Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 27

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 27
H E I M I R 99 unnar). Þannig varð mörgum þjóðlögum bjargað i'rá glötun. Á 19. öldinni vaknaði mikill áhugi á kórsöng um alla Evrópu. Þessi kórsöngslireyfing breiddist brátt til Norð- urlanda og gerði fyrst vart við sig í Danmörku, en þar voru það einkum stúdentar og verkamenn, sem héldu merki söngsins á lofti. Verkamennirnir eiga lieiður skil- inn fyrir það, að hafa með fórnfýsi og áliuga sínum átt þátt í að liefja kórsönginn til vegs og virðingar. Hugsjón kórsöngsins — bver er hún? Hún er fyrst og fremst sú sama og lijá allri tónlist- artúlkun, að birta tónsmíðina almenningi. Músikin fæð- ist í liuga tónskáldsins á þeim stundum, er andinn er yfir því. Tónskáldið verður snorlið af gleði- eða sorg- arkenndum og þá birtast þvi innri sýnir, „tónsýnir“, og það fær ekki ró fyrr en þær hafa verið færðar i letur á nólnablaðið. Það er hlulverk söngmannanna að birta öðrum mönnum þessar tónskynjanir tónskáldsins, þannig, að þeir með söng sínum vekji hjá áheyrendum þá „stemmningu“, sem felst í tónverkinu og tónskáldið fann, þegar það skóp verkið. Þegar menn hlusta á lcór- söng, eiga þeir að geta glaðst yfir fögrum hljómum og blæbrigðum lagsins. Ef áheyrendurnir finna þessa gleði í huga og hjarta, þá Iiefir kórsöngurinn sannarlega unnið gott verk. Söng- urinn hefir þá hrifið hugi áheyrendanna frá hversdags- legu amstri og áhyggjum og inn í nýjan heim, þar sem sorgin býr ekki, en friður og gleði rikir — gleðin jdir listinni. Tími og rúm er þá ekki lengur til fyrir vitund áheyrandans, öll hugsun er stöðvuð — eða réttara sagl: Áheyrandinn liefir heilla/.t af fegurð liljóms og hljóð- falls og gefið sig allan á vald töframagni tónanna. Þeg- ar þessum söngfjötrum liefir verið svift af manninum, er hann orðinn allur annar en áður og sér margt í nýju Ijósi. Hversdagslegar áhyggjur verða þá lítils virði hjá

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.