Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 18

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 18
94 H EIM I R kórsönginn í þjónustu sína og varð hann mikilvægur þáttur í allri guðþjónustugerð. Tíðasöngurinn var vixl- söngur milli prests og sai'naðar, þar skiptust á einsöng- ur og kórsöngur, og voru kirkjulögin ekki eingöngu sungin innan veggja kirknanna á helgum dögum, held- ur einnig utan hennar í mörgum hæjum, svo að segja dag og nótt, en sagan segir að Gregorius mikli páfi hafi látið safna þessum lögum og fyrirskipað að þau skyldi syngja við guðþjónustur í gjörvallri lcaþólskri kirkju. Kórsöngur var einnig iðkaður utan kirkjunnar. Jafnt í liöllum aðalsins sem hreysum almúgans var dansinn stiginn eftir þjóðlögum. Góður raddmaður söng kvæð ið, en allir dönsuðu og tóku undir viðkvæðið. Efnið var margvislegt, stundum um þung örlög, vonsvikna ást eða um ættjörðina á hættustund — eða um gleði og glaum. Forsöngvarinn söng frásögnina, en kórinn tók undir í viðlaginu, sem venjulega var ein hending þrung- in skáldlegri speki (sbr. „Mfnar eru sorgirnar þungar sem l)lý“ o. fl. o. fl.). Öll þessi kirkjulög og þjóðlög voru einrödduð. Það var ekki fyrr en um árið 1000, að menn komust að raun um, að ekki var nauðsynlegt að allir syngju sömu röddina. Kórnum mátti skipta í þrjá eða fjóra hópa og liver liópur söng sína rödd eða sitt lag — og þetta hljómaði vel og fallega. Sagnaritarar á miðöldum segja, að margraddaður söngur sé upprunninn á Norðurlönd- um, þ. e. a. s. í Skandinavíu. Enskur sagnaritari hefir sagt frá þvi, sem hcr fer á eftir, og er frásögn hans frá því um árið 1180: „Á Norður-Bretlandi hinu meg- in við Humberfljótið nota íbúarnir eins konar hljóma- sambönd í söng sínum; þeir syngja nefnilega tvíradd- að og liggur dýpri röddin á sama tóninum, en efri rödd- in er mjúk og þægileg. T’eir skoða þennan söng ekki sem neitt sérstakt listfyrirbrigði, heldur líta ])eir á liann sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut, sem þeim er runn- inn í merg og blóð. Þar cð Englendingar sjálfir syngja

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.