Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 36

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 36
108 IIEIMIR áður hafði liann mist föður sinn. Móðir lians vildi að hann yrði lögfræðingur og að vilja hennar fór hann til Leipzig til liáskólanáms. Námsárin. Ekki undi liann sér vel i Leipzig fyrst framan af. „Leipzig er andstyggilegt hreiðnr, þar er enga gleði að finna“, skrifar hann vini sínum nýkom- inn til borgarinnar. „Náttúran — hvar finn ég hana? Hér er hvorki dalur, fjall eða skógur, hvergi unaðsstað- ur á einverustund......“ (Úr hréfi til móður lians). En brátt náði lífið tökum á honum. Næstu árin liðu eins og draumur. Hann gleymdi sér í gázka ungra ljóða. En lögfræðina vanrækti hann. Hann leit aldrei i hók. Hann taldi þó móður sinni trú um, að hann slundaði námið eins og skyldan krafðist, en lieldur ekki meira. Hann notaði háskólanámið sem einskonar skálkaskjól fyrir þetta frjálsa og glaða líf. Hann kynntist ])íanó- lcennaranum Friedrich Wieck og heyrði Klöru dóttur hans spila. Hún var þá aðeins 9 ára gömul, en þó orð- in snillingur. Hún varð síðar kona hans. Píanóleikur hennar opnuðu augu lians fyrir því, hve langt var hægt að komast með skipulögðu námi og tók hann tíma í píanóspili hjá föður hennar. Úr þessu verður hugur hans allur bundinn við tónlistina. Enda þótt hann segð- ist ekki þekkja annan stað hetri fyrir unga tónlistar- nemanda en Leipzig, þá flntti hann sig þó lil háskóla- borgarinnar Heidelherg, til að „lesa lög og ljúka prófi“. Heidelberg er glaður stúdentabær í Suður-Þýzkalandi og er þar mikil náttúrufegurð. Þetta lokkaði Schumann. Ekkert varð úr námi hjá honum þarna í borginni. Hið glaða stúdentalíf glapti hann. Og þegar sumarið kom, tók hann malinn og stafinn í hönd og ferðaðist um Sviss og komst alla leið til Italíu. Þetta var þó snögg ferð, því pvngjan léttist fljótt. Þannig liðu árin í Heidelberg og var ekki annað sýnna en að Schumann myndi aklrei ná prófi. En þá kom fyrir atburður, sem hreif liann út úr þessu iðjulausa stúdentalífi. ítalski fiðlusnillingurinn

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.