Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 23

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 23
II E I M I R utan fór árið 1929. Voru l)au hjónin bæði mcð í söng- flokknum í þeirri ferð. — Þeim hjónunum varð tveggja barna auðið, Hjalta, nú átta ára, og Stefaníu, á fjórða ári. Var heimili þeirra hjóna oft samkomustaður söng- vina þeirra, sem altaf áttu þar vísri gestrisni að fagna. Guðmundur Sæmundsson var maður fríður sýnum, hár vexti og þrekinn, bjartur yfirlitum og bauð af sér góðan þokka. Hann var yfirlætislaus og hélt sér eigi fram, skapfestumaður og nokkuð dulur, en lipurmenni í allri framkomu. Hann var greindar- og gáfumaður, allra manna skemmtilegastur í sinuin hópi, en kunni lióf í hvern máta. Hann var lesinn vel og átti gott úrval bóka, sem hann lét eigi rykfalla. Söngmaður var liann ágætur og tók mikinn þátt í sönglífi bæjarins undanfarin tuttugu ár. Hann var meðlimur karlakórs- ins Fóstbræður (áður Karlakórs K.F.U.M.) og um mörg ái í söngflokki dómkirkjunnar. Eg kynntist Guðmundi stuttu eftir að hann fluttist hingað, og varð sú kynning náin og óslitin eftir að hann byrjaði að syngja í karlakórnum. Ávann hann sér þar traust og vináttu allra. Minnist ég þess nú, að einu sinni, þegar hann kom ekki, einhverra for- falla vcgna, á aðalfund kórsins, notuðum við tækifærið og kjörum hann formann. Hefði hann sjálfur verið viðstaddur, mundi hann vafalaust hafa reynt að koma sér hjá því. En hann rækti það trúnaðarstarf fyrir okkur með árvekni og dugnaði, einsi og annað, er hann tók að sér. Hann vann kórnum ómetanlegt gagn, frá því fyrsta, ekki einasta með hinni ágætu rödd sinni, heldur einnig með áhuga sínum og skyldurækni. Guðinundur fór þrjár söngfcrðir með kórum utan; til Noregs árið 192(i með Karlakór K.F.U.M., með blönd- uðum kór Sigfúsar Einarssonar, tónskálds, til Danmerk-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.