt voru kórverk úr hátiðarkan- tötum Páls ísólfssonar (Lof- söngur) og Emils Thoroddsen („Sjá, aldir líða fram“), ísl. þjóðlög, raddsett af Iíarli Run- ólfssyni og ísl. dansar cftir Jón Leifs o. fl. Sérstaklega vakti kaflinn í kantötu Emils mikla athygli. í honum birtist svo mikil skóldleg fegurð og anda- gift, að maður ósjálfrátt minnt- ist ummæla danska tónskálds- ins Carls Nielsen um þessa kantötu, að í henni felist merkileg og fögur músik, — en Carl Nielsen var í dómnefnd- inni um alþingishátíðarkan- töturnar. * Karlakór Iðnaðarmanna söng hér tvisvar í desembermánuði og sýndi sem fyrr, að liaVin er á framfaraskeiði. Einnig söng kórinn í Hafnarfirði. Var prógramið að mestu leyti ó- breytt frá þvi i sumar, en um þann samsöng var ritað i síð- asta hcfti þessa tímarits. Aðalfundur Karlakórs Iðn- aðarmanna var haldinn 22. sept. síðastl. Kórinn hafði 94 söngæfingar á árinu. Einnig fór kórinn í söngferðalag til Vestur- og Norðurlands og hélt þá 9 samsöngva, auk eins i Reykjavík. Einnig söng kór- inn í ríkisútvarpið 11. júli s.I. Stjórn kórsins skipa nú Gisli Þorleifsson form., Gottskálk Þ. Gíslason rjitari og Rágnar Finnssön gjaldkeri. Á fundin- um var samþykkt svoliljóð- andi tillaga: Fundurinn sam- þykkir, að kosin verði þriggja manna nefnd, til að leitast fyr- ir um það lijá kórunum hér í Reykjavík og nágrenninu, hvort ekki væri tiltækilegt að stofna fjórðungssambánd í samræmi við lög þau, er sam- þykkt voru á síðasta aðalfundi S. í. K., og ef það tækist, þá yrði lögð áherzla á, að fyrsta söngmót sambandsins geli far- ið fram næstk. vor. * Heimir væntir þess, að karla- kórar sambandsins sendi blað- inu fréttir af starfsemi siiini í likingu við það, sem Karla- kór Iðnaðarmanna hefir gerl. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Heimir : söngmálablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.