Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 14

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 14
90 H EIM IR ur óperum. Því þá ekki að láta hann stjórna óperunni? I vandræðum sínum var forstjórinn feginn að fá ein- hverja líklega lausn á málinu. Og svo stökk ungur mað- ur, kjólklæddur, og fötin voru allt of stór honum, fram íyrir liljómsveitina. Hann var taugaóstyrkur, harði takt- slokknum hranalega við nótnapúltið, og lióf hann sið- an á loft, án þess að opna nótnabókina, sem lá ívrir framan hann. Hljóðfæraleikararnir spiluðu mcð nýjum hætli. Það var eins og þeir sætu frammi fyrir einhvcrj - um galdramanni, sem magnaði þá með óskiljanlegum töfrum. Svona höfðu áheyrendur ekki heyrt „Aida“ fyrr, og atliygli allra beindist að söngstjóranum unga, sem hafði stjórnað utanað og án nokkurs undirhúnings. Síðan stjórnaði liann á þessu ferðalagi livorki meira né minna en átján óperum. Og menn voru orðlausir af undrun, jafnt áheyrendur sem liljóðfæraleikendur, því að liann leit ekki í eitt einasta skipti í nótnabók. Með svo miklum ljóma varð nafn Arturo Toscaninis þekkt í tónlistarheiminum. Síðan hefur ferill lians orð- ið æ glæsilegri, unz honum loks árið 1930 hlotnaðist hinn mesti heiður: honum var boðið, fyrstum allra út- lendra hljómsveitarsljóra, að sljórna óperum Wagners i Bayreuth. Toscanini er án efa mestur snillingur allra söngstjóra í heiminum, fyrr og síðar. Þegar við heyrum undir Iians stjórn vcrlc eftir Mozart, eða Verdi, eða Wagner, freist- umst við til að segja það, sem einn gagnrýnandi skrif- aði um Pachmann: „Er ist doch auf seinem Gebiet allen iiberlegen, denn so, wie er manche Stúcke spielt, kann sonst niemand irgend etwas spielen!“ Alla sina stjórnartið — í fjóra áratugi hefur hann stjórnað aragrúa af tónverkum — liefur hann aldrei litið í nótnahefti á hljómleikum og aðeins örsjaldan á æfingum; það er áreiðanlega einsdæmi i sögu tónlist-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.